Til Kristínar

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Til Kristínar
höfundur Sveinbjörn Egilsson
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína.
Ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.


Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.


Fuglinn segir bí bí bí
bí bí segir Stína.
Kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína.