Notandaspjall:Haukur~iswikisource

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikiheimild

Bólu-Hjálmar[breyta]

Sæll, og ég er stoltur af að hafa búið spjallsíðuna þína til. :) Mér var rétt í þessu að áskotnast ritsafn Bólu-Hjálmars (áskotnast er kannski vægt til orða tekið, eignaupptaka ætti betur við :). Þar sem þú ert rímnasjúklingur, en ég aðeins vægt haldinn, hvar mælirðu með, að maður byrji á öðru bindinu. Göngu-Hrólfs rímur eru nokkuð óárennilegar fyrir lengdar sakir. Kveðja Io 11. jan. 2006 kl. 21:15 (UTC)

Fyrir þín orð skulu Göngu-Hrólfs rímur liggja fyrr eða síðar. Meir get ég ekki hælt manni. En í mansöng fyrstu rímu getur þetta að líta:
Út mér skiptist ærið rýr,
ei til hentur þótti,
fengur sá, sem Farma-Týr
fyrr í bergið sótti.
Eg það eina hér af hlaut,
hóp því fylgdi trassa,
sem aftur hann úr enda skaut,
eltur geyst af Þjassa.
Er ekki uppgerðarlítillæti viðeigandi orð hér? Beztu kveðjur. Io 12. janúar 2006 kl. 23:01 (UTC)[svara]
Þetta er að minnsta kosti ágætlega ort :) En það er hefðbundið í mansöngnum að barma sér undan skorti á skáldamiði. Hér er þó ein vísa úr Jesúrímum eftir minni:
Óðin minn og Æsi bið ég óp mitt heyra!
Kaupa vil ég Kvásis dreyra.
- Haukur 13. janúar 2006 kl. 19:50 (UTC)[svara]
Þú manst eflaust, að loks kom svo, að Jóni Hreggviðssyni þótti nóg um Pontus rímur eldri, og hóf að kveða Jesúrímur, „sem hann þó kunni illa“. Er fleira líkt með ykkur Jóni? :) Beztu kveðjur Io 16. janúar 2006 kl. 16:34 (UTC)[svara]

Alþingisrímur o. fl.[breyta]

Takk fyrir hólið. Næstu verk verða Magnús prúði (ætti að vera fljótlegt) og síðan þarf ég að hugsa gaumgæfilega um þetta Lieblingsprojekt mitt, vísnasafn eftir háttum. Ég mun eflaust leita til þín með spurningar, en einni get ég beint að þér strax: Ef af verður, finnst þér ástæða til að hafa hrynjandi hvers háttar setta upp með strikum og bugðum, eins og oft tíðkast, eða er nóg að segja með orðum, að í ferskeyttu, svo að tekið sé dæmi, séu frumlínurnar fjórir bragliðir, og endi á stúfi og síðlínurnar þrír tvíliðir? (Auk þess vantar mig rímur undir nokkrum háttum úr flokkun goðans). Beztu kveðjur Io 15. janúar 2006 kl. 23:57 (UTC)[svara]

Úr fortíðinni[breyta]

Fyrir nokkrum árum rakst ég á netvafri mínu á síðu eftir tvo menn, að mig minnir báða Íslendinga, þar sem settur hafði verið upp vísir að háttatali og var víða leitað fanga. Eftir minni rak ég augun í þá athugasemd höfunda, að „free verse“ væri í raun afsökun hæfileikaskorts. Ég var hjartanlega sammála. En nú „spøger“ í heila mér: Getur verið, að þú hafir verið annar höfunda? Beztu kveðjur Io 16. janúar 2006 kl. 16:32 (UTC)[svara]

Ég er afturhaldsdurgur í kveðskap en held þó að ég sé ekki sekur í þessu máli. :) - Haukur 16. janúar 2006 kl. 21:45 (UTC)[svara]

Kárahnjúkar[breyta]

Ekki veit ég, hvað ykkur félögum finnst um virkjanir á Íslandi. En mér varð — að vísu alslæm — staka á munni og ég ákvað að setja hana hér. Þetta er raunar fyrsta vísan, sem ég klambra saman nokkurn veginn rétt á ævinni. Ætli ég megi ekki „þakka“ Alþingisrímum.

Hafið þið komið á Kárahnjúka?
Kalt er land og grátt.
Út á haf vort fé mun fjúka,
fáist ei virkjað brátt!

Þetta er vond vísa, allt að því frumraun og krítík er óþörf. Ég er allgóður í lausu máli, en hagorður er ég ekki, og geri mér fyrst og fremst ljóst, hve „trivialt“ þetta er. En þarna er þó komin vísa, og ég hélt, að það ætti aldrei fyrir mér að liggja. :) Cheerio Io 16. janúar 2006 kl. 19:09 (UTC)[svara]

Háttatal[breyta]

Ég var rétt í þessu að spjalla við Braga hjá Hörpuútgáfunni, sem gaf út Háttatalið. Hann hefir að vísu ekki rétt til að framselja eitt eða neitt, en vísaði mér á systurson Sveinbjarnar, sem yrði hjálplegur að finna son Sveinbjarnar, Einar, sem mun eiga síðasta orðið í þessu. Þetta mun allt vera hið ljúfasta fólk, og Bragi átti helzt von á, að við fengjum leyfið. Enn eru eftir tveir liðir í leitinni, en ég held, að við getum verið vongóðir. Beztu kveðjur Io 16. janúar 2006 kl. 22:07 (UTC)[svara]

Það er gaman að heyra :) - Haukur 16. janúar 2006 kl. 23:12 (UTC)[svara]
Þetta reyndist ganga frá Heródesi til Pílatusar, en annan sona Sveinbjarnar, Georg, hefi ég talað við, og hann veitti fúslega leyfi, hvað sig snerti. Þá er eftir hinn bróðirinn, Einar, en hann er staddur svo sem klukkustundar lestarferð frá þér. Vildir þú hafa samband við hann?
Gemsi: 0044-78-612-6055
Heimasími: 152-5874028
Netfang:sveinbjornsson@hotmail.com
Þú sorterar út, hvað kann að vera forval innanlands, ef þú hringir. Þetta ætti þá að komast í höfn fljótlega. Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 19:09 (UTC)[svara]
PS:Ef þú gerir þetta, mætti það gjarnan vera sem fyrst, þar eð tími sá, sem ég hefi til að gefa mig (næstum) allan að Wikiheimildinni, fer að líða. (Ef það dæmist þá á mig að setja Háttatalið upp, sem ég tek fúslega að mér fyrir mína parta). :) Raunar held ég, að formatteringarmöguleikar vefsins séu það miklir, að vefútgáfan gæti orðið skýrari en prentútgáfan, og væri þar með óþörf hugmynd mín um vísnasafn eftir háttum, þótt eflaust mætti hafa einhvern vísi þar að, t. d. til að skýra notkun gamalla bragarheita og nýrra. Ég verð að biðjast afsökunar á, að Magnús prúði hefir fengið að hvílast í bili, en ég hefi verið upptekinn við annað, m. a. leynilögreglustörf þessi. :) Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 19:19 (UTC)[svara]
Glæsilegt! Ég skal hringja í hann á morgun. En nákvæmlega hvernig leyfi var það sem þú fékkst hjá Georgi? Best að ég biðji um það sama :) - Haukur 17. janúar 2006 kl. 22:46 (UTC)[svara]
Georg setti enga skilmála. Ég gerði honum grein fyrir inntaki copyleft og honum fannst það hið bezta mál. Kveðja Io 17. janúar 2006 kl. 22:59 (UTC)[svara]

Eybjörn[breyta]

Þú munt vera kunnugur Jörmungrundar-Eybirni. Gætirðu sent honum skeyti og spurt, hvort í lagi sé, að styðjast við efni hans? Ég hafði not að síðu hans til að fylla í eyður Bersöglisvísna? Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 16:44 (UTC)[svara]

Ég hef samband við hann. - Haukur 17. janúar 2006 kl. 22:46 (UTC)[svara]

Meira um Háttatal[breyta]

Vertu nú ljúfur og athugaðu póstinn þinn, þ. e. .hi netfangið. Ég þarf nokkra fræðslu til að landa þessu.

Beztu kveðjur Io 20. janúar 2006 kl. 18:29 (UTC)[svara]

Gott að heyra í þér. Annars var ég næstum farinn að óttast, að mér hefði einhvern veginn tekizt að móðga þig, þar eð þú ert jafnan skjótur til svars. :) Ég hefi ekki heyrt frá Einari enn, svo að þeir eru líklega að velta málunum fyrir sér. Á morgun tekur svo við hjá mér (shudder! :) "real life", svo að eitthvað fer að draga úr framlögum, a. m. k. í bili. Beztu kveðjur Io 22. janúar 2006 kl. 15:54 (UTC)[svara]

Jörmungrund[breyta]

Ég hefi ekkert við tilfærsluna að athuga, en við erum væntanlega sammála um, að áberandi tilvísun þangað eigi heima hér, bæði vegna afburða síðunnar og vegna þess, að við eigum ekkert sambærilegt.

Hvað þarf annars að gera til að fá Eystein til að halda verkinu áfram? Ég skyldi yrkja drápu um hann, ef ég væri fær um. :)

Annars mættirðu gjarnan svara spurningunni, sem ég lagði fyrir þig í prívatpósti um leyfismál. Einar á eftir að hafa frekara samband varðandi þau, og mér þætti gott að hafa álit ykkar beggja til að styðjast við. Ég er raunar kominn á þá skoðun Allsherjargoðans, að nánast hvaða auli sem er, geti rekið saman vísu, og Háttatalið getur reynzt hjálplegt. Önnur verk, sem Einar nefndi við þig um daginn gætu m. a. verið bragfræði, sem Sveinbjörn mun hafa gefið út í nokkrum heftum. Þau eru eflaust ófáanleg nú, og ef Bragfræðin er jafngóð Háttatalinu tæki ég henni tveimur höndum, ef Einar getur komið því svo við.

Beztu kveðjur Io 21. janúar 2006 kl. 20:14 (UTC)[svara]

Spurning eða tvær[breyta]

Ég leitaði að Rímnafélaginu á vefnum rétt í þessu og viti menn, efstur á blaði varst þú. Í ljós kom, að þú gerðist einhvern tíma sekur um þau bernskubrek að setja inn kennsluefni í forníslenzku á vefinn, og ég man eftir að hafa rekizt á þá síðu fyrir alllöngu. En ef maður hyggst leita þessara gömlu útgáfna Rímnafélagsins, er um að ræða annað en fornbókaverzlanir? Þá líklega helzt hjá Braga? Er Rímnafélagið yfirleitt til lengur? Og að lokum, mig minnir, að ég hafi heyrt, að Kvæðamannafélagið Iðunn hafi á einhverju stigi málsins átt yfir upplagi þessara útgáfna að ráða. Hverju er að slá hérna saman hjá mér? Beztu kveðjur Io 22. janúar 2006 kl. 19:10 (UTC)[svara]

Það eru bara fornbókaverslanirnar held ég, já. Ég held að Rímnafélagið hafi lognast út af, því miður. Þeir hjá Iðunni eru líklegastir til að vita eitthvað um málið. - Haukur 22. janúar 2006 kl. 21:21 (UTC)[svara]

Verndun[breyta]

Nú skil ég ekki neitt í neinu -- ég ætlaði að vernda Snið:DIRMARK eins og beðið var um en núna kemur upp að ég hafi tekið vernd af henni. Þú hefur einhverja reynslu af svona málum, geturðu fundið eitthvað út úr þessu.

Eh -- ég er reyndar búinn að finna út úr þessu sjálfur, listinn sem ég fékk var um verndunarstig greinarinnar. Stefán Ingi 6. mars 2006 kl. 17:07 (UTC)[svara]

Ps. Svo væri náttúrulega gaman ef þú settir inn meira af Pontus rímum :) Stefán Ingi 6. mars 2006 kl. 17:01 (UTC)[svara]

Your admin status[breyta]

Hello. I'm a steward. A new policy regarding the removal of "advanced rights" (administrator, bureaucrat, etc.) was adopted by community consensus recently. According to this policy, the stewards are reviewing administrators' activity on wikis with no inactivity policy.   You meet the inactivity criteria (no edits and no log actions for 2 years) on iswikisource, where you are an administrator. Since that wiki does not have its own administrators' rights review process, the global one applies.   If you want to keep your rights, you should inform the community of the wiki about the fact that the stewards have sent you this information about your inactivity. If the community has a discussion about it and then wants you to keep your rights, please contact the stewards at m:Stewards' noticeboard, and link to the discussion of the local community, where they express their wish to continue to maintain the rights, and demonstrate a continued requirement to maintain these rights.   We stewards will evaluate the responses. If there is no response at all after approximately one month, we will proceed to remove your administrative rights. In cases of doubt, we will evaluate the responses and will refer a decision back to the local community for their comment and review. If you have any questions, please contact us on m:Stewards' noticeboard.   Best regards, Rschen7754 14. október 2014 kl. 03:32 (UTC)[svara]

Notandanafni þínu verður breytt[breyta]

18. mars 2015 kl. 02:19 (UTC)

Renamed[breyta]

17. apríl 2015 kl. 04:40 (UTC)