Wikiheimild:Texti dagsins/29. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Vesturfararsaga 1873 eftir Guðmund Stefánsson:

Ekki er gott að flytja mat á járnbrautum, því þröngt er í vögnunum, og eru menn heldur svangir, en snemma á daginn kemur umsjónarmaður vagnlestarinnar og spyr hvurt menn vilji fá að borða, skrifar töluna á fólkinu og sendir með málþræðinum, sem alltaf liggur með járnbrautinni, til næstu póststöðva. Síðan ólmast hann áfram (vagninn) margar þingmannaleiðir, þangað til að manni er skipað útúr vögnunum og ínní hús þar sem maturinn er til og allt til reiðu, en dinner máltíðin. Ég mátti borga 1 dollar fyrir okkur 4 allstaðar þar sem við keyptum mat, og þótti gott þegar maður gekk ósvangur frá. (meira...)

Síðustu dagar: Haralds saga hárfagra - Sprettur - Spurning