Landnámabók/88. kafli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þrasi hét maður, son Þórólfs hornabrjóts; hann fór af Hörðalandi til Íslands og nam land milli Kaldaklofsár og Jökulsár; hann bjó í Skógum hinum eystrum. Hann var rammaukinn mjög og átti deilur við Loðmund hinn gamla, sem áður er ritað. Sonur Þrasa var Geirmundur, faðir Þorbjarnar, föður Brands í Skógum.

Hrafn hinn heimski hét maður, son Valgarðs Vémundarsonar orðlokars, Þórólfssonar voganefs, Hrærekssonar slöngvandbauga, Haraldssonar hilditannar Danakonungs. Hann fór úr Þrándheimi til Íslands og nam land milli Kaldaklofsár og Lambafellsár; hann bjó að Rauðafelli hinu eystra og var hið mesta göfugmenni. Hans börn voru þau Jörundur goði og Helgi bláfauskur og Freygerður.