Wikiheimild:Texti dagsins/29. október 2007
Jump to navigation
Jump to search
Skotar höfðu látið fara sumt liðið laust og kom það í opna skjöldu jarlsmönnum og varð þar mannfall mikið þar til er þeir Njálssynir sneru í móti þeim og börðust við þá og komu þeim á flótta. Verður þá þó bardaginn harður. Snúa þeir Grímur og Helgi þá fram hjá merkinu jarls og berjast hið djarflegasta. Nú snýr Kári í móti Melsnata jarli. Melsnati skaut spjóti að Kára. Kári henti og skaut aftur spjótinu og í gegnum jarlinn. Þá flýði Hundi jarl en þeir ráku flóttann allt þar til er þeirspurðu til Melkólfs Skotakonungs að hann dró her saman í Dungalsbæ. Átti jarl þá ráð við menn sína og sýndist það öllum ráð að snúa aftur og berjast eigi við svo mikinn landher. Sneru þeir þá aftur. (meira...)