Wikiheimild:Texti dagsins/3. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Magnússona sögu í Heimskringlu:

Nikulás konungur sendi orð Sigurði konungi Jórsalafara og bað hann veita sér lið og styrk allan af sínu ríki og fara með Nikulási konungi austur fyrir Svíaveldi til Smálanda að kristna þar fólk því að þeir er þar byggðu héldu ekki kristni þótt sumir hefðu við kristni tekið. Var þann tíma víða í Svíaveldi mart fólk heiðið og mart illa kristið því að þá voru nokkurir þeir konungar er kristni köstuðu og héldu upp blótum, svo sem gerði Blót-Sveinn eða síðan Eiríkur hinn ársæli. (meira...)

Síðustu dagar: Alþingisrímur - Landnámabók - Garðyrkjumaðurinn, sonur hans og asninn