Wikiheimild:Texti dagsins/1. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
25. kafli Magnússona sögu úr Heimskringlu:

Konungur mælti: „Eg þóttist hér á Jaðri vera úti staddur og sá eg út í haf og leit eg þar sorta mikinn og var för í og nálgaðist hingað. Þá sýndist mér sem það væri mikið tré eitt og óðu limarnar uppi en ræturnar í sjá. En er tréið kom að landi þá braut það og rak brot trésins víða um landið, bæði um meginland og úteyjar, sker og strandir, og þá gaf mér sýn svo að eg þóttist sjá um allan Noreg hið ytra með sjá og sá eg í hverja vík að rekin voru brot af þessu tré og voru flest smá en sum stærri.“

Þá segir ármaðurinn það líkast um þenna draum „að þér sjálfir munuð best skipa og vildum vér gjarna heyra að þér réðuð.“

Þá mælti konungur: „Það þykir mér líkast að vera muni fyrir tilkomu nokkurs manns í land þetta og mun hann hér staðfestast og hans afspringi mundi víða dreifast um land þetta og vera mjög misstórt.“ (meira...)

Síðustu dagar: Bikarinn - Þingskapa þáttur - Brúðardraugurinn