Spjall:Vísur

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikiheimild

Páll Vídalín[breyta]

Ég setti Pál inn í því einu skyni að breyta litnum á hlekknum í vísur. Annars geri ég ráð fyrir því, að vísurnar komi smátt og smátt. Kveðja Io 6. jan. 2006 kl. 19:42 (UTC)

Ó, hve margur yrði sæll[breyta]

Sett inn til þess eins, að síðan hefði eitthvað að geyma. :) Io 15. janúar 2006 kl. 00:57 (UTC)[svara]

4. vísan[breyta]

4. vísuna setti ég inn til að kanna, hvað er leyfilegt í þessu vísnahorni. Sjálfur er ég búinn að gleyma nöfnum þeirra, er í hlut áttu, en níðvísa er þetta samt, þótt gömul sé. Einhverjar hugmyndir um ritstjórnarpólitík? (Í ljósi nýliðinna atburða væri reyndar gott að fá örlítið spjall um hana). Beztu kveðjur Io 15. janúar 2006 kl. 01:23 (UTC)[svara]

Hmm, ég veit ekki hvort það er ástæða til að koma á fót einhverri ritstjórnarstefnu. Það er þó sennilega að ýmsu leyti ekki heppilegt að setja inn vísur um málefni líðandi stundar, enda á þetta að vera vettvangur þar sem er hægt að varðveita eldri texta og gera aðgengilega. Það er kannski ágætis viðmiðun, við ættum ekki að setja inn níðvísur fyrr en höfundarréttur er runninn út af þeim. En varðandi þessa tilteknu vísu þá er hún það almenns eðlis að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af henni, það er enginn nafngreindur og það er líka ágætt. Kveðja, Stefán Ingi 17. janúar 2006 kl. 09:32 (UTC)[svara]