Wikiheimild:Potturinn/Skjalageymsla 1

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Samfélagsgátt[breyta]

Getum við notað þetta sem miðlægt spjallborð í bili? Ég er að velta fyrir mér hvort við eigum að koma upp e-um stöðluðum vinnubrögðum hérna. - Haukurth 7. jan. 2006 kl. 00:10 (UTC)

Já ég er sammála þessu hvoru tveggja. Stefán Ingi 7. jan. 2006 kl. 01:07 (UTC)
Fínt. Reynum svo að geta heimilda eftir föngum, þá lítum við gáfulegri út :) - Haukurth 7. jan. 2006 kl. 01:38 (UTC)

Höfundasíður[breyta]

Ég sting upp á að höfundasíður verði magrar, til dæmis að við setjum inn fæðingar- og dánardag höfundanna og svo lista með verkum þeirra. Auðvitað væri gaman að koma í leiðinni upp sæmilegum greinum um þá á wikipedianu. :) Stefán Ingi 7. jan. 2006 kl. 01:07 (UTC)

Samþykkt. Einmitt það sem ég hafði í huga. - Haukurth 7. jan. 2006 kl. 01:38 (UTC)

Forsíðan[breyta]

Ég hafði sem fyrirmynd að forsíðunni forsíðuna á þýsku síðunni, de:Hauptseite. Þar sést einnig hvernig ég hugsaði mér reitinn Verk. Ég sá samt þegar ég fór að nota þetta að það er ekki alveg augljóst hvernig þetta hangir saman. Til að breyta textanum þarf að vinna við síðuna Snið:Verk á forsíðu, það eitt og sér er getur þó verið fúlt vegna þess að það breytist ekkert á forsíðunni sjálfri, til að þær breytingar komi fram þarf að smella hér. Stefán Ingi 7. jan. 2006 kl. 01:22 (UTC)

Lárétt rými[breyta]

Ég veit ekki, hvort þetta er staðurinn til að spyrja, en ég læt samt vaða. Nú gerist það oft, að textahöfundur er með afbrigðilegan línuinndrátt, t. d. af stílfræðilegum ástæðum, sbr. Þerriblaðsvísur, sem ég sló inn nýlega. Þá er spurningin þessi: Er einhver þægilegri leið til að gera þetta en að setja einhvern tiltekinn fjölda af   á undan? Ég veit raunar af aðferðinni að hafa mismarga tvípunkta í upphafi línu, en mér finnst það ekki koma vel út. Almennari spurning væri ef til vill: Hvernig hefir maður stjórn á rými innan línu? Ég vona, að einhver sérfræðingur lesi þetta. :-) Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 16:09 (UTC)

Já, þetta er góð spurning og ég hef ekkert svar. - Haukurth 8. jan. 2006 kl. 16:32 (UTC)
Aukaspurning: Hvers vegna er meira bil á milli fyrstu ljóðlínu og annarrar í töflu, ef maður vill hafa tvo texta hlið við hlið, en hinna línanna, ef maður aðgreinir línur með <br>? Ég hefi notað þessa aðferð fremur en tvípunkta, þar sem mér finnst of mikið bil milli lína með þeim hætti. Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 16:48 (UTC)
Ég er búinn að losa okkur við auka bilið. Varðandi lárétta rýmið þá held ég að nbsp sé eina ráðið, það væri svosem hægt að setja upp snið fyrir þetta. Stefán Ingi 8. jan. 2006 kl. 17:25 (UTC)

Er Wikiheimildin eitthvað mislynd?[breyta]

Ég setti inn Illugadrápu og tókst vel, en Skarphéðin í brennunni vildi Wikiheimildin ekki sjá, a. m. k. fæ ég alltaf tilkynningu um, að sú grein sé ekki til. Ef ég kýs þá að skrifa grein með því heiti, fæ ég upp editsíðu með öllum textanum, sem ég hafði sett inn. Ég bar mig nákvæmlega eins að í bæði skiptin. Hverju sætir? Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 18:26 (UTC)

Breytingar (sérstaklega þegar nýjar síður eru búnar til) virðast stundum taka tíma að koma inn. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu. Ef þú lendir í vandræðum grunar mig að með því að fletta upp slóðinni http://is.wikisource.org/w/wiki.phtml?title=Íslenskur_titill&action=purge lagist þetta. Þú myndir þá skipta út "Íslenskur_titill" með nafni greinarinnar. Stefán Ingi 8. jan. 2006 kl. 19:45 (UTC)

Forsíðubreyting[breyta]

Ég tók mér það bessaleyfi að breyta reitnum Verk í lista. Ef sú von rætist, að eitthvað reki á fjörurnar, verður forsíðan mjög fljótt ónógur vettvangur til verkatalninga. Sumar erlendar systur eru þegar komnar með hlekk í efnisyfirlit. Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 18:43 (UTC)

Ach so, ég leit á þýzku síðuna og sé, hvað þú átt við Stefán. Ég var of fljótur á mér. En það þarf þá hlekki samsvarandi mehr. Io 8. jan. 2006 kl. 19:00 (UTC)
Jamm, ég geng í þetta við tækifæri. Stefán Ingi 8. jan. 2006 kl. 19:45 (UTC)

Notendur[breyta]

Er einhvers staðar hægt að sjá, hverjir eru skráðir? Ég hefi á tilfinningunni, að við séum þrír, sem stendur. Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 18:59 (UTC)

Ég mæli með hlekknum Kerfissíða:Recentchanges. Ef þú biður þar um síðustu 500 breytingar þá sérðu allt sem hefur gerst hérna frá upphafi. En ef þú ert bara að hugsa um notendur þá er hlekkurinn Kerfissíða:Log/newusers Stefán Ingi 8. jan. 2006 kl. 19:45 (UTC)

Lestrarmerki[breyta]

Ætti ekki að vera regla að halda íslenzkum lestrarmerkjum? Ég rak augun í enskar gæsalappir rétt í þessu. Beztu kveðjur (og ætli þetta fari ekki að verða gott í dag. :-) Io 8. jan. 2006 kl. 19:14 (UTC)

Ég myndi mæla með íslenskum gæsalöppum. Ætli það séu nokkur vandræði með að sjá þær á öllum tölvum? Stefán Ingi 8. jan. 2006 kl. 19:45 (UTC)
Þær eru svo ofarlega í röðinni, &#132; (vinstri) og &#147; (hægri), að þær hljóta að sjást alls staðar. Kveðja Io 8. jan. 2006 kl. 20:06 (UTC)

Vísur[breyta]

Það ætti að gleðja Stefán, að ég virðist hafa náð nógu góðum tökum á þessu til að koma í veg fyrir frekari sóðaskap af minni hálfu. (7-9-13 :) En á listanum yfir allar greinar eru Vísur fjórteknar, þar af þrjár, sem eru mér að kenna, þ. e. Visur, Http://is.wikisource.org/wiki/Vísur og VÃsur/Páll Vídalín, sem allar eru redirect og öllum mætti eyða. Ég bið hér með um, að það verði gert. Beztu kveðjur Io 8. jan. 2006 kl. 21:14 (UTC)

Nú geturðu væntanlega gert það sjálfur, orðinn "admin" og allt. :) Hvað er "admin" á háfrónsku? Getur einhver bjallað í Helga? - Haukur 9. jan. 2006 kl. 20:40 (UTC)
Svei mér þá. Það gekk. Ég hafði raunar enga hugmynd um, að ég væri admin. Eru stjórnendur þar með þrír? (Þetta fer að minna á Framsóknarflokkinn, sem varla á þingstyrk til að manna þær stöður, sem honum eru ætlaðar). :-) Beztu kveðjur Io 9. jan. 2006 kl. 21:18 (UTC)

Uppsetning texta[breyta]

Ég legg til að við komum á fót spjallsvæði með sýnidæmum um hvernig sé gott að setja upp texta. Þegar það er komið í nokkuð fast form getum við svo flutt spjallið annað og setið eftir með nokkur góð dæmi og við getum þá auglýst það sem stefnu okkar. Ég byrja bara: Wikiheimild:Uppsetning texta.

Þetta var góð lausn með Skarphéðin — a. m. k. betri en þessi sextán &nbsp; eða svo, sem ég setti. Almenn regla væri þá að hefja hverja línu á tvípunkti, nota hann auk þess, þar sem það er hægt, en bæta við &nbsp; eftir þörfum. Mér sýnist þetta nokkuð skynsamlegt. Beztu kveðjur Io 9. jan. 2006 kl. 14:20 (UTC)

Neðanjarðarbókmenntir[breyta]

Er einhver ástæða til að velta fyrir sér höfundarrétti &#132;neðanjarðarbókmennta&#147;? Mér dettur fyrst í hug sígilda dæmið Unndórsrímur, sem allir vita, hver kvað, en aldrei var gengizt við. Kveðja Io 9. jan. 2006 kl. 14:23 (UTC)

Án þess að þekkja það nákvæmlega, þá get ég ekki séð að það sé brot á höfundarrétti að birta verk sem enginn höfundur er að. Hver ætti svo sem að kvarta og segja að það væri brotið gegn rétti sínum? Stefán Ingi 9. jan. 2006 kl. 16:08 (UTC)
Ég er nú ekki svo viss, þessi lög geta verið skrambi ströng. Þau er að finna á Netinu. - Haukurth 9. jan. 2006 kl. 20:22 (UTC)

Séríslenzk tákn[breyta]

Þessari spurningu er kannski fyrst og fremst beint til Hauks, sem er stríðslúinn eftir endalausar umræður á ensku Wikipediunni. Þar sem þetta er íslenzk Wikiheimild, má þá ekki gera ráð fyrir, að séríslenzk tákn, bæði forn og ný, eigi sér hér griðastað? Ég er þá fyrst og fremst að hugsa um stafsetningu fornrita, u-hljóðvarp, u-klofningu og annað slíkt. Beztu kveðjur Io 9. jan. 2006 kl. 15:33 (UTC)

Ég myndi segja að öll tákn ættu sér griðastað hér. Það gengur reyndar bærilega að verja þau á enska Wikipedianu (þetta beygist víst eins og auga). En engu að síður er ekkert því til fyrirstöðu að vera með nokkrar útgáfur af sama textanum hér, t.d. stafrétta útgáfu, samræmda stafsetningu og nútímastafsetningu af einhverjum fornum texta. Sennilega væri þá best að hafa textana sína á hverri síðu og hafa hlekk á milli. Styttri texta og ljóð mætti birta hlið við hlið í töflu. En þetta eru náttúrlega framtíðardraumar. Stefán Ingi 9. jan. 2006 kl. 16:15 (UTC)
Satt að segja geri ég ekki ráð fyrir því, að við þrír komum inn öllum íslenzkum bókmenntum til 1936 (er ekki reglan 70 ár?) á okkar ævi, en ég er vongóður um framtíðina. Notendur hljóta að bætast við smám saman (skv. síðustu talningu erum við fimm Íslendingar, tveir Þjóðverjar og einn frá einhverju enskumælandi landi). Hvaðan hefirðu það, að Wikipedia sé hvorugkyns? Máltilfinning mín leyfir ekki annað kvenkyn. Það er svo sem allt í lagi mín vegna. Ég er orðinn vanur því að vera einn í minnihluta um hitt og þetta. :-) Annars sendi ég Iðunni skeyti rétt í þessu og spurði um höfundarrétt á Háttatali Sveinbjarnar Beinteinssonar. Maður á víst ekki að gera sér óhóflegar vonir, en þeir hjá Iðunni ættu a. m. k. að vera áhugasamir um að verkið dreifðist sem víðast, og ég kættist ákaflega, ef við mættum hýsa það. Beztu kveðjur Io 9. jan. 2006 kl. 17:56 (UTC)
Mér finnst alveg sjálfsagt að við reynum að skrifa upp heimildarnar sem nákvæmlegast - ef þær innihalda skrýtna stafi skulum við reyna að hafa skrýtna stafi hjá okkur. Annars skulum við kjósa Stefán niður með Wikipediu-beyginguna, kvenkyn skal það vera. Tveir á móti einum, "konsensus", hí á þig! ;) - Haukur 9. jan. 2006 kl. 22:20 (UTC)
Konsensus er það, sem sé samþykkt með 66,7% greiddra atkvæða. Ég hætti aldrei að hafa gaman af því, þegar niðurstöður skoðanakannana með örlitlu úrtaki eru kynntar í fréttum með nákvæmni upp á prómill. :-) Varðandi forna texta, þá ræður Unicode við allt nema eitt, sem ég hefi ekki fundið lausn á, sem er u-hljóðvarp af á á elzta stigi málsins. Skv. samræmdri stafsetningu ætti það að vera o með krók og broddi. Ég sé ekki betur en einungis sé boðið upp á o með krók og striki, sem hefir svo sem sézt í útgáfum, en mér er Fornritafélagsstafsetningin þó kærust. Einhverjar hugmyndir? Beztu kveðjur Io 10. jan. 2006 kl. 20:58 (UTC)
Þarna fórstu með það. Hvernig er þetta: ǫ́ eða ǫ́. Það er líka hægt að prófa ǫ́ eða ǫ́ en ekkert af þessu virkar hjá mér í mozilla á ekki nýjasta gnome á linux. En hugmyndin er skýr, ef stafurinn er ekki til þá á að vera hægt að búa hann til með því sem kallast á ensku composing characters. Nú er bara að bíða og vona að stuðningur við þá í tölvuforritum batni. Stefán Ingi 11. jan. 2006 kl. 11:44 (UTC)
Stafurinn ǫ́, þ. e. ó&808; kemur rétt út hjá mér á Windows XP í Mozillu. Þetta hlýtur að koma með tímanum. Annars er af svo mörgu að taka, að hin elztu fornrit (í raun er um fátt annað að ræða en kvæði) mega bíða síns tíma. Beztu kveðjur Io 11. jan. 2006 kl. 16:51 (UTC)
Nú jæja það var gott. Þetta kemur kannski ekkert á óvart, ó er þekktari stafur en ǫ og þess vegna ekki skrýtið að það komi betur út að klessa einhverju á hann. En það var náttúrulega ekki gott hjá mér að blanda html-kóðum inn í þetta. Betra væri að nota bara ǫ́ beint. (Ég er hér að gera ráð fyrir að það sjáist jafnvel.) Stefán Ingi 11. jan. 2006 kl. 17:17 (UTC)
Hér er eitthvað mjög dularfullt á seyði. Ég afrita stafinn ó með krók (ǫ́) úr textanum, lími í innsláttargluggann og fæ út o-ogonek með kommu yfir (ǫ́)! Stefán Ingi 11. jan. 2006 kl. 17:27 (UTC)
Ég sé allt, sem þú hefir sett, en í seinustu tilvikum er broddurinn allt of hátt uppi og langt til hægri. Io 11. jan. 2006 kl. 17:50 (UTC)

Inndrátturinn var kominn úr böndunum, en þetta er í beinu framhaldi. Fyrst vitað er, að ein útgáfa &#132;o-ogonek&#147; með broddi, þ. e. ó&808;, kemur rétt út á a. m. k. einu stýrikerfi, er þá ekki rétt að halda sig við það, þangað til annað kemur í ljós? Þeir verða tæplega margir, sem leggja fram texta með þessu tákni hvort eð er, og ef í ljós kemur síðar, að önnur aðferð eigi við víðar eða jafnvel alls staðar er lítið mál fyrir þá, sem slógu inn textann, að leiðrétta hann með Replace. (Ég var rétt í þessu að athuga, hvað Internet Explorer gerir við þetta. Surprise, surprise, hann veit ekkert, hvernig höndla ber þetta og gefur mér ferninga með broddi hægra megin.) Beztu kveðjur Io 11. jan. 2006 kl. 18:09 (UTC)


Heimildardrottinn[breyta]

Síðan er komin upp, framlög eru farin að vætla, en ertu (Stefán) búinn að fá réttindi sem heimildardrottinn, þ. e. alvaldur Wikiheimildarinnar? Ef ekki, þeim mun fyrr, sem það kemst í lag, þeim mun betra. (Orðið heimildardrottinn er líklega komið til af of löngum lestri á verkum Timbur-Helga). Beztu kveðjur Io 9. jan. 2006 kl. 18:12 (UTC)

Eins og þú kannski verður var við þá er ég orðið möppudýr og er strax farinn að nýta þau auknu réttindi. :) Stefán Ingi 9. jan. 2006 kl. 20:16 (UTC)

Google[breyta]

Þegar leitað er að Pontus rímum á google.com erum við nú efst á blaði :) - Haukur 9. jan. 2006 kl. 22:47 (UTC)

Rímnastaðall (og annarra kaflaskiptra kvæða)[breyta]

Nú er Haukur að setja inn Pontus rímur og ég að slá inn Alþingisrímur smátt og smátt. Haukur hefir eina síðu per rímu, en ég hefi til bráðabirgða allt á einum stað. Er rétt að koma sér upp staðli varðandi þetta? Þetta gildir raunar um fleira en rímur, t. d. ef einhver tæki að sér það ógnarverk að pikka inn Grettisljóð. Beztu kveðjur Io 10. jan. 2006 kl. 16:08 (UTC)

Til hliðar og hvatningar öðrum má nefna, að það kann að virðast sálarlaust starf að hamra inn texta, sér í lagi, ef maður hefir aldrei lært vélritun. Þetta gildir raunar, a. m. k. hvað mig varðar, um laust mál. En það er nokkuð gefandi að slá inn kveðskap. Maður les þá af meiri athygli það, sem maður hefði hugsanlega farið yfir á hundavaði annars. Beztu kveðjur Io 10. jan. 2006 kl. 17:04 (UTC)
Hver Pontus rímnanna er talsvert lengri en hver Alþingisrímnanna, ekki satt? Nú man ég ekki hvað Alþingisrímurnar eru margar en mér dettur í hug að það væri kannski hægt að setja svona fjórar saman á síðu. Hvernig lýst ykkur á það? Stefán Ingi 10. jan. 2006 kl. 22:37 (UTC)
Hver Pontus rímna er miklu lengri en hver Alþingisrímnanna. Alþingisrímurnar eru fjórtán, tæpar 100 síður í litlu broti. Ég er að hugsa um að halda áfram að setja þær á sömu síðuna í bili. Það er minnsta verkið að skipta þeim síðan niður. (Fjórtán er reyndar leiðindatala hvað það snertir). En ætti ekki að birtast efnisyfirlit efst á síðunni, ef fyrirsagnir eru afmarkaðar með ==XYZ==? Hvað þarf maður að gera til að fá það fram? Beztu kveðjur Io 10. jan. 2006 kl. 23:19 (UTC)
Látið sem þið sjáið ekki spurninguna um efnisyfirlit — þetta er komið. Io 10. jan. 2006 kl. 23:41 (UTC)

Geta höfunda[breyta]

Mér finnst eðlilegt að geta höfundar á síðum þar sem texti ljóða er. Ég er með tillögu um hvernig má setja það upp á Við fossinn. Eins og svo margt annað hérna er þetta fengið frá Þjóðverjunum, t.d. de:Erlkönig. Stefán Ingi 10. jan. 2006 kl. 22:37 (UTC)

Þetta lítur ágætlega út. Ég bæti þessu við. Kveðja Io 10. jan. 2006 kl. 23:19 (UTC)

Um bragarhætti[breyta]

Þetta er Wikiheimild, ekki Wiki-eitthvað-annað, svo að frumsmíðar okkar eiga ekki heima hér. En vilji menn nú setja upp sæmilegt bragfræðiorðasafn með skýringum, háttanöfn og -einkenni o. s. frv. hvar ætti það helzt heima? Líklega á íslenzku Wikipediunni en með tilliti til innihalds Wikiheimildarinnar fyndist mér samt ekki óeðlilegt að lauma hér inn hjálpargrein, þótt það væri tæknilega ekki rétt. Beztu kveðjur Io 11. jan. 2006 kl. 16:51 (UTC)

Humm. Erfið spurning. Sumt af því gæti átt heima á Wiktionary, annað á Wikipediu. Í heild ætti kannski kennslubók um slíkt heima á Wikibooks. Sennilega ættum við að vera dugleg(ir) að setja hlekki yfir á is.wikipediu, það er t.d. stubbur þar um ferskeytt. - Haukur 11. jan. 2006 kl. 19:25 (UTC)
Er til íslenzk útgáfa af Wikibooks? Mig dreymir um að hafa á einum stað sem flest um alla hætti, sem fram koma í íslenzkum kveðskap, bæði rímnahætti, forna hætti og þá erlenda hætti, sem fyrir koma. Þetta yrði þó líklega að vera samvinnuverkefni. Rímnahættirnir með öllum afbrigðum eru geysiflókið mál einir og sér. (Og það verður að játast, að hve góð, sem bók allsherjargoðans er, þá þarf maður stundum að geta í eyðurnar). Einnig væri rétt að taka til greiningar þessa háttalykla, sem til eru fyrir fornan kveðskap. (Það getur verið erfitt, a. m. k. hefir mér fundizt það, að átta sig á hvað Snorri er að fara í Háttatali. Þar koma í runu dæmi um sérstaka hætti, en einnig stílbrigði án þess að háttarins sem slíks sé getið.) Beztu kveðjur Io 11. jan. 2006 kl. 20:25 (UTC)

Væri tæk lausn að semja síðu, þar sem einstakir liðir gætu litið út eitthvað á þennan veg?

1. Ferskeytt
Hrynjandi:
– ⌣   – ⌣   – ⌣   –
– ⌣   – ⌣   – ⌣   
– ⌣   – ⌣   – ⌣   –
– ⌣   – ⌣   – ⌣   
Sérnafn: Ferskeytt
Dæmi:
Fjöll í austri fagurblá
freista dalabarnsins.
Ungur fylgir æskuþrá
upp til jökulhjarnsins.
Sveinbjörn Beinteinsson

Kveðskapurinn væri ekki eftir okkur, og tilfærðar vísur væru annaðhvort eftir höfunda, sem dóu fyrir 1936, eða aðeins ein og ein eftir yngri höfunda. Dæmið hér að ofan flokkast örugglega sem &#132;fair use&#147;, hvað sem það nú heitir annars á íslenzku.

Innrím og önnur tilbrigði mætti síðan merkja með feitletrun eða litum. Beztur kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 18:12 (UTC)

Dæmi um tilbrigði gæti verið:

1.1 Ferskeytt
Hrynjandi og stílbrögð:
– ⌣    ⌣   – ⌣   –
– ⌣    ⌣   – ⌣   
– ⌣    ⌣   – ⌣   –
– ⌣    ⌣   – ⌣   
Sérnafn: Víxlhent
Dæmi:
Vinskap mildan fyrir fann,
fagnar gæðum beztu.
Líta vildi þegninn þann
þar sem ræður mestu
Sveinbjörn Beinteinsson

(Og ekki yrði um að ræða, að nota Sveinbjörn eingöngu. Það vill bara þannig til, að ég er með bókin opna fyrir framan mig). Beztu kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 18:38 (UTC)

PS: Þið mættuð gjarnan kommentera á þessa hugmynd, félagar, því að ef þetta þykir tækt, verður eflaust rökræða um niðurröðun, uppsetningu og annað slíkt. Annars ræður konsensus: Ef tveir eru á móti, er tillagan felld með 66,7% atkvæða. :) Beztu kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 19:23 (UTC)

Þar eð til er síðan Vísur mætti e. t. v. setja þetta þar undir, t. d. Vísur/Hættir. Á kvæðasíðum er svo sem ekkert því til fyrirstöðu að hafa skýringar, hvers eðlis, sem þær annars eru, og á þeirri síðu mætti útlista einkenni háttanna. Hvað segið þið? Beztu kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 21:50 (UTC)
Gerðu bara það sem þú vilt :) það hlýtur að finnast e-r staður fyrir það. - Haukur 14. janúar 2006 kl. 00:22 (UTC)
Þegar um er að ræða svona verk, treysti ég mér ekki til að vera einn í ráðum. Ég þyrfti gagnrýni og leiðréttingar. Þar eð þú (Haukur) ert rímnagaurinn í vorum hóp, þyrfti ég að minnsta kosti að fá álit og svör við vafaatriðum eftir því, sem upp rísa. En þetta gerist tæplega alveg strax. Þótt ekki sé annað er ég ekki nema rétt hálfnaður með Alþingisrímurnar. Cheerio Io 14. janúar 2006 kl. 18:04 (UTC)

Flokkar (aðallega beint til möppudýrsins)[breyta]

Hvar sér maður, hvaða flokkar og almennt hvaða samsetningar af [[xxx]] og {{xxx}} eru tiltækar? Ég sá, að þýzka Wikiheimildin gefur m. a. kost á að merkja línunúmer með {{Zeile|x}} og síður með {{Seite|x}}. Ef eitthvað slíkt vantar (sjá t. d. [[1]], þar sem háttanöfn og erindanúmer eru á spássíu), hvernig ber maður sig að við, ef maður getur það þá yfirleitt, að skapa nýjan flokk eða snið? Beztu kveðjur Io 11. jan. 2006 kl. 18:31 (UTC)

Til að búa til nýjan flokk eða snið er einfaldast að búa til hlekk á það og vinna svo í honum. Þá meina ég að skrifa eitthvað eins og [[Flokkur:Sonnetur]] á nokkrar síður og þá komast þær sjálfkrafa í flokkinn Sonnetur. Hlekkurinn sem kemur neðst á síðuna verður rauður til að byrja með en þá er einfaldast að vinna bara í honum og skella til dæmis [[Flokkur:Ljóð]] á síðuna Flokkur:Sonnetur .
Svipað, en ekki alveg það sama, er uppi á teningnum varðandi snið. Þú getur einfaldlega bætt {{Síða|5}} einhvers staðar við og þá kemur upp rauður hlekkur á Snið:Síða. Ef þú smellir svo á þann hlekk geturðu svo bætt við því sem þú vilt að birtist í hvert skipti sem {{Síða|5}} er slegið inn. Hjá Þjóðverjunum er þetta <span class="PageNumber" id="Seite_{{{1}}}" style="color:#666666;font-weight:normal;display:inline;margin:0px;padding:0px;clear: both;"><nowiki>[</nowiki>{{{1}}}<nowiki>]</nowiki></span> . Taktu eftir að í {{Síða|5}} er pípa (|). Það sem kemur á eftir henni er breyta og textann sem er þar getur maður svo sett inn með {{{1}}}. Það er hægt að hafa fleiri en eina breytu og ég held þá séu þær aðskildar með pípu líka. Við getum sett eitthvað svona inn þegar þörfin kallar. Stefán Ingi 12. janúar 2006 kl. 12:38 (UTC)

Býleists möskva bróður list[breyta]

Eða með öðrum orðum, detta einhverjum í hug ráð til að fanga fleiri virka notendur? Skráðir eru níu, virkir þrír, og þar af er heimildardrottinn vor afsakaður með stjórnarstörfum. Wikiheimildin er jafnmerkt framtak og allt annað undir vængjum Wikipediunnar, og fleiri handa er þörf. Sjálfur er ég í sjúkraleyfi sem stendur, og nota Wikiheimildina til að dreifa huganum, en þar mun koma, að afköstin dvíni. Einhverjar hugmyndir? Beztu kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 19:45 (UTC)

Við höfum nú þegar auglýst þetta á is.wikipediu en ekki fengið virka notendur þaðan. Fleiri hugmyndir hef ég eiginlega ekki :) - Haukur 13. janúar 2006 kl. 21:04 (UTC)
Við vonum þá, að þeir komi smám saman. Af 300.000 Íslendingum hljóta nokkrir að vera nógu bilaðir. Io 13. janúar 2006 kl. 21:50 (UTC)

Vísur (enn og aftur)[breyta]

Ég sýndi Páli Vídalín þann sóma að setja hann á sérsíðu. Greinin Vísur er þar með tóm sem stendur. Mér fannst einhvern veginn, að þar ættu helzt heima þeir, sem ekkert er minnisstætt eftir nema ein staka eða tvær. Beztu kveðjur Io 13. janúar 2006 kl. 23:48 (UTC)

Fínt. Sammála. - Haukur 13. janúar 2006 kl. 23:58 (UTC)

Íslenskir textar á Netinu[breyta]

Nú eru nú þegar mjög margir íslenskir textar úr höfundarrétti á Netinu. Í sjálfu sér getum við dælt þeim hérna inn þótt það væri hugsanlega stundum í óþökk þeirra sem fyrst hýstu þá. Ég hef ekki mikinn áhuga á því sem stendur en mig grunar að spurningar um þetta komi fljótt upp ef verkefnið lognast ekki út af. - Haukur 13. janúar 2006 kl. 23:58 (UTC)

Þetta hefi ég þegar nýtt mér einu sinni. Ég nennti ekki að slá inn kvæði, sem ég hafði á bók, heldur tók það af Netinu og færði stafsetningu og uppsetningu til þeirrar útgáfu, sem ég hafði í höndum. Io 14. janúar 2006 kl. 18:04 (UTC)
PS Má ekki annars öllum vera sama um, hvað hirt er úr kóngulóarvefjum? Netútgáfan hefir t. d. ekki verið uppfærð síðan 2001, ef ég man rétt. Io 14. janúar 2006 kl. 18:08 (UTC)
Eftir því sem ég velti því meira fyrir mér finnst mér að við ættum að taka eitthvað af þessu að okkur. Við skulum þó endilega hafa samband við fólk og reyna að hafa það frekar með okkur en á móti. Eigum við að semja Netútgáfunni bréf saman? Við gætum tekið e-n texta frá þeim og sett upp á síðu sem dæmi um hvernig við vildum nota efnið hjá þeim. - Haukur 14. janúar 2006 kl. 19:08 (UTC)
Viltu ekki semja uppkast? Ég fer svo yfir það og leiðrétti, ef eitthvað er. Annars ertu það ritfær, að þú þarft tæplega aðstoð við þetta. Uppsetning á efninu væri meiri höfuðverkur, við þyrftum að koma okkur saman um eitthvert gott, látlaust útlit. (Ég er eindreginn fylgjandi stefnunni &#132;less is more&#147;, þegar að slíku kemur). Annars þyrfti líka að prófarkalesa allt þaðan og ákveða, hvaða stafetningu skuli fylgja, en hún er þar með ýmsum hætti.
Ég er nú að tína til það, sem mér er tiltækt um rímnahætti og byrja á því að greina aðalhætti þeirra rímna, sem ég hefi undir höndum. Iðunn svaraði mér varðandi Háttatalið og vildi, eins og ég hafði gert ráð fyrir, að það væri á náttborði hvers Íslendings, en rétturinn mun vera í höndum Hörpuútgáfunnar. Næst er að hafa samband við hana, en Iðunn gerði ráð fyrir, að það yrði auðsótt mál. Mér þætti samt, að við ættum að hafa eigið dæmasafn. Háttatalið er fremur óskipulegt og auk þess breytti Sveinbjörn ýmsum orðum, bakhent heitir skárímað hjá honum, tályklað heitir aukrímað o. s. frv. Einhvers staðar ætti kjarninn að vera dreginn saman með gömlum heitum og nýjum. Varðandi gömlu heitin sannast raunar hið fornkveðna, að víða liggur fiskur undir steini. Í orðabók Blöndals eru iðulega gefin dæmi. Beztu kveðjur Io 14. janúar 2006 kl. 19:38 (UTC)
Það væri gaman að geta birt Háttatalið hérna alveg óháð því hvort að við myndum vilja skrifa eitthvað annað um hættina. Stefán Ingi 14. janúar 2006 kl. 20:05 (UTC)
Jájá, það væri gaman enda er bókin góð og gagnleg. Hins vegar þyrftum við, a.m.k. strangt til tekið, ekki einasta að þeir veittu okkur leyfi til að birta hana heldur að þeir veittu öllum leyfi til að birta hana hvar sem er. Ólíklegt þykir mér að það fengist. - Haukur 14. janúar 2006 kl. 20:17 (UTC)
Þetta er í vinnslu. Mér skildist á Iðunni, að þeim hefði verið veitt sérstakt leyfi, og sé ég ekki, að annað ætti að gilda um okkur. Það fylgdi sögunni, að útgefandinn hefði verið feginn að veita leyfið. Raunar bað Iðunn mig að lesa saman bók og veftexta, og skal ég glaður taka það að mér, ef leyfi fæst. Háttatalið er hins vegar 450 erindi alls og eru þar margar vísur, þar sem afbrigðum slær saman. Þetta stafar væntanlega af þeirri ákvörðun, er Sveinbjörn tók og segir um í formála: Ég tók alla þá hætti, sem ég veit að hafa verið ortar undir heilar rímur, en engan hátt það dýran, að ekki mætti yrkja heila rímu við hann. Það, sem ég hefði helzt í huga, væri að taka saman vísnasafn, þar sem aðeins kæmi fyrir eitt stílbragð í vísu hverri, að svo miklu leyti, sem það er hægt. Það yrði líklega öllu styttra en Háttatalið. Þar eð þetta yrði vísnasafn eftir aðra, ætti það heima í Wikiheimildinni, og það er að því er bezt ég veit, fullkomlega í samræmi við stefnu Wikiheimilda að setja skýringar eða orðasöfn með, þar sem það á við. Sjá annars hér fyrir ofan um eina (en alls ekki hina einu) hugmynd um framsetningu. Mér finnst a. m. k. sjálfsagt að nota liti til skýringar, fyrst Netið býður nú upp á það. Beztu kveðjur Io 14. janúar 2006 kl. 20:32 (UTC)
Æi, ég gleymdi því, að þú átt við Wikileyfið. Anzans. Jæja, við sjáum, hvað setur. Io 14. janúar 2006 kl. 20:33 (UTC)

Prófarkalestur[breyta]

Nú hef ég prófarkalesið fyrstu þrjár rímurnar í Pontusi með því að bera textann sem ég hafði slegið inn við bókina. Það er forvitnilegt að sjá hvernig villur maður gerir í innslætti. Algengasta villan mín er að sleppa kommu en annars virðist hvað sem er geta gerst. [2] [3] [4] - Haukur 14. janúar 2006 kl. 15:09 (UTC)

Björn Karel og Helgi Sigurðsson[breyta]

Hvað má segja mér um Safn til bragfræði íslenzkra rímna eftir Helga Sigurðsson og Rímur fyrir 1600 eftir Björn Karel Þórólfsson? Seinni bókina gæti ég hugsanlega fengið lánaða (þetta er ein þeirra bóka, sem mönnum er sárt um), en hina fyrri hefi ég hvergi séð, og er mér þó sagt, að hún hafi verið gefin út oftar en einu sinni. Eru þær þess virði að leggja í langa leit? Tekið skal fram, að ég hefi í hvorugri blaðað. Beztu kveðjur Io 15. janúar 2006 kl. 00:10 (UTC)

Hmm, ég get nú ekkert sagt neitt nema mjög almennt um þetta. Mig grunar að þessar bækur séu báðar mjög áhugaverðar og eftir því sem bækur verða illfáanlegri, þeim mun meiri ástæða er til að koma þeim fyrir á góðum stað sem er mörgum aðgengilegur. Hér verður þó að gæta að því að þó að Rímur fyrir 1600 sé 70 ára gömul bók þá lifði Björn Karel í 40 ár eftir útgáfu hennar þannig að það eru 40 ár þangað til höfundarréttur hans rennur út. Á meðan ég var að renna yfir lögin tók ég líka eftir því að það er höfundarréttur á höfundalausum verkum í 70 ár eftir birtingu þeirra. Þetta eru greinilega talsvert ströng lög. Kveðja, Stefán Ingi 15. janúar 2006 kl. 10:52 (UTC)
Þetta eru hræðilega erfið lög. Við verðum sennilega allir komnir undir græna torfu þegar Laxness rennur úr höfundarrétti. Það sem ég er að treysta á með Pontus rímur er ákvæðið um 25 ára rétt á gömlu dóti eftir aðra sem maður verður fyrstur til að gefa út. - Haukur 15. janúar 2006 kl. 11:04 (UTC)
Þetta er gott ákvæði. Ég skil það þá þannig að að svo miklu leyti sem Björn Karel gerir það sem hann segir, þ.e. skrifar rímur sem urðu til fyrir 1600 upp úr handritum, þá eigi hann 25 ára verndarrétt en hann sé löngu runninn út. Nú hef ég ekki séð bókina en það gæti verið eitthvað annað í henni sem nýtur ennþá verndar. Ég man til dæmis að rímnafélagið var oft með langar ritgerðir um rímurnar fremst í bókunum sínum og þessar ritgerðir njóta væntanlega ennþá verndar. Kveðja, Stefán Ingi 15. janúar 2006 kl. 11:23 (UTC)
Þetta er einmitt minn skilningur. Hins vegar grunar mig að sjaldan reyni á þetta ákvæði og að fáir hafi nýtt sér það. - Haukur 15. janúar 2006 kl. 11:53 (UTC)
Eiginlega bar ég upp spurninguna af persónulegum ástæðu, þótt mig hafi grunað að Helgi væri útrunninn. En umræðurnar eru gagnlegar. Ég vissi t. d. ekki af þessu 25 ára ákvæði. Mig langaði eingungis að fá skoðun á því, hvort mikið væri leggjandi á sig fyrir þær, þar eð áhugi á rímnaháttum er vaknaður aftur. (Hann hefir alltaf blundað í mér og skotið upp kollinum við og við). Og Wikisource nyti að sjálfsögðu góðs af á einn hátt eða annan. Beztu kveðjur Io 15. janúar 2006 kl. 13:35 (UTC)

Drög að bréfi[breyta]

Kæru Netútgáfumenn!

Árum saman hafa þeir sem læsir eru á íslensku notið góðs af textum sem þið hafið gert aðgengilega á Netinu. Er það vel.

Nú hefur verið hleypt af stokkunum nýju verkefni með svipuðu markmiði; Wikiheimild. Það er alfarið mannað af áhugamönnum og sjálfboðaliðum og getur hver sem er tekið þátt. Verkefnið er hýst af Wikimedia-stofnuninni sem gefur m.a. út Wikipediu, opið alfræðirit á ýmsum tungumálum.

Þátttakendur í Wikiheimild hafa sem stendur mestan áhuga á að gera texta aðgengilega sem áður hafa verið vanræktir. Margir hafa áður unnið gott starf í að gera íslenskum fornbókmenntum skil og má lesa Eddukvæði og Íslendinga sögur á Netinu í ýmsum útgáfum. Minna er hins vegar til af seinni tíma kveðskap og eftir því sem við komumst næst erum við fyrstir til að birta rímur á Netinu.

Riðið er á vaðið með Pontus rímum og Alþingisrímum og hér má sjá það sem komið er:

Wikiheimild birtir aðeins verk sem eru laus undan höfundarrétti. Öllum er því frjálst að taka efni þaðan og endurbirta hvar sem er. Til þess er enda leikurinn gerður.

Systurverkefni Wikiheimildar á öðrum tungumálum hafa einnig tekið texta sem þegar eru á Netinu og sett upp á sinn hátt. Þetta er meðal annars gert til að gera þau aðgengilegri fyrir önnur Wikimedia-verkefni. Við veltum nú fyrir okkur hvort við ættum að fara sömu leið og væri þá Netútgáfan ein möguleg textalind.

Sem sýnidæmi höfum við tekið Söguna af Heljarslóðarorrustu af ykkar síðum og sett upp hjá okkur. Heimildar er að sjálfsögðu getið.

http://is.wikisource.org/wiki/Sagan_af_Heljarsl%C3%B3%C3%B0arorrustu

Gaman væri að heyra frá ykkur.

Fyrir hönd Wikiheimildar,

Stefán Ingi Valdimarsson Haukur Þorgeirsson

Þetta líst mér vel á. Stefán Ingi 15. janúar 2006 kl. 15:50 (UTC)
Eigum við að spyrja þá að einhverju tilteknara? Breytið þessu svo endilega eins og þið viljið, ég móðgast ekki. - Haukur 15. janúar 2006 kl. 15:53 (UTC)
Mér sýnist þetta prýðilegt, eins og er. Io 15. janúar 2006 kl. 15:58 (UTC)

Samfélagsgátt[breyta]

Fer ekki að verða tímabært að flytja þessa síðu yfir á spjallsíðu gáttarinnar? Hugsanlega fælir það menn frá, þegar þeir skoða Wikiheimildina í fyrsta sinn, að rekast á þriggja manna tal í stað þess, sem þeir eiga að venjast frá öðrum Wikiframtökum. Samfélagsgáttin sjálf yrði trúlega nokkuð eyðileg eftir, en ég held að það sé þó betra. Beztu kveðjur Io 15. janúar 2006 kl. 15:58 (UTC)

Sammála. Það er líka þægilegra að vera á spjallsíðu því að þá er hægt að ýta á plús-takkann til að bæta við nýrri umræðu. Ég tilnefni möppudýrið í verkið :) - Haukur 15. janúar 2006 kl. 16:01 (UTC)
Ég styð þá tilnefningu. Það skal viðurkennast, að núverandi fjöldi virkra þátttakenda er afar þægilegur til að ná samkomulagi. Ef Wikiheimildin þróast, eins og við vonum, munum við eflaust minnast þessa fyrsta skeiðs með tárin í augunum. :) En eigum við ekki að taka upp virðulegri titil á Stefán. Mér finnst möppudýr ekki alveg hæfa alvaldi vorum, né óeigingjörnu starfi hans? Nema hann kjósi það sjálfur, að sjálfsögðu. :) Beztu kveðjur
Whoops, gleymdi að skrifa undir. Io 15. janúar 2006 kl. 16:14 (UTC)

Samfélagsgáttin[breyta]

Jæja, ég ríð á vaðið. Eins og er, er samfélagsgáttin aðeins tilvísun í aðra spjallsíðu. Á ekki spjallsíðan að vera sér á báti, en gáttin svipuð því, sem birtist á systursíðunum? Beztu kveðjur Io 16. janúar 2006 kl. 20:29 (UTC)

Jú, það væri mjög gott að koma því á fót. Ef ég hef tíma á eftir þá geri ég kannski eitthvað svoleiðis á eftir eða á morgun. Hugmyndir um hvað ætti að vera á gáttinni eru vel þegnar. Stefán Ingi 16. janúar 2006 kl. 20:36 (UTC)
Ekki að ég sé nema mellufær í HTML eða þessu öllu, en má ekki stela frá Þjóðverjum? Það hefir reynzt vel. Beztu kveðjur Io 16. janúar 2006 kl. 20:50 (UTC)
Ég var svo sem ekkert endilega að biðja um HTML heldur frekar um hugmyndir um hvað væri gott að hafa á síðunni. En alla vega, ég er búinn að setja inn kveðju á samfélagsgáttina og setja hlekk á handbókina hjá Wikipediu. Það væri fínt er einhver læsi þetta yfir. Kveðja, Stefán Ingi 18. janúar 2006 kl. 09:30 (UTC)

Netútgáfan[breyta]

Ég hef ekkert svar fengið. Af þremur af fimm netföngum fékk ég póstinn endursendan. Það er ekki víst að við fáum neitt svar. Býður sig einhver fram í að hringja í þetta ágæta fólk? Io er sennilega best í sveit settur en millilandasímtöl eru svo sem ekki dýr núna. - Haukur 16. janúar 2006 kl. 23:14 (UTC)

Ég skal líta á Netútgáfuna á næstunni, en ef allir heita þar Sigurður Guðmundsson eða Ólafur Sigurðsson, mun ég ekki leggja það á mig að reyna að finna út, hver er hver. :) Annars grunar mig, að engum þar muni mislíka, að textarnir séu notaðir. Netútgáfan virðist liðin undir lok og í versta falli fengjum við &#132;cease and desist&#147; frá einhverjum. Þó væri vissulega betra að hafa allt á hreinu, en Netútgáfan sjálf á ekki höfundarrétt texta sinna, aðeins það form, sem þeir birtast þar í, og á því verða hvort eð er gerðar breytingar. Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 13:25 (UTC)
Mér þætti fyrst og fremst gaman að fá já-og-amen frá þeim til þess að við getum nefnt þá í fréttatilkynningunni sem við sendum síðan Morgunblaðinu ;) - Haukur 17. janúar 2006 kl. 14:02 (UTC)
Ég er búinn að grafa upp tvö númer, sem líklegust má telja, ef við gefum okkur, að Sæmundur sé faðir allra hinna þriggja. Það svarar ekki núna, en ég reyni í kvöld. Þetta kostaði að vísu örlítið sherlocking í þjóð- og símaskrá. :) Kveðja Io 17. janúar 2006 kl. 15:06 (UTC)
Núna sé ég þessa síðu: [5] þar sem er símanúmer hjá Sæmundi. Ekki veit ég hvað það er gamalt. Kannski er það það sama og þú ert að reyna. Kveðja, Stefán Ingi 17. janúar 2006 kl. 15:14 (UTC)
Skv. þjóðskrá er hann a. m. k. fluttur og tók ekki númerið með sér, en ef hin þrjú eru börnin hans, kemur eiginlega aðeins einn þriggja til greina vegna aldurs. Ég reyni í kvöld. Hvar ertu annars staddur í heiminum um þessar mundir? Kveðja Io 17. janúar 2006 kl. 15:25 (UTC)
Jamm, þetta er nú meiri flækjan, takk fyrir að standa í að finna út úr þessu. Ég bý í Edinborg og tók mér þess vegna nafnið edinborgarstefan á flestum wikunum hérna, en þó ekki þessu. (Getum við ekki ákveðið að wiki sé veikt beygt karlkynsorð.) Stefán Ingi 17. janúar 2006 kl. 16:07 (UTC)
Hérna komumst við í feitt: [6] kennitala og allt, þó símanúmerið sé nú sennilega úrelt svo munar 10 árum eða svo. Stefán Ingi 17. janúar 2006 kl. 16:09 (UTC)
Ég náði í Sæmund rétt í þessu. Í stuttu máli sagt megum við taka það efni frá þeim, sem við viljum og breyta stafsetningu og uppsetningu, ef með þarf. Við ættum hins vegar að nefna heimildina, eins og sjálfsagt er, og láta þá vita. Hann hafði á orði, að þau hefðu velt því fyrir sér að blása nýju lífi í Netútgáfuna. Ef af því verður, gætu þar birzt textar, sem &#132;copyleft&#147; gilti ekki um, en það yrði þá tekið fram sérstaklega. Hann hafði raunar áhuga á þessu framtaki öllu og kannaðist við flest textasöfn á Netinu. Í öllu falli megum við nota það, sem nú er komið.
Þetta voru góðar fréttir. Annars er athyglisvert að lesa um höfundarrétt á systurwikum okkar. Ég bendi til dæmis á w:en:Wikisource:Wikisource:Copyright#Translations_and_Recordings_of_Source_Materials. Þar kemur fram að það sé ekki skylda að efni sem sé birt á ensku wikiheimildinni lúti GFDL. Það er góð regla sem er stungið upp á þar að hafa snið á hverri síðu sem tiltekur hvaða réttur hver texti lýtur. Sem fyrirmynd fyrir texta sem við tökum frá Netútgáfunni getum við haft w:en:Template:AMI sem Haukur bjó til. Stefán Ingi 17. janúar 2006 kl. 18:00 (UTC)
Þannig að við gætum, ef nauðsyn krefur, takmarkað leyfið við Wikiheimildina? Kveðja Io 17. janúar 2006 kl. 18:47 (UTC)
Ég er ófær um að mynda mér skoðun á kyni &#132;wiki&#147;, svo að orðið má eins vera karlkyns mín vegna. Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 16:19 (UTC)

Samræmd stafsetning forn[breyta]

Ég setti inn Bersöglisvísur með téðri stafsetningu. Mér þætti gott að heyra frá sem flestum, hvernig u-hljóðvörpin koma út hjá þeim. Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 16:36 (UTC)

Ég sé ekki stafina nema tiltekinn sé unicode-fontur. En mér finnst þetta samt fínt :) - Haukur 17. janúar 2006 kl. 21:39 (UTC)
Sjálfgefna letrið mitt sýnir o-krókinn sem feitletraðan? --Stalfur 17. janúar 2006 kl. 23:05 (UTC)
Hvaða letur er sjálfgefið á vafraranum þínum? Arial Unicode ræður við þetta. Beztu kveðjur Io 18. janúar 2006 kl. 13:02 (UTC)
Heima var það feitletrað, man ekki hvaða leturgerð er þar, í vinnunni er þetta keimlíkt hinum stöfunum, Arial Unicode hér held ég. --Stalfur 19. janúar 2006 kl. 08:17 (UTC)

Háttatal[breyta]

Í ljós kom, að líklegasti maðurinn til að veita svör um Háttatal Sveinbjarnar býr í Englandi. Ég er að reyna að grafa upp símanúmer eða netfang hans, en eftir það vísa ég málinu til Hauks og Stefáns. Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 17:00 (UTC)

Mér sýnist einna helzt, að það þurfi að hafa samband við Einar Sveinbjörnsson (son Sveinbjarnar Beinteinssonar), sem búsettur er í Englandi, skriflega. Hvor ykkar Hauks eða Stefáns tekur það að sér? Ég set heimilisfangið á notendasíðu þess, sem sig býður fram. :) Beztu kveðjur Io 17. janúar 2006 kl. 18:37 (UTC)
Jæja, ég hringdi í Einar ("einar@fenrisulfur.com", segir hann að sé hentugasta netfangið) og hann var jákvæður, sagði að það væri ekkert til fyrirstöðu af hans hálfu og spurði hvort við hefðum áhuga á að gefa út meira efni eftir Sveinbjörn en Háttatalið. Hann vildi líka vita meira um verkefnið og við ættum að senda honum póst. Gætirðu tekið saman nokkur orð, Io, um hvernig leyfi við þurfum og hvað þig langar að gera við verkið? Þetta er þín hugmynd svo það er best að þú útskýrir hana :) - Haukur 18. janúar 2006 kl. 22:45 (UTC)
Will do. En hvað kom fyrir þetta gamla góða: &#132;Einn fyrir alla, allir fyrir einn&#147;? :) Menn &#132;eiga&#147; hvorki hugmyndir né texta, frá því augnabliki sem menn ýta á Vista. :) Kveðja Io 20. janúar 2006 kl. 14:05 (UTC)
Skeyti sent rétt í þessu. Þá er bara að bíða og sjá. Beztu kveðjur Io 20. janúar 2006 kl. 15:12 (UTC)

Gamlir íslenskir textar á Netinu[breyta]

Bætið endilega við listann. - Haukur 17. janúar 2006 kl. 14:02 (UTC)

Allt í lagi, ég sendi Eysteini fyrirspurn. Við erum komnir með leyfi frá Netútgáfunni og Gutenberg-menn eru með öll leyfismál á hreinu svo að engin ástæða er til að rella í þeim. Ég held að Pádraic á Wikipediu sé í þessu northvegr.org gengi, ég get haft samband við hann. Spurning um Heimskringluna - þeir eru með ýmsa góða texta og virðast virkir núna. - Haukur 17. janúar 2006 kl. 22:56 (UTC)
Er það Eysteinn? URL-ið segir Eybjörn. Jæja, mín mistök. Io 17. janúar 2006 kl. 23:00 (UTC)
Eysteinn Björnsson :) - Haukur 17. janúar 2006 kl. 23:48 (UTC)
Varðandi Gutenberg þá eru amk 4 verk frá mér væntanleg þangað bráðlega. Ætli ég smelli þeim ekki hingað líka þá. --Stalfur 17. janúar 2006 kl. 23:04 (UTC)
Glæsilegt! Gaman að fá hingað fjórða virka notandann :) - Haukur 17. janúar 2006 kl. 23:48 (UTC)
Ég tek undir það. Vertu velkominn, allar góðar vættir fylgi þér, o. s. frv. :) Io 18. janúar 2006 kl. 13:05 (UTC)

Ég talaði við Eystein. "Öll notkun af hinu góða", segir hann. - Haukur 18. janúar 2006 kl. 11:06 (UTC)

Það er afbragðsgott. Hann er ómetanlegur, þegar að því kemur að fylla í kvæði og halda samræmdri stafsetningu (fornri, að sjálfsögðu). :) Þú mættir gjarnan senda honum kveðju guðs og mína, og þakkir Wikiheimildarinnar allrar. :) Beztu kveðjur Io 18. janúar 2006 kl. 13:54 (UTC)

Spurning[breyta]

Hvernig fer maður að því að setja ör, sem bendir á þann hluta síðu, sem maður breytir, og sést í breytingaskránni? Þ. e. hvað setur maður í reitinn Breytingar? Beztu kveðjur Io 18. janúar 2006 kl. 14:15 (UTC)

Núna svara ég með því að smella á breyta hlekkinn sem er við hliðina á fyrirsögninni spurning. Þá kemur örin sjálfkrafa (vona ég :). Stefán Ingi 18. janúar 2006 kl. 14:31 (UTC)
Núna svara ég með því að smella á breyta hlekkinn sem er efst á síðunni. Mér dettur í hug að skrifa /* Spurning */ í reitinn þar sem ég lýsi breytingunum, sjáum hvernig það gengur. Stefán Ingi 18. janúar 2006 kl. 14:33 (UTC)
Testsvar Io 18. janúar 2006 kl. 14:39 (UTC)
Þetta virkaði. Takk. Io 18. janúar 2006 kl. 14:39 (UTC)

Stefán, Hilfe![breyta]

Þar sem þú bentir mér á hugsanlegar leyfistakmarkanir, sem ásættanlegar séu í Wikiframtökunum öllum, og þar sem fyrir mér, ólöglærðum manninum, liggur að skýra leyfismál Wikipediu (mange tak, Haukur:), þá langar mig að heyra þína skoðun á því, hvaða takmörkun á dreifingarrétti þessir artikúlar bjóða upp á. Beztu kveðjur Io 20. janúar 2006 kl. 14:16 (UTC)

Titlalistinn[breyta]

Á forsíðunni er tengill í Titlalistann sem er í raun bara listi yfir allar síður sem eru á Wikiheimildinni, þarna koma því höfundar, bækur, ljóð og ýmsar síður sem tengjast verkefninu en ekki titlum verka. --Stalfur 20. janúar 2006 kl. 14:38 (UTC)

Þetta er í nokkru samræmi við systurverkefnin. Á þessum stað er að finna Textkategorien í þýzku útgáfunni, en unz Wikiheimildinni vex fiskur um hrygg, birtast þarna allar greinar. Ef virkum notendum fjölgar og þeir reynast duglegir, sem er okkar heitasta ósk um þessar mundir, mun það standa upp á Stefán, fyrr eða síðar, að brjóta þetta niður. Beztu kveðjur Io 20. janúar 2006 kl. 15:10 (UTC)
Whoops, mín mistök. Ég fór einum flokki of langt til hægri. :) Það er rétt, þetta þyrfti að snyrta, en eins og stendur eru titlarnir þó ekki fleiri en svo, að meinlaust má vera um sinn. Beztu kveðjur Io 20. janúar 2006 kl. 15:37 (UTC)

Jörmungrund[breyta]

Ég tók mér það leyfi að setja Jörmungrund á forsíðu vegna geysiýtarlegs efnis og velvilja höfundar. Ef einhverjum finnst þetta ekki viðeigandi, þá afturkallar hann bara breytingarnar. Beztu kveðjur Io 21. janúar 2006 kl. 15:37 (UTC)

Framhald?[breyta]

Þetta fór þolanlega af stað, en erum við stöðnuð nú þegar!? Beztu kveðjur Io 28. janúar 2006 kl. 16:51 (UTC)

Nei, vonandi ekki -- eigum við ekki að ýta á Hauk að setja inn meira af Pontus rímum. :) Stefán Ingi 28. janúar 2006 kl. 20:21 (UTC)
Jæja, allt í lagi :) Skal fara í það núna. En þið verðið þá að gera eitthvað á móti! - Haukur 28. janúar 2006 kl. 20:47 (UTC)
Svona, prófarkalas eina rímu og setti inn aðra. Gerið þið nú eitthvað :) - Haukur 28. janúar 2006 kl. 22:43 (UTC)
Ég hef undanfarið verið að setja inn linkspam á ensku wikipediu. Sjáið til dæmis en:w:Hannes Hafstein :) Stefán Ingi 28. janúar 2006 kl. 23:01 (UTC)
Já, bót er að því. En setjið nú inn e-a texta líka! :) Svo mætti gera fráganginn á Pontus-rímum betri, hugsanlega hafa snið til að fletta milli rímna á þægilegan hátt. Svona eins og "succession box" á Wikipediu. - Haukur 29. janúar 2006 kl. 22:08 (UTC)
Ég er ekki með neina texta, en ég get dundað mér við html/wikimarkup sull. Segið nú álit ykkar á breytingunum á Pontus_rímur/1._ríma, bæði efst og neðst á síðunni. Stefán Ingi 29. janúar 2006 kl. 23:50 (UTC)
Þetta er allt annað líf :) Þótt þú sért ekki með texta geturðu fært hingað dót sem þegar er á Netinu - og svo dundað við að setja Wikisource-box á viðkomandi höfunda á pedíum :D Grátlega fáir textar hjá okkur enn sem komið er. Ég er með Ýmis rímu e-s staðar slegna inn, þyrfti að koma henni upp. - Haukur 30. janúar 2006 kl. 00:25 (UTC)
Hmm, já ég gæti gert meira. Alla vega, þá er ég með nýja tillögu um flettilistann neðst á Pontus_rímur/1._ríma. Takið eftir að í 1. rímu segir að fyrri ríman sé yfirlit. Það er kannski ekki alveg heppilegt en eykur mjög á þægindin varðandi að gera snið fyrir svona flettilista fyrir rímur. Ef ykkur finnst þetta ótækt þá skal ég reyna að láta mér detta eitthvað annað í hug. Stefán Ingi 30. janúar 2006 kl. 12:10 (UTC)
Þetta lítur ágætlega út, sýnist mér. Ég verð lítið að, svona alveg á næstunni, en er þó ekki dauður enn. Cheers Io 31. janúar 2006 kl. 13:35 (UTC)
Ég mun bomba inn þó nokkrum ritum bráðlega sem eru komin á Gutenberg eða á leið þangað. --Stalfur 1. febrúar 2006 kl. 15:43 (UTC)

Að virkja fleiri[breyta]

Hvernig förum við að því? Ættum við að taka saman e-n svona "það sem þú getur gert" lista? Ertu eitthvað að setja inn Wikisource-box á íslensku pedíuna, Stefán? - Haukur 30. janúar 2006 kl. 00:28 (UTC)

Nei, ég hef ekki gert það en það væri vissulega góð hugmynd. Stefán Ingi 30. janúar 2006 kl. 12:10 (UTC)

Verkalistar[breyta]

Stalfur breytti verkalista Stephans G. í þá átt að hefja hverja línu með stjörnu í staðinn fyrir tvípunkt, eins og ég hefi gert til þessa. Hann bar jafnframt upp spurninguna, hvort það væri ekki eðlilegra. Breytingin hefir það í för með sér, að hvert verk á listanum hefst á lituðum ferningi í staðinn fyrir inndrátt einan og sér. Ég skal ekki segja til um, hvort er &#132;eðlilegra&#147;, en mér finnst breytingin vera til bóta fyrir augun. Ég legg til að við tökum þetta fyrir reglu. Ef ég er einn um fyrri sið (þ. e. tvípunktinn), þá lagfærið það endilega eftir því, sem þið hafið tíma til. Og Stalfi (beygist eins og álfur, ekki satt ? :) þakka ég ábendinguna.Beztu kveðjur Io 31. janúar 2006 kl. 17:44 (UTC)

Verkalisti er í raun listi, fyrir lista höfum við annars vegar stjörnuna * (einfaldur listi) og hins vegar myllu-merkið # (töluraðaður listi, hefst á 1). Því finnst mér þetta eðlilegra og jú í raun mun betra fyrir augun, inndreginn listi líkist frekar ljóði eða hæku ;) Hvað beyginguna varðar þá er þetta líklega rétt, þó álfur hafi verið fjarri mér þegar kenninafnið var valið fyrir tuttugu árum. --Stalfur 1. febrúar 2006 kl. 15:41 (UTC)

Snið[breyta]

Ég hefi eflaust spurt um þetta áður, en er einhvers staðar hægt að fá lista yfir snið Wikiheimildarinnar? Ef svarið er játandi, getur maður búið til snið án vandræða, eða þarf maður a) að vera HTML-gúrú eða b) vera möppudýr? Beztu kveðjur Io 31. janúar 2006 kl. 18:12 (UTC)

Listann yfir öll snið er hægt að fá hér og það er hægt að búa til snið án vandræða, einfaldlega búa til hlekk á það með því að slá {{nýja sniðið mitt}} á einhverja síðu og smella svo á rauða hlekkinn sem birtist þegar síðan er vistuð eða bara skoðuð. Inn í sniðið getur svo farið allt sem fara má á venjulega síðu (meira að segja önnur snið en það er víst ekki að öllu leyti heppilegt). Þar að auki er hægt að setja inn breytur í snið þannig að ef þú skrifar {{nýja sniðið mitt|Jón|Gunna}} þá birtist Jón ef þú skrifar {{{1}}} og Gunna ef þú skrifar {{{2}}} í sniðinu. Ef þú vilt búa til nýtt snið er einfaldast að leita uppi eitthvað snið sem þú vilt herma eftir og skoða kóðann af því. Til að sjá kóðann geturðu farið á einhverja síðu sem notar sniðið, smellt á að breyta henni og neðst á síðunni sem birtist þá ætti að vera listi með öllum sniðum sem síðan notar. Þú getur þá smellt á sniðið sem þú vilt og smellt svo á breyta þar til að sjá kóðann. Það getur verið ágætt að vita eitthvað um html í þessu sambandi en það er hægt að komast langt á því að giska og það þarf ekki möppudýr til að geta gert neitt svona. Stefán Ingi 31. janúar 2006 kl. 19:14 (UTC)

Um háttatöl[breyta]

Þar eð Háttatal Sveinbjarnar Beinteinssonar hefir verið til umræðu, datt mér í hug, að til eru fleiri háttatöl og -lyklar frá ýmsum tímum og mörg þeirra aðgengileg á netinu. Mér datt í hug að spyrja, þar sem verkið á heima hér, helzt með skýringum: Hefir einhvern tíma tekizt að fá almennilegan botn í Háttatal Snorra Sturlusonar? Sjálfum finnst mér það a. m. k. með meira ruglandi fræðiritum. :) Beztu kveðjur Io 2. febrúar 2006 kl. 21:44 (UTC)

Farflug[breyta]

Viljum við gera eitthvað með þetta? [7] - Haukur 3. febrúar 2006 kl. 23:35 (UTC)

Ég gróf líka upp þriðjung af Heimskringlu þarna. Ég myndi vilja losna við þetta af wikisource.org og koma þessu á Wikiheimildina. Fræðilega á að vera hægt að flytja síður á milli en ég virðist ekki hafa leyfi til þess, skil ekki alveg af hverju. Þetta eru svo fáar síður að ég nenni ekki að standa í að nöldra í einhverjum til að fá þessi leyfi. Er ekki bara einfaldast að við komum inn nýjum útgáfum af þessum textum þar sem við getum heimilda og svo þegar það er búið fáum við einhvern til að eyða síðunum þarna. Stefán Ingi 4. febrúar 2006 kl. 10:34 (UTC)
Þetta virðist allt tekið úr Netútgáfunni, raunar með tilvísun. Eigum við ekki bara að halda okkur við það, sem þar má fá (þar er t. d. Heimskringla öll)? Það virðist ofílagt að halda uppi bæði íslenzkri síðu á Wikisource og Wikiheimildinni. Gæti ekki einhver tungumjúkur bent þeim, sem settu upp ensku síðuna á, að kröftum þeirra væri betur varið hér? Beztu kveðjur Io 4. febrúar 2006 kl. 14:22 (UTC)

Um dauðans óvissa tíma[breyta]

Þetta byrjaði vel. En — drengir, Haukur og Stefán, mér sýnist á öllu, að þetta verkefni standi og falli með þátttakendum, eins og raunar gildir um allt. Sjálfur er ég önnum kafinn og ég veit, að hið sama gildir um ykkur. Verkefni eins og Wikiheimildin þrífst ekki á því, að þrír menn geti séð af 2-3 tímum í viku hverri. Ég bið einlæglega um hugmyndir til að virkja þann mannsjóð, sem vill koma verkum á framfæri. Vill raunverulega enginn frá íslenzku Wikipediunni taka þátt (fyrirgefðu Stalfur, ég gleymdi þér í bili)?

Ef ekki, eigum við að yrkja sálm saman? Haukur er hagorður og ætti að geta klambrað saman Passíusálmi 52.

Beztu kveðjur Io 8. febrúar 2006 kl. 19:47 (UTC)

Mikið finnst mér ég vera latur þegar það þarf alltaf einhver að pota í mig til að ég geri nokkuð. Í þetta skiptið þurfti meira að segja tvö pot. En alla vega, ég er búinn að setja inn nokkra hlekki á íslensku wikipedíunni, [8]. Það voru reyndar góðar aðstæður núna, en almennt má segja að ég hafi ekki mikinn tíma þessa dagana. Svo er ég aftur búinn að láta hafa mig út í hálfvitalegar umræður um kommur á ensku wikipedíu, mér líður alla vega aðeins betur að hafa gert eitthvað uppbyggilegt í leiðinni. Ef ég væri mjög duglegur þá myndi ég náttúrulega skrifa stuttar greinar um þá höfunda sem við höfum texta eftir en það verður kannski að bíða betri tíma. Stefán Ingi 8. febrúar 2006 kl. 23:43 (UTC)
Ég potaði inn því verki sem ég er með á minni könnu sem er með engar myndir (reyni þó að finna forsíðuna og smella henni inn). Bjó til nokkur snið því tengt, það sem ég er með eru mislangar bækur einkum. --Stalfur 9. febrúar 2006 kl. 10:17 (UTC)
Þarna var aldeilis vel að verki staðið. Stefán Ingi 9. febrúar 2006 kl. 13:23 (UTC)
Gott verk og þarft. Af eigingirnisástæðum, er til eitthvað svipað handa karlkyninu? Vanalega erum það við, sem þurfum á slíkri tilsögn að halda. :) Io 9. febrúar 2006 kl. 16:08 (UTC)

Smá skurkur[breyta]

Leiðarvísir í ástarmálum: I. karlmenn er að hefja prófarkalestur á DP-Europe eftir nokkra klukkutíma og sem stutt rit ætti það að klárast á góðum tíma (einkum ef fleiri leggja hönd á plóginn *hint*hint* svipað sjálfboðaliðaverkefni og Wikiverkefnin eru). --Stalfur 9. febrúar 2006 kl. 16:17 (UTC)

Að auki bætti ég við fleiri bókum, Sæfarinn eftir Jules Verne og svo Mjallhvít í þýðingu M. Grímssonar. Meira mun koma frá mér á næstu vikum. --Stalfur 9. febrúar 2006 kl. 22:48 (UTC)
Afbragð. Þú gerir þér ljóst, að tilkoma þín fjölgaði virkum notendum um 33,3%. :) Sjálfur verð ég lítið við á næstunni, en "keep up the good work", eins og það heitir víst á nútímaíslenzku. :) Beztu kveðjur Io 12. febrúar 2006 kl. 16:02 (UTC)

Verndun verka?[breyta]

Ég var áðan að afturtaka stafsetningarbreytingar sem voru gerðar á Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur af óþekktum notanda. Þarna var viðkomandi að færa til nútímahorfs stafsetningu fyrri tíma. Ættum við ekki að vernda síðurnar (hef ekki heimild sjálfur enn) sem geyma frumheimildir þannig að hver sem er geti ekki breytt þeim? Viljum við ekki geyma upprunalegar útgáfur? --Stalfur 10. mars 2006 kl. 09:00 (UTC)

Hvernig er þetta venjulega gert á öðrum tungumálum?
Stefán, gefðu manninum heimild :) Haukur 10. mars 2006 kl. 15:12 (UTC)
Þar með er kominn consensus! :) Alla vega, á en:Wikisource:Text integrity er rætt um þetta mál. Það virðist helst vera stungið upp á þremur möguleikum: Vernda síðuna, smávernda síðuna eða setja textann í snið sem svo er hægt að vernda eða smávernda. Til að byrja með væri kannski einfaldast að smávernda siðurnar, sem sagt, nýjir notendur geta ekki breytt þeim. Alla vega, skoðið þetta á ensku síðunni og leggið svo eitthvað til málanna. Stefán Ingi 10. mars 2006 kl. 17:26 (UTC)
Já, þetta Stable dót er áhugavert en þar til það er komið ætla ég að vernda þessi verk sem ég setti inn, það er búið að prófarkalesa þau amk tvisvar og bera saman við upprunalegar útgáfur (þó er ekki útilokað að eitt og eitt orð hafi misfarist). --Stalfur 10. mars 2006 kl. 18:22 (UTC)
Já fyrir alla muni þá skulum við vernda allt sem er búið að prófarkalesa tvisar og jafnvel bara einu sinni. Við skulum síðan heldur ekkert vera að velta okkur upp úr einhverjum hugbúnaði sem kemur í framtíðinni. Ef einhver vill breyta vernduðum síðum þá er um að gera að nota spjallsiðuna. Stefán Ingi 10. mars 2006 kl. 20:12 (UTC)
Í framhaldi af þessu er ég búinn að búa til nýtt snið Snið:Prófarkalesið og ég setti það á Pontus rímur/1. ríma til að þið getið séð hvernig það kemur út og lýst yfir skoðun á því. Kveðja, Stefán Ingi 10. mars 2006 kl. 20:21 (UTC)
Það virðist vera kominn "consensus", en sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að gömul verk eigi að halda upprunalegri stafsetningu. Ástamál stúlkna hafa ákveðinn "sjarma" eins og þau voru samin upphaflega. Beztu kveðjur Io 11. mars 2006 kl. 18:59 (UTC)