Wikiheimild:Texti dagsins/21. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Jómsvíkinga saga:

„Óskaplegt sýnist mér,“ segir Eiríkur, „að vér berimst sjálfir Noregsmenn, þvíað nú mætti vera að fingist aðrir nær aukvisarnir. En ef þú vilt koma á fund föður míns með lið þitt og viltu veita honum slíkt sem þú ert til fær, þá munu þið sættast, og mun það þá eigi verða torsótt af föður míns hendi.“

En Þorkell svarar: „Þenna kost vil eg ef þú bizt í því, Eiríkur, að mér akist þetta eigi í tauma er þú segir, þá er eg hitti föður þinn.“

„Eg skal það annast,“ segir Eiríkur.

Og nú ræðst Þorkell miðlangur með sveit sína til liðs með Eiríki. (meira...)

Síðustu dagar: Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar - Bandamanna saga - Við fossinn