Wikiheimild:Texti dagsins/14. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr S. Matteus guðspjöllum í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar:

Þessi er fæðingarbók Jesú Kristi, sonar Davíðs, sonar Abrahams. Abraham gat Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júdam og bræður hans, Júdas gat Farem og Saran af Tamar, Fares gat Esron, Esron gat Ram, Ram gat Amínadab, Amínadab gat Nahasson, Nahasson gat Salma, Salma gat Bóas af Rahab, Bóas gat Óbeð af Rhat, Óbeð gat Jesse, Jesse gat kónginn Davíð. En Davíð kóngur gat Salamon af þeirri sem var húsfrú Úríe, Salamon gat Róbóam, Róbóas gat Abía, Abía gat Assa, Assa gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ósía, Ósía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía, Esekía gat Manasses, Manasses gat Amon, Amon gat Jósía, Jósía gat Jekonía og bræður hans um babyloneskan herleiðingartíma, og eftir babyloneska herleiðing gat Jekonía Sealtíel, Sealtíel gat Sóróbabel, Sóróbabel gat Abíúd, Abíúd gat Eliakím, Eliakím gat Asór, Asór gat Sódók, Sódók gat Akín, Akín gat Elíúd, Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Matan, Matan gat Jakob, Jakob gat Jósef, mann Maríu, af hverri eð fæddur er Jesús sá er kallast Kristur. (meira...)

Síðustu dagar: Snjáfjallavísur hinar síðari - Sorg - Þórarins þáttur stuttfeldar