Wikiheimild:Texti dagsins/15. október 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Ívars þáttur Ingimundarsonar:

Konungur mælti: „Þykist þú af mér hafa minna sóma en þú vildir?“

„Eigi er það herra,“ segir hann.

„Hefir þú séð nokkura hluti,“ segir konungur, „þá er þér hafa svo mikið um fundist hér í landinu?“

Hann kveður eigi það vera.

„Vandast oss nú getan,“ segir konungur. „Viltu hafa forræði nokkur yfir eignum nokkurum?“

Hann neitti því.

„Eru nokkurar konur þær á yðru landi,“ segir konungur, „er þér sé eftirsjá að?“

Hann svaraði: „Svo er herra.“ (meira...)

Síðustu dagar: Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum - Lofsöngur - Ólafs saga Tryggvasonar