Wikiheimild:Texti dagsins/10. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Landnámabók:

En Einar, son hennar, var eigi heima. Hann kom heim, þá er Lón-Einar var nýfarinn á braut. Hildigunnur sagði honum þessi tíðindi og færði honum kyrtil nýgörvan. Einar tók skjöld sinn og sverð og verkhest og reið eftir þeim; hann sprengdi hestinn á Þúfubjörgum, en gat farið þá hjá Mannafallsbrekku. Þar börðust þeir og féllu fjórir menn af Lón-Einari, en þrælar hans tveir runnu frá honum. Þeir nafnar sóttust lengi, áður sundur gekk bróklindi Lón-Einars, og er hann tók þar til, hjó nafni hans hann banahögg. (meira...)

Síðustu dagar: Ísland - Lítið ágrip um nýja eldsuppkomu... - Veislan á Grund