„Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara/I. kapítuli“: Munur á milli breytinga

Úr Wikiheimild
Bjarki S (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bjarki S (spjall | framlög)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 28. janúar 2013 kl. 15:41

Snið:Síðuhaus

ÆFISAGA

JÓNS ÓLAFSSONAR ÍSLENDINGS

INDÍAFARA


af honum sjálfum uppteiknuð fyrir frómra manna um-
beiðni, eftir þvi sem hann framast kann minnast nú í
sínum aldurdómi 1661. Biðjandi alla fróma og
guðhrædda sína landsmenn, hærri stjett-
ar og lægri, þetta sitt svo fánýtt
og auðvirðilegt verk vel að
virða, hvers hann af
þeim auðmjúk-
lega óskar.


Náð, friður og blessan Drottins vors Jesú Christi sje með yður öllum! Amen.

Elskulegir vinir! Skylt væri að eg ei fundinn yrði í af miklu óþakklæti fyrir Guðs furðanlegar margskonar og óteljanlegar velgjörðir, sem hann mjer af sinni skærri náð, miskunn og gæsku svo mjúklega og mildilega veitt hefir, bæði til likama, lífs og sálar, í svefni og vöku, á nótt sem degi, á sjó og landi í ýmsum áttum veraldar, undir heitu lofti og köldu, í fjarlægð og nálægð mins föðurlands, á meðal kristinna og heiðinna þjóða, i meðlæti og mótlæti; hverjar hans margar og miklar velgjörðir og dásemdarverk mjer hefði sannarlega borið og hæft að hrósa, virða og víðfrægja bæði hjer innanlands og utan, hvað eg þó, því miður, ei gjört hefi, sem mín frek skylda var þar til, hverja forsómun og hirðuleysi sá náðugi Guð virðist mjer að fyrirgefa, sem og öll mín afbrot og misgjörðir. En þó eg fyrir nokkrum árum liðnum hafi uppbyrjað þetta hið sama að uppteikna, en ei þó til lykta, og í láni glataðist, samt hefi eg mig þó ei siðan þar til gefið sakir míns bjargræðis daglega áliggjandi ómaks og erfiðismuna, og í öðru lagi misjafnt geð manna til að meðtaka þvílíkt af mjer, svo tilkomulitlum manni. En með því að nokkrir góðir menn hafa mig hjer til góðmannlega uppvakt og áhvatt að nýju, hefi eg nú um síðir litla ávísan tilgjört með ósjelegri skrift og óorðentlegri diktan, um það hvað hið sjerlegasta hefir skeð og við mig framkomið á allri minni umliðinni æfi, vitandi mig því framar afsakast hjá alþýðu landsins, eftir því eg, svo sem í vernd og skjóli þeirra frómra manna, er mig hjer um hafa tilkvatt, má dirfast þessa mína fávisku að auglýsa. Og enn þó að hjer inni sje margt auðvirðilegt og hjegómlegt, þá bið jeg góðan lesara það og fleira að umliða með góðri þolinmæði, en allra helst, hvað sem hjer talast um Guðs verk, bið eg að snúist Guðs heilaga nafni til vegsemdar, heiðurs og dýrðar, en mörgum til góðra nota og gagnlegra eftirtekta. Svo óska eg og einnin, að í hverju sem mjer hefir yfirsjest á öllum tíma minnar æfi, sjerhvers embætti, sem eg hefi verið til kallaður, mætti öðrum til vareigðar, lærdóms og viðvörunar verða, svo þeir því heldur forðist mín vond dæmi, en framar athugi siði forsjálra til óhættari stundunar og stöðu i þeirra embætti og tilsettri kallan. Hjer með yður og öll Guðs börn almáttugum Guði befalandi til allrar umhyggju lífs og sálar. Amen.

J. O. S. I. F.

HJER BYRJAST FYRSTI PARTUR ÞESSARA FRÁSAGNA,

HLJÓÐANDI UM MÍNA ÆFI ALT TIL MINNAR AUSTINDÍALANDSREISU.

———

I. KAP.

Innihaldandi um mina fæðing, ætt og uppfóstur og það fleira, sem viðbar, til þess eg var 22 ára gamall, og eg hjeðan úr landi burt sigldi.

Þremur árum fyr en kóng Christian sá fjórði, loflegrar minningar, yfir Danmerkur ríki tók kóngdóm eftir sinn sáluga föður, kóng Friderich hinn annan, afgenginn 1588, hvers krýning skeði i Kaupinhafn 29. Augusti Anno 1596 á hans 20. aldurs ári, á sunnudagsmorgun mjög árla, næstan eftir Allra heilagra messu, fæddist eg i þennan heim[1] á Svarthamri við Álftafjörð í Eyrarkirkjusókn, innan Ísafjarðarsýslu, af erlegum ektaforeldrum, Ólafi Jónssyni og Ólöfu Þorsteinsdóttur. Hans faðir var Jón Þorgrímsson, sá eð var sonur Þorgríms Jónssonar; þessi Þorgrímur var mikilmenni og nafnfrægur maður, þó ei væri hann stórríkur; hann hafði bústað sinn lengi í Æðey í sókn Snæfjallakirkju, og andaðist þá hann hafði fjóra vetur um áttrætt. Föðurmóðir mín hjet Bríit Þórðardóttir, fróm kvinna. Þessi hjón, Jón og Bríit, urðu vel 70 ára gömul, og önduðust mörgum árum fyr en eg fæddist á heimili minna sálugu foreldra. Móðir mín, Ólöf Þorsteinsdóttir, var norðlensk að ætt, í Miðfirði uppalin, af göfugum ættarstofni upprunnin; hennar faðir hjet Þorsteinn Sveinsson, sá eð átti 4 bræður, Ólaf Sveinsson, stjúpföður Þórunnar Bjarnadóttur, sem sál. Síra Sveinn Simonsson[2] kvongaðist, item Þórð og tvo Jóna; þessir menn voru í ætt Jóns Magnússonar[3], sá eð var afi þeirra loflegu bræðra s[álugu] Magnússona. Hennar móðir hjet Hildur Helgadóttir, dóttir Síra Helga, sá eð var sonur Síra Jóns svenska[4] er svo nefndist, af hverjum göfugir ættliðir eru komnir. Móðir Hildar hjet Marín Pjetursdóttir, þess er kallaður var Pjetur Skytta[5], einn Hamborgari, og var hirðstjóri og hjer búandi í landi; hann átti Astríði Sigmundsdóttir, sú eð var systir Jóns Sigmundssonar, sá eð var afi Herra Gruðbrands biskups yfir Hóla stifti. Pjetur átti tvo sonu, Hannes og Melchior, og tvær dætur, Marínu og Guðrúnu.[6] Þessi Pjetur var veginn af sínum sjálfs tveimur þjenurum, sem þar til voru keyptir af nokkrum hjerlandsmönnum, fyrir einhvers haturs sakir, nær hann gekk úr baði um veturinn á föstu. Þessir hans 2 synir drógu til Hamborgar og tóku mestallan ríkdóm með sjer, einkum kvennlegt skart upp á 12 jómfrúr, en þær systur báðar, Marín og Guðrún, urðu hjer eftir, og þessi Marín var mín langamma, sú eð var móðir Hildar, Hildur var móðir Olafar, sú eð var móðir min, en Guðrún var langamma Marínar Halldórsdóttur, sem nú er í Súðavík. En af þessum áðurnefndu Pjeturssonum er sögð stór ætt til Hamborgar sje afkomin.

Mínir sálugu foreldrar áttu 14 börn sín í milli í heiðarlegum hjúskap, og af þeim komust ekki utan 3 til aldurs, sem var Halldór, Þóra og eg. Á milli mín og Halldórs var 14 ára munur, en 17 milli Þóru og mín, og var eg næstur seinasta barni minnar móður fæddur, og var ei sóknarprestur í þann tíð nálægt, nje innan sóknar, en sakir fjúks og stórveðurs varð og ei heldur sóktur i Ögurþinghá. Minir foreldrar útbjuggu 2 menn og eina kvennsnift með mig til Eyrar i Skutulsfjörð á fund Síra Sigmundar

 
 
 
Vatnsfjarðar-Kristín
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Solveig m. Sigmundur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jón Sigmundsson lögmaður
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ástríður m. Pjetur Schytt hirðstjóri
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
[7] Jón
 
 
 
Helga
 
 
 
Marín
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síra Arngrímur
 
 
 
Guðbrandur biskup
 
 
 
Hildur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síra ÞorkellHildurSteinunnKristínÓlöf Þorsteinsdóttir
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mag. Jón Vídalín biskup í SkálholtiPáll Vídalín lögmaður N og S.Þorlákur Skúlasson biskupSíra Jón Arason í VatnsfirðiJón Ólafsson Austindíafari
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Oddur hinn digri
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Guðrún
 
Egilssonar,[8] sá eð veitti mjer þá heilögu skírn, og sú ferð lukkaðist vel fram og heim aftur, fyrir Guðs og hans heilagra engla aðstoð.

Til þess eg var hálfs annars árs gamall öðlaðist eg góða heilbrigði og döfnun. Síðan veiktist eg, og var mjer í fóstur komið til þeirra hjóna, er undir Hlíð bjuggu í sömu sveit; maðurinn hjet Eyvindur Jónsson, en konan Guðrún Guðmundsdóttir, og voru frómir menn. Hjá þeim var eg tvö ár i fóstri.

Á sjöunda ári míns aldurs var eg undir bók settur. Á því ári gekk hjer blóðsótt mikil í landi, í hverri margir í burt sofnuðu. Úr þeirri sótt sofnaði i burtu hjeðan minn sálugi faðir og fleiri bændur þessarar sveitar um haustið í Octobris mánuði. Halldór minn bróðir var þá 20 ára gamall; hjelt hann samt búskap með móður okkar. Að öðru hausti eftir kvongaðist hann erlegri dándiskvinnu Randíði Ólafsdóttur, og ól með henni 6 börn.

Þá um veturinn eftir kom sá mikli og nafnfrægi vetur, sem landsmenn hjer nefndu Píning, og um vorið milli sumars og krossmessu kom mikill hvalur upp úr ís inst sveitar fram undan Hattardalsstekk, að hverjum varð stórt bjargræði og varð mikil aðsókn þangað úr öðrum sveitum, því stór skortur bjargræðis var víða orðinn hjer í sveitum manna á milli, því vetrarróðrar uppgáfust með Andrjesarmessu, er þá viðbjóðlega uppgekk til stórveðráttu, svo sem raun gaf vitni síðar; heyskapur um sumarið fyrir varð viða hjer um sveitir lítill, og nýttust heyin misjafnlega sakir óþerra.

Á mínu fjórtánda aldurs ári gafst mjer heilsubót fyrir Herrans náð, og góð lækning við minni langvaranlegri ungdómsmeinsemd, af einum dönskum skipherra, Andrjes að nafni, fyrir meðalgöngu frómrar kvinnu, Porkötlu Pálsdóttur, sú eð var min ljósmóðir, og var það eitt epli, hvers eg neytti til hálfs, er hann sendi með henni til minnar móður; síðan þar eftir fjekk eg góða heilbrigði og viðgang.

Þá eg var 5 ára gamall var eg því nær í bæjarlæknum á Svarthamri í minni sjálfs vöggu druknaður, sem vera átti skipsmynd, hefði ei mína sálugu móður svo skjótt að borið. Item í öðru sinni, þá eg var átta vetra gamall, er eg á einum laugardegi um sumarið var með Halldóri bróður mínum riðinn í veiðiár fram i fjörð, lá mjer við að drukna á þeirri stóru Fjarðará, er svo kallast, en bróðir minn Halldór kom mjer með Guði til hjálpar. Í þriðja sinni á sama ári, er eg var sendur inn yfir ósa eftir mönnum í kaupstaðarferð, lá mjer við í Seljalandsós af hesti að flotna, er um flæði og framarlega að sjónum á sund með mig hljóp. Ráðning fjekk eg í hvert sinn hjer fyrir, svo sem verðugt var. Min elsku móðir bar stóran kvíða fyrir mjer, við vatnsföllum allra helst, og mælti hún það og margir, að mjer mundi auðnast yfir vötn að ferðast, en Guð bað hún mig jafnan annast, hverja hennar jafnlega bæn að Guð miskunsamur faðir hefur heyrt, og náðarsamlega bænheyrt. Sje hans heilaga nafn lofað og blessað að eilífu! Amen.

Anno 1615, á mínu 22. ári, lá mjer við úr Dvergasteinshlíð um veturinn mjer til heljar að hrapa, svo eg fjekk yfir 40 köst, og kom eg jafnan niður á bakið. Ei fjekk mín móðir það að vita, en minn mágur Skeggi Gunnlaugsson, var i þann tíma úti staddur er svo við bar, og vissi ei hvað til ráða skyldi, og ei meinti hann mig aftur lifandi líta. Svo bar til um vorið fyrir, að móðir min elskuleg og eg höfðum flutt vist vora frá Eyrardal og til Dvergasteins til Skeggja og Þóru frá Halldóri, og voru því sauðir þar ókendir, og urðu stansa undir skorum og náðust ekki allan veturinn, og liðu sult mikinn, en oft til reyndi óvitandi minni móður og í hennar þrásamlegu forboði. Og í þetta sinn er nú greindist, brast broddur í staf mínum nærri miðhlíðis, og síðan varpaðist eg ofan að urðum, og í hverju kasti horfði eg til himins; og nær köstum hætti, fyrir Guðs náð og vilja, var þá ei lengra til urðar en tveir eður þrír faðmar. Svo er Guði alt hægt og mögulegt að verka og veita, eftir sinni guðdómlegri vild, makt og velþóknan. Og nær eg stóð á fætur var eg að öllu því nær og óhindraður, lof sje Guði! Amen. Mörgu minna gildis verður á loft haldið. Skeggi fagnaði mjer innilega, þá eð miðvegis mjer var móti kominn, og með glúpnan Guði lof sagði.

Eg má segja Guð hafi varðveitt mig i lofti, á jörðu, í vötnum, við mararbotn og i eldi, undir skruggum og reiðarslögum. Ei er það skeð til þess að þvi skuli strax gleymt verða, heldur en önnur Guðs stórvirki og dásemdarverk, sem uppritast hafa, heldur miklu framar ætti það að skrást og daglega að tjást, fyrir börnum og barnabörnum, alt til enda veraldar, svo Guðs nafns dýrð vari, vaxi og aldrei þverri.

Heiður og dýrð um himin og jörð[u]
af hverri tungu sje þjer sungið,
lifandi Guð vor lifsins faðir,
lof þitt haldist um aldir alda! Amen.

Á Snæfjöllum bar til stór tilburður á mínum ungdómsárum, af þeim uppvakningi, sem menn meintu að vera myndi, og hvað margt furðanlegt og skelfilegt þar við bar, gjörist ei þörf hjer að innsetja, en margt hefir auðvirðilegra hjer í landi og annarsstaðar annálast og greinst til minnis þeim, er fæðast skulu.

Á mínu 11. ári bar svo við, að ein gift kona, Bóthildur að nafni, hafði ferðast hjeðan úr Álftafirði og vestur yfir heiði í Önundarfjörð með veturgamalt eður tvævett sveinbarn, sá eð Ketill hjet. Og þegar móðirin vildi hafa hingað aftur ferðast með sinni ungri barnkind til sinnar sveitar, þá vissu það engir i Álftafirði. Þetta skeði um Maríumessu fyrri. Og nær hún kom hingað og fór heiðarskarðið, skeldi yfir myrkraþoku, svo hún gekk og viltist of mikið til hægri handar, alt þangað sem Valagil heita, hvar að eru miklir forvaðar, og með þvi að hún var bæði veik og mædd orðin, nam hún þar staðar fyrir Guðs anda áeggjan, hið næsta sem mátti þessum forvöðum, og af löngum burði sinnar barnkindar hafði henni þar í brjóst runnið og svo aldeilis út af sofnað i Herrans vald. Nú vissi enginn maður hvorki Önundarfjarðar nje Álftafjarðarhrepps af þessu tilfelli. — Skömmu síðar i vikunni heyrðist barnsópið ofan til bygða, og ætluðu þeir menn, sem næstir bjuggu, að einhver sjerdeilis dýrshljóð vera mundu. Þetta bar til snemma í Augusto. Í þann tima A:o 1604 bjó Sira Jón Grímsson[9] í Svarfhóli í Álftafirði, sá eð var sóknarprestur Ögurs og Eyrar, og nær hann fjekk þetta að spyrja, sendi hann með skrifaðan seðil út eftir sveitinni heim á hvern bæ til hvers búandi manns og bónda, sem það innihald hafði, að hver þeirra kæmi með vopn í hendi heim á hans garð með hraðasta hætti, þá strax samdægurs, og þar samtaka í sinni nálægð og með sínu ráði hvernin þeir sjer hegða skyldu í greindu efni, og gjörðist sú ályktan, að menn skyldu uppleita með alvarlegasta hætti hvaðan þessi ýlfran væri og eymdarhljóð eður af hverri skepnu. Gengu þeir svo af stað frá prestsins garði. Þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir Kg. M. [skikkan og] befalningu.[10] Og nær þeir komu í þann stað, sem konan lá önduð fyrir löngu, og fundu barnið hjá henni ennþá lifandi og konuna óskaddaða, því barnið hafði varið hennar lík í mörg dægur, þá hnykkti hverjum þeirra hjer við, og þótti hryggileg aðkoma, en þeim manni ei síst, sem bóndi og ektamaður var nefndrar konu, sá eð Jón Eyvindsson var að nafni. Var hennar lík svo flutt til bygða og þaðan með erlegum tilbúningi og meðferð til Eyrarkirkju að hún greftraðist. En þessi þeirra sonur uppólst hjá sínum föður þangað til hann var kominn úr ómegð og var síðan vinnuhjón Sira Thómasar Þórðarsonar[11] og andaðist þar vel tvítugur að aldri á Snæfjöllum. Þá Danskir komu hjer fyrst í hafnir [skrifaðist datum] Anno 1601, sem var vorið eftir Píningsvetur hinn mikla, sem nú teljast 60 ár (ár 1661) og hjet sá Trúels er fyrstur var kaupmaður af Dönskum eftir Konráð íslending [er síðasti kaupmaður var Hamborgara hjer í höfnum].[12]


II. KAP.
Innihaldandi um mína hjeðansigling til Englands.

Á því sama ári, sem fyr var getið, þegar að skrifaðist 1615 bar svo við um vorið fyrir krossmessu, að eitt engelskt skip upp á 50 lestir sleit upp við Vestmannaeyjar i miklum stormi og hleypti inn á Ísafjarðardjúp, og lögðust fram undan þeirri veiðistöðu er Rómaborg nefndist, hvar eg var til fiskiútvega. Og með því vor leið lá daglega nálægt þessu skipi fýsti mig og mína meðfylgjara einn morgun að róa að þessu skipi. . Skipherrann hjet Isach Brommet, einn sjerdeilis ágætur, frómur og ráðvandur maður. Hans mæti hjet VilhelmHundten;[13] bátmeistarinn hjet Vinsentzius. Þessi skipherra meðtók mig og mína lagsmenn vel, og þar fyrir þarf ei sögur um að lengja, að eg án vitundar minnar e[lskulegu] móður rjeðst til fars og útferðar með þessum manni. Okkar sáttmáli var þesskonar, að eg mátti flytja góss með mjer svo mikið sem eg ætti og sjálfur vildi, og eftir engelskri vísu skyldi afgreiða honum 10 dala gildi nær

  1. Fæðingardagur höfundarins er þá 4. Nóv. 1593 í gömlum stíl; sje talið eftir nýjum stíl verður hann 7. Nóv.
  2. Síra Sveinn (faðir Brynjólfs biskups) var fyrst kirkjuprestur í Skálholti 1578—82, en síðan prestur að Holti í Önundarfirði 1582—1635. Prófastur í vesturhluta Ísafjarðarprófastsdæmis varð hann 1588. Hann dó 1644, 85 ára gamall. (Sv. N. Prestat. IV. 17. XI. 5, 14.)
  3. Um Jón Magnússon á Svalbarði (giftan Ragnheiði á rauðum sokkum Pjetursdóttur) og ætt hans (Svalbarðsættina síðari) læt jeg mjer nægja að vísa í Sögu Magnúsar prúða eftir Jón Þorkelsson, bls. 7—11. Um Magnússyni (o: sonu Magnúsar prúða) sjá sama rit bls. 92—93; þeir ættmenn koma víða við sögur eins og kunnugt er.
  4. Síra Jón svenski (Matthíasson) forstöðumaður fyrstu prentsmiðjunnar á Íslandi og prestur á, Breiðabólstað í Vesturhópi 1530—1567. Hvar Síra Helgi sonur hans hefur verið prestur er óvíst. Í Prestatali Sveins Níelssonar er hann ekki nefndur, eða að minsta kosti fæ jeg ekki sjeð að neinn af þeim prestum, er sama nafn bera, geti verið hann.
  5. Um Pjetur Skyttu (Schytt) og ætt hans og mægðir við Jón lögmann Sigmundarson, sjá viðbæti aftan við bókina.
  6. Í 2076 b er ættartaflan sett upp í töflu svohljóðandi:
  7. Hjer er hlaupið yfir ættlið: Guðrúnu Jónsd. Sigmundssonar, gifta Jóni Hallvarðssyni
  8. Síra Sigmundar er getið 1592 og 1603 sem prests á Eyri við Skutulsfjörð og segir Sveinn Níelsson í prestatali sinu, að hann hafi verið orðinn prestur þar fyrir 1583, en fyrir 1596 hefir hann fengið Dýrafjarðarþing. (Sv. N. Prestatal. XI. 4 og 7).
  9. Síra Jón Grímsson var orðinn prestur í Ögurþingum fyrir 1599; hann var áður eitt ár prestur í Árnesi í Trjekyllisvik, en 1615 fjekk hann Prestbakka í Hrútafiröi. (Sv. N. Prestatal. XI. 8, XII. 1 og 4).
  10. Um vopnaburð á þeim tímum og vopnadóm Magnúsar prúða 12. okt. 1581 sjá Jón Porkelsson, Saga Magnúsar prúða, 1895, bls. 63-77.
  11. Síra Tómas varð prestur á Stað á Snæfjallaströnd (»Snæfjöllum«) árið 1629 og var þar til dauða síns 1670.
  12. Öll þessi klausa (Þá danskir o. s. fr.) kemur efni kapítulans ekkert við. Sum handritin hafa misskilið hana og sett hana í samband við það sem á undan fer (ɔ: dauða Ketils), en það getur ekki verið rjett, því ef Ketill hefur verið tvævetra 1604 þá hefur hann ekki dáið fyr en eftir 1621, og sje það rjett að hann hafi verið hjá Síra Tómasi, þá hefur hann ekki dáið fyr en 1629 eða síðar. Um nafnið Trúels, og um Konráð Íslending sjá orðamuninn aftantil í bókinni.
  13. Nafnið er afbakað; máske er þetta enska nafnið Hunter eða þá Huntden(?) Nafnið Brommet er líklega ɔ: Bromhead, ritað eftir framburði. Til er á þeim tímum ensk ætt með því nafni.