Wikiheimild:Texti dagsins/22. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Brennu-Njáls sögu:

Síðan bjuggust þeir heiman allir. Flosi var í leistabrókum því að hann ætlaði að ganga. Vissi hann að þá mundi öðrum minna fyrir þykja að ganga. Þeir fóru heiman á Hnappavöll en annan aftan til Breiðár en frá Breiðá til Kálfafells, þaðan í Bjarnanes í Hornafjörð, þaðan til Stafafells í Lón en þá til Þvottár til Síðu-Halls. Flosi átti Steinvöru dóttur hans. Hallur tók við þeim allvel. (meira...)

Síðustu dagar: Jómsvíkinga saga - Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar - Bandamanna saga