Wikiheimild:Texti dagsins/14. október 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum úr Þúsund og einni nótt:

„Faðir minn hét Mamúd, og var konungur í borg þeirri, er hér lá áður, og ríkti hann yfir hinum fjórum svörtu eyjum. Andaðist hann á sjötugasta aldurs ári, og er ég var setztur að völdum eftir dauða hans, gekk ég að eiga bróðurdóttur mína. Hún hafði slíka ofurást á mér, að þegar ég fór burt frá henni, neytti hún hvorki matar né drykkjar, fyrr en ég kom heim aftur. En er fimm ár voru liðin, tók ég eftir því, að ást hennar fór að kólna, og komst ég að þessu móti eigin vilja. (meira...)

Síðustu dagar: Lofsöngur - Ólafs saga Tryggvasonar - Landnámabók