Wikiheimild:Texti dagsins/5. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr kvæðinu Rask eftir Þorstein Erlingsson:
Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn, hvað þeir vilja.
Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja:
svo tókst þeim að meiða´ hana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja;
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf -
það gengur allt lakar að skilja.

(meira...)

Síðustu dagar: Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga) - Magnússona saga - Alþingisrímur