Wikiheimild:Texti dagsins/2. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Alþingisrímum:
Fyrir stríðið fjárlaga
flestir stika þingmenn djarft,
af því víða aflaga
ýmsum þykir fara margt.


Heyrast ópin æðihá,
upp í rót er þingið fer;
stjórnar sópa strompinn þá,
strýkur sótið hver af sér.

(meira...)

Síðustu dagar: Landnámabók - Garðyrkjumaðurinn, sonur hans og asninn - Allt fram streymir