Wikiheimild:Texti dagsins/12. ágúst 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Ef leiðist þér, grey, að ganga eftir Staðarhóls-Pál:
Ef leiðist þér, grey, að ganga,
gefa vil ég þér hest.
Segi' eg upp sambúð langa.
Svo trúi' eg fari best.
Hafir þú fornt á fótum,
fá skaltu skæðin ný.
Gakktu hart á grjótum
og ganaðu upp í ský
með bandvettlinga og traf,
styttuband og staf.
Farðu norður í Gýgjarfoss
og stingdu þér þar á kaf.
Sökktu til botns sem blý
og komdu' aldrei upp frá því.

(meira...)

Síðustu dagar: Jón Arason á aftökustaðnum - Jómsvíkinga saga - Afkastaleysið - Þrír viðskilnaðir