Wikiheimild:Texti dagsins/ágúst 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
TEXTI DAGSINS tilnefningar
2007 · 2008

janúar · febrúar · mars · apríl · júní · júlí · ágúst · september · október · nóvember · desember

1. ágúst
Úr Alþingisrímum eftir Guðmund skólaskáld:
Alþingishúsið
Konungs fund þeir kepptust á,
er komu af jónum ranga;
í humátt við sig hal þeir sjá
harla snúðugt ganga.


Kenndu Valtý kominn þar,
körlum hnykkti viður;
fullir ótta og undrunar
ætluðu’ að hníga niður.

(meira...)

Síðustu dagar: 1. ríma Pontus rímna - Þorvalds þáttur víðförla - 31. kafli Landnámabókar


skoða - spjall - saga


2. ágúst
Baronesse Løvenskjold eftir Benedikt Gröndal:
Holder gæs og giver sold,
går til messe i Herrens vold,
født i Hessen brav og bold
baronesse Løvenskjold.

(meira...)

Síðustu dagar: Alþingisrímur - 1. ríma Pontus rímna - Þorvalds þáttur víðförla


skoða - spjall - saga


3. ágúst
Úr 61. kafla Ólafs sögu helga í Heimskringlu:
Titilblað þýðingar Odds

En er á leið sumarið snerist hann aftur í Víkina norður og lagði upp eftir Raumelfi. Þar er foss mikill er Sarpur heitir. Nes gengur í ána norðan að fossinum. Þar lét Ólafur konungur gerða um þvert nesið af grjóti og torfi og viðum og grafa díki fyrir utan og gerði þar jarðborg mikla en í borginni efnaði hann til kaupstaðar. Þar lét hann húsa konungsgarð og gera Maríukirkju. Hann lét þar og marka tóftir til annarra garða og fékk þar menn til að húsa. Hann lét um haustið þangað flytja þau föng er til veturvistar þurfti og sat þar um veturinn með fjölmenni mikið en hafði menn sína í öllum sýslum. Hann bannaði allar flutningar úr Víkinni upp á Gautland, bæði síld og salt. Þess máttu Gautar illa án vera. Hann hafði mikið jólaboð, bauð til sín úr héruðum mörgum stórbúendum. (meira...)

Síðustu dagar: Baronesse Løvenskjold - Alþingisrímur - 1. ríma Pontus rímna


skoða - spjall - saga


4. ágúst
Úr 10. kafla Landnámu:

Björn buna hét hersir ágætur í Noregi, son Veðrar-Gríms hersis úr Sogni; móðir Gríms var Hervör, dóttir Þorgerðar Eylaugsdóttur hersis úr Sogni.

Frá Birni er nær allt stórmenni komið á Íslandi; hann átti Vélaugu. Þau áttu þrjá sonu; einn var Ketill flatnefur, annar Hrappur, þriðji Helgi; þeir voru ágætir menn, og er frá þeirra afkvæmi margt sagt í þessi bók. (meira...)

Síðustu dagar: 61. kafli Ólafs sögu helga - Baronesse Løvenskjold - Alþingisrímur


skoða - spjall - saga


5. ágúst
Úr S. Jóhannis guðsspjöllum í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar:
Þýsk útskurðarmynd af Jóhannesi guðspjallamanni frá lokum 15. aldar.

Í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð. Það sama var í upphafi hjá Guði. Og allir hlutir eru fyrir það gjörðir, og án þess er ekkert gjört hvað gjört er. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Og ljósið lýsir í myrkrunum, og myrkrin hafa það eigi höndlað. (meira...)

Síðustu dagar: 10. kafli Landnámu - 61. kafli Ólafs sögu helga - Baronesse Løvenskjold


skoða - spjall - saga


6. ágúst
Úr kvæðinu Þorsklof eftir Hannes Hafstein:
Þorskur
Heill sé þér, þorskur, vor bjargvættur besti,
blessaða vera, sem gefur þitt líf
til þess að verja oss bjargræðis bresti,
bágstaddra líknarinn, sverð vort og hlíf.

(meira...)

Síðustu dagar: S. Jóhannis guðsspjöll - 10. kafli Landnámu - 61. kafli Ólafs sögu helga


skoða - spjall - saga


7. ágúst
Úr Veislan á Grund eftir Jón Trausta:

„Það er ekkert smáræði, sem á okkur konur er lagt að þessu sinni. Við eigum að svæfa þennan óaldarflokk við barm okkar. - Við verðum að ganga í návígi við siðleysi og spilling þessarar hryggilegu óaldar í allri nekt sinni. Við verðum að ganga í greipar drukkinna illmenna, sem einskis eru vísir að svífast; við verðum að gera okkur upp blíðu við menn, sem við höfum andstyggð á og gætum með köldu blóði kyrkt í greip okkar, ef við hefðum afl til. - Og við verðum að verja sjálfar okkur fyrir þessum mönnum, með þeim ráðum og meðulum, sem guð hefir lagt oss konum í hendur, - ef ekki á hólmgangan að verða okkur sjálfum til skammar. (meira...)

Síðustu dagar: Þorsklof - S. Jóhannis guðsspjöll - 10. kafli Landnámu


skoða - spjall - saga


8. ágúst
Úr Þrír viðskilnaðir eftir Grím Thomsen:
„Þótt páfi mér og biskup banni,
bana sæng skal konungmanni
hásætið til hvílu reitt;
kórónaður kóngur er eg,
kórónu til grafar ber eg,
hvort þeim er það ljúft eða leitt.

(meira...)

Síðustu dagar: Veislan á Grund - Þorsklof - S. Jóhannis guðsspjöll


skoða - spjall - saga


9. ágúst
Afkastaleysið eftir Stephan G. Stephansson:
Léðar mér eru
til ljóðasmíða
valtar og stopular stundir.
Rykfallin harpa,
ryðgaðir strengir
nú verða leiknir lítt.

(meira...)

Síðustu dagar: Þrír viðskilnaðir - Veislan á Grund - Þorsklof


skoða - spjall - saga


10. ágúst
Úr 12. kafla Jómsvíkinga sögu:

Og nú tekur konungurinn til orða og mælti: „Þú Pálnatóki,“ segir hann; „hvar skildist þú við þetta skeyti næsta sinni?“

Pálnatóki svarar: „Oft hefi eg þér eftirlátur verið, fóstri, og ef þér þykir það þinn vegur meiri að eg segja þér það í allmiklu fjölmenni heldur en svo að færi sé hjá, þá skal það veita þér. Eg skildumst við hana á bogastrengnum, konungur,“ segir hann, „þá er eg skaut í rassinn föður þínum og eftir honum endilöngum, svoað út kom í munninn.“ (meira...)

Síðustu dagar: Afkastaleysið - Þrír viðskilnaðir - Veislan á Grund - Þorsklof


skoða - spjall - saga


11. ágúst
Úr kvæðinu Jón Arason á aftökustaðnum eftir Matthías Jochumsson:
Horfi ég á höggstokk:
Herra lífs og dauða,
dæm nú þér til dýrðar
dropana mína rauða.
Fylgi mér til moldar
mín hin fornu vígi:
fylgist þá til foldar
falstrú öll og lygi!

(meira...)

Síðustu dagar: Jómsvíkinga saga - Afkastaleysið - Þrír viðskilnaðir - Veislan á Grund


skoða - spjall - saga


12. ágúst
Ef leiðist þér, grey, að ganga eftir Staðarhóls-Pál:
Ef leiðist þér, grey, að ganga,
gefa vil ég þér hest.
Segi' eg upp sambúð langa.
Svo trúi' eg fari best.
Hafir þú fornt á fótum,
fá skaltu skæðin ný.
Gakktu hart á grjótum
og ganaðu upp í ský
með bandvettlinga og traf,
styttuband og staf.
Farðu norður í Gýgjarfoss
og stingdu þér þar á kaf.
Sökktu til botns sem blý
og komdu' aldrei upp frá því.

(meira...)

Síðustu dagar: Jón Arason á aftökustaðnum - Jómsvíkinga saga - Afkastaleysið - Þrír viðskilnaðir


skoða - spjall - saga


13. ágúst
Úr Kristinna laga þætti Grágásar:

Jóla helgi eigum vér að halda á landi hér. Það eru dagar 13. Þar skal halda jóla dag hinn fyrsta og hinn 8. og hinn 13. sem páska dag hinn fyrsta, og annan dag jóla og hinn 3. og hinn 4. þá skal halda sem drottins dag að öllu annars nema að því þá er rétt að moka undan fé sínu, en 3. dag jóla og hinn 4. hvernig sem vill. En meðaldaga alla um jól er rétt að moka undan fé og reiða á völl, þann hluta vallar er nær er fjósi, ef hann hefur eyki til, og velta þar af. Ef maður dregur mykju út og hefur eigi eyki til og skal þá færa í haug. Það eiga menn og að vinna meðalsdaga um jól, að slátra og láta af fé það er um jól þarf að hafa, og heita mungát og reiða andvirki hey það er skylt er, ef honum þykir það haglegra að gefa en hitt er áður er heima, enda hafi þeir eigi eyki til fengið fyrir jól. Eigi á hann meira forverk að reiða heys en vel vinni um jól. (meira...)

Síðustu dagar: Ef leiðist þér, grey, að ganga - Jón Arason á aftökustaðnum - Jómsvíkinga saga


skoða - spjall - saga


14. ágúst
Þórarins þáttur Nefjólfssonar:

Þórarinn Nefjólfsson hafði verið með Knúti konungi hinum ríka um vetur og sá maður er Þorsteinn hét og var Ragnhildarson. Þeir gerðust vinir og mæltu til vináttu og sögðu svo ef þeir væru samlendir að þeir skyldu einn stað byggja.

Nokkuru síðar kom Þorsteinn skipi sínu í Eyjafjörð og bauð Guðmundur hinn ríki honum á Möðruvöllu. Þorsteinn segir hvað þeir Þórarinn höfðu við mælst. Þá bauð Einar bróðir Guðmundar honum til Þverár með hinn fjórða mann. Hann svarar hinu sama. Margir mæltu að hann færi í geitarhús ullar að biðja um vistartekjuna því að Þórarinn var sjaldan örbýll og bjó við útsker norður á Tjörnesi. (meira...)

Síðustu dagar: Kristinna laga þáttur - Ef leiðist þér, grey, að ganga - Jón Arason á aftökustaðnum - Jómsvíkinga saga


skoða - spjall - saga


15. ágúst
Úr 246. kafla Ólafs sögu helga í Heimskringlu:
Sumir trúðu á guð gumnar.
Grein varð liðs á miðli.
Fólkorustur fylkir
framráðr tjogu háði.
Frægr bað hann á hægri
hönd kristið lið standa.
Föðr Magnúss bið eg fagna
flóttskjörrum guð dróttin.

(meira...)

Síðustu dagar: Þórarins þáttur Nefjólfssonar - Kristinna laga þáttur - Ef leiðist þér, grey, að ganga


skoða - spjall - saga


16. ágúst
Úr 30. kafla Ynglinga sögu í Heimskringlu:

Eysteinn hét sonur Aðils er þar næst réð Svíaveldi. Á hans dögum féll Hrólfur kraki að Hleiðru. Í þann tíma herjuðu konungar mjög í Svíaveldi, bæði Danir og Norðmenn. Voru margir sækonungar þeir er réðu liði miklu og áttu engi lönd. Þótti sá einn með fullu mega heita sækonungur er hann svaf aldrei undir sótkum ási og drakk aldrei að arinshorni. (meira...)

Síðustu dagar: 246. kafli Ólafs sögu helga - Þórarins þáttur Nefjólfssonar - Kristinna laga þáttur


skoða - spjall - saga


17. ágúst
Bí bí og blaka eftir Sveinbjörn Egilsson:
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram um fjalla kamba
að leita sér lamba.

(meira...)

Síðustu dagar: 30. kafli Ynglinga sögu - 246. kafli Ólafs sögu helga - Þórarins þáttur Nefjólfssonar


skoða - spjall - saga


18. ágúst
Úr kvæðinu Á ferð og flugi eftir Stephan G. Stephansson:
Um sléttur og flóa bar eimlestin oss
í áttina norðrinu mót.
Á vinstri hlið silalegt aurana óð
ið óslygna, skoluga fljót,
sem lyfti ei fæti í foss eða streng —
því fjör, jafnvel straumanna, deyr,
að vaga um aldur með fangið sitt fullt
af flatlendis svartasta leir.

(meira...)

Síðustu dagar: Bí bí og blaka - 30. kafli Ynglinga sögu - 246. kafli Ólafs sögu helga


skoða - spjall - saga


19. ágúst
Úr 43. kafla Landnámabókar:

Úlfur hinn skjálgi son Högna hins hvíta nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells; hann átti Björgu dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga hins magra. Þeirra son var Atli (hinn) rauði, er átti Þorbjörgu systur Steinólfs (hins) lága. Þeirra son var Már á Hólum; hann átti Þorkötlu dóttur Hergils hnapprass; þeirra son var Ari.

Hann varð sæhafi til Hvítramannalands; það kalla sumir Írland hið mikla; það liggur vestur í haf nær Vínlandi hinu góða; það er kallað sex dægra sigling vestur frá Írlandi. Þaðan náði Ari eigi á brutt að fara og var þar skírður. Þessa sögu sagði fyrst Hrafn Hlymreksfari, er lengi hafði verið í Hlymreki á Írlandi. (meira...)

Síðustu dagar: Á ferð og flugi - Bí bí og blaka - 30. kafli Ynglinga sögu


skoða - spjall - saga


20. ágúst
Úr 1. kafla Ragnars sögu loðbrókar:

Ok nú ferr hann þangat til, uns hann kemr í Noreg ok kemir til eins býjar lítils, þess er heitir á Spangareiði, ok bjó þar karl sá, er Áki hét. Hann átti konu, ok hét hún Gríma. Þar var eigi fleira manna en þau. Þann dag var karl farinn í skóg, en kerling var heima, ok heilsar hún Heimi ok spyrr, hvat manna hann væri. Hann kveðst vera einn stafkarl ok bað kerlingu húsa. Hún segir, at eigi kæmi þar fleira en svá, at hún kveðst mundu vel við honum taka, ef hann þættist þurfa þar at vera. En er á leið, þá segir hann, at honum þætti þat mest beinabót, at eldr væri kveyktr fyrir honum ok síðan væri honum fylgt til svefnhúss, þar er hann skyldi sofa. (meira...)

Síðustu dagar: 43. kafli Landnámabókar - Á ferð og flugi - Bí bí og blaka


skoða - spjall - saga


21. ágúst
Úr 82. kafla Brennu-Njáls sögu:

Veðurdagur var góður. Þá sá Kolur skipin er að fóru og kvað sig dreymt hafa Hákon jarl um nóttina og kvað þetta vera mundu menn hans og bað alla menn sína taka vopn sín. Síðan bjuggust þeir við og tekst þar orusta. Berjast þeir lengi svo að eigi verða umskipti. Kolur hljóp þá upp á skip Þráins og ruddist um fast og drepur margan mann. Hann hafði gylltan hjálm. Nú sér Þráinn að eigi mun duga, eggjar nú mennina með sér en hann gengur sjálfur fyrstur og mætir Kol. Kolur höggur til hans og kom í skjöldinn Þráins og klauf ofan skjöldinn. Þá fékk Kolur steinshögg á höndina. Féll þá niður sverðið. Þráinn hjó til Kols og kom á fótinn svo að af tók. Eftir það drápu þeir Kol. Hjó Þráinn höfuð af honum en steypti búkinum fyrir borð en varðveitti höfuðið. (meira...)

Síðustu dagar: 1. kafli Ragnars sögu loðbrókar - 43. kafli Landnámabókar


skoða - spjall - saga


22. ágúst
Úr Þerriblaðsvísum Hannesar Hafstein:
Þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.
Ljúft þú unir þér við það,
þurrkutetur, gljúpa blað.
Hverfur þér að hjartastað
hver einn lítill pennaflekkur,
þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.

(meira...)

Síðustu dagar: 82. kafli Brennu-Njáls sögu - 1. kafli Ragnars sögu loðbrókar - 43. kafli Landnámabókar


skoða - spjall - saga


23. ágúst
Úr kvæðinu Sofðu, unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson:
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun bezt að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.

(meira...)

Síðustu dagar: Þerriblaðsvísur - 82. kafli Brennu-Njáls sögu - 1. kafli Ragnars sögu loðbrókar


skoða - spjall - saga


24. ágúst
Úr kvæðinu Ísland eftir Bjarna Thorarensen:
Þó vellyst í skipsförmum völskunum meður
vafri að landi, eg skaða ei tel;
því út fyrir kaupstaði íslenskt í veður
ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel.

(meira...)

Síðustu dagar: Sofðu, unga ástin mín - Þerriblaðsvísur - 82. kafli Brennu-Njáls sögu


skoða - spjall - saga


25. ágúst
Uppkastið“ frá 1908:

1. gr. Ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um, að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og Ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist: Veldi Danakonungs. Í heiti konungs komi eftir orðið Danmerkur: og Íslands. (meira...)

Síðustu dagar: Ísland - Sofðu, unga ástin mín - Þerriblaðsvísur


skoða - spjall - saga


26. ágúst
Úr Rímum af Grámanni í Garðshorni eftir Jón Hjaltason:
Af kóngi einum kynna má,
kvæða fyrst í safni,
histórían hans þó frá
hermir ekki nafni.
Eðalborna auðar sól
átti stýrir lýða;
honum klæða eykin ól
eina dóttur fríða.

(meira...)

Síðustu dagar: Uppkastið - Ísland - Sofðu, unga ástin mín


skoða - spjall - saga


27. ágúst
Úr 3. kafla Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen eldri:

Í þriðja máta aðspyr ég yður, hvort þér vitið yður fría fyrir að bafa gefið nokkurri mannspersónu, sem nú lifir, yðar ektatrú, sem þetta hjónaband hindra kunni?

Þá var eins og Sigríður allt í einu vaknaði af svefni. Nei, segir hún og svo hátt, að nær því heyrðist um alla kirkjuna. Prestur var óvanur slíkum svörum og varð nokkuð bilt við. Allir urðu öldungis forviða. Djákninn var maður forn og fastur í embættisverkunum; hann hugsaði með sér eins og segir í málshættinum: Slíkt verður oft á sæ, kvað selur, var skotinn í auga - stúlkunni hefði orðið mismælt, en ætti þó leiðrétting orða sinna; hann sat ekki langt frá Sigríði og hnippar í hana með handleggnum og segir: Segið þér já, blessuð! - Sigríður þagði eins og steinn og hallaði sér á bak aftur upp að hjónastólsbríkinni; en prestur rankar við sér aftur og hefur nú upp aftur hátt og skýrt sömu orðin sem fyrr. Sigríður þagði. (meira...)

Síðustu dagar: Rímur af Grámanni í Garðshorni - Uppkastið - Ísland


skoða - spjall - saga


28. ágúst
Úr 72. kafla Landnámabókar:

Bárður son Heyjangurs-Bjarnar kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð.

Þá markaði hann að veðrum, að landviðri voru betri en hafviðri, og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um gói; þá fundu þeir góibeytla og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka hverju kykvendi, því er gengt var, og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut; hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum; þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. (meira...)

Síðustu dagar: Piltur og stúlka - Rímur af Grámanni í Garðshorni - Uppkastið


skoða - spjall - saga


29. ágúst
Brúðardraugurinn eftir Benedikt Gröndal:
Riddarinn og frúin. Koparstunga frá 15. öld.

Barúninn fylgdi riddaranum út í hallargarðinn, þar stóð hestur riddarans og stappaði í steingólfið; tungl var í fyllingu og glóðu fáksaugun við mánageislanum eins og helstjörnur í myrkheimi. Þá nam riddarinn staðar og mælti við barúninn, en rödd hans var eins og feigðarómur úr dauðra manna gröfum: "Nú mun ég segja yður, hvað því veldur, að ég fer á brottu héðan. Ég hef heitið að koma" - . Barúninn tók fram í ræðu riddarans og mælti: "Þér getið sent annan fyrir yður." "Það má ég eigi," mælti riddarinn, "ég verð að koma á þessari miðnæturstundu til kirkjunnar í Trentuborg." "Það getið þér geymt til morguns," mælti barúninn, "komið þér nú og stígið þér á brúðarbeðinn."

"Nei", mælti riddarinn með dimmri röddu, "mitt hjarta byggir engin brúðarást og mitt hold mun eigi byggja brúðarsæng, því að köldum ná skal kuldi fróa og andaðan ormar örmum vefja, um miðnætti skal ég und mána blunda og brostin augu und brúnum glóa."

Að því mæltu sté hann á bak; hesturinn þaut með hann út í náttmyrkrið eins og stormbylur, og var þegar horfinn. (meira...)

Síðustu dagar: Landnámabók - Piltur og stúlka - Rímur af Grámanni í Garðshorni


skoða - spjall - saga


30. ágúst
Úr Þingskapa þætti Grágásar:

Það er mælt í lögum vorum að vér skulum 4 eiga fjórðungsdóma. Skal goði hver nefna mann í dóm er fornt goðorð hefur og fullt, en þau eru full goðorð og forn er þing voru 3 í fjórðungi hverjum en goðar 4 í þingi hverju þá voru þing óslitin. Ef goðorð eru smærra deild og skulu þeir svo til skipta er hluta hafa af fornum goðorðum að svo sé nefnt sem nú er talið þá eru fjórðungsdómar fullir.

Það er mælt að dómar skulu í dag vera nefndir eða ráðnir skal goði hver nefna sinn þriðjungsmann í dóm, nema hann hafi lögréttumanna lof til annars (meira...)

Síðustu dagar: Brúðardraugurinn - Landnámabók - Piltur og stúlka


skoða - spjall - saga


31. ágúst
Úr kvæðinu Bikarinn eftir Jóhann Sigurjónsson:
Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.

(meira...)

Síðustu dagar: Þingskapa þáttur - Brúðardraugurinn - Landnámabók


skoða - spjall - saga