Wikiheimild:Texti dagsins/19. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Bandamanna sögu:

Frá því er sagt að þeir Styrmir og Þórarinn talast við.

Styrmir mælti: „Mikla sneypu og svívirðing höfum við af þessu máli fengið.“

Þórarinn segir það eftir líkindum „og munu hér vitrir menn hafa um vélt.“

„Já,“ segir Styrmir, „sérð þú nokkuð til leiðréttu?“

„Eigi veit eg að það megi brátt verða,“ segir Þórarinn.

„Hvað helst?“ segir Styrmir.

Þórarinn segir: „Væri sökin við þá er fé var borið í dóm og sú mun bíta.“

„Það er,“ segir Styrmir. (meira...)

Síðustu dagar: Við fossinn - Pontus rímur - Ólafs saga helga