Jómsvíkinga saga/25. kafli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Jómsvíkinga saga höfundur óþekktur
Byggt á útgáfu Ólafs Halldórssonar frá 1969

25. kafli - Sigvaldi tekur við lagastjórn[breyta]

Nú eftir fráfall Pálnatóka, þá tekur Sigvaldi að stýra lögum þeirra Jómsvíkinga. Og er hann hafði eigi lengi þessu stjórnað, þá er það frá sagt, að nökkvað breyttist háttur laganna í borginni, og verða lögin haldin eigi með jafnmikilli freku sem þá er Pálnatóki stýrði. Gerist svo brátt, að þaðra eru konur í borginni tveim nóttum saman eða þrem. Svo og eru menn í brott úr borginni lengrum en lög stóðu til. Og verða nú í borginni stundum áverkar með mönnum og einstaka víg.