Wikiheimild:Texti dagsins/17. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen eldri:

Er þá tekið til að spila, og gekk þeim Indriða betur; hver strokan og múkurinn eftir annan.

Nú skulum við einu sinni fá stroku, Ormur litli! sagði Ingveldur, í því hún rétti spilin að Indriða til að draga, en það er verst, að hún Sigga á útsláttinn.

Nei, nei, ekki held ég verði stroka í þetta sinn, segir Sigríður ofur glöð, í því hún tók upp spilin, því hérna fékk ég fjóra besefa í einum slag. (meira...)

Síðustu dagar: Konan sem fór í svartaskólann - Allir krakkar - S. Matteus guðspjöll