Wikiheimild:Texti dagsins/1. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Landnámabók:

Hjörleifur herjaði víða um Írland og fékk þar mikið fé; þar tók hann þræla tíu, er svo hétu: Dufþakur og Geirröður, Skjaldbjörn, Halldór og Drafdittur; eigi eru nefndir fleiri. En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.

Þenna vetur fékk Ingólfur að blóti miklu og leitaði sér heilla um forlög sín, en Hjörleifur vildi aldri blóta. Fréttin vísaði Ingólfi til Íslands. (meira...)

Síðustu dagar: Garðyrkjumaðurinn, sonur hans og asninn - Allt fram streymir - Brennu-Njáls saga