Wikiheimild:Texti dagsins/19. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu:

Þetta sama haust kom Þangbrandur prestur af Íslandi til Ólafs konungs og segir sínar farar eigi sléttar, segir að Íslendingar höfðu gert níð um hann en sumir vildu drepa hann og lét enga von að það land mundi kristið verða. Ólafur konungur varð svo óður og reiður að hann lét blása öllum íslenskum mönnum saman, þeim er þar voru í bænum, og mælti síðan að alla skyldi drepa. (meira...)

Síðustu dagar: Krummi svaf í klettagjá - Piltur og stúlka - Konan sem fór í svartaskólann