Wikiheimild:Texti dagsins/13. október 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Lofsöngur eftir Matthías Jochumsson:
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

(meira...)

Síðustu dagar: Ólafs saga Tryggvasonar - Landnámabók - Mamúð soldán og vezír hans