Wikiheimild:Texti dagsins/6. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Jómsvíkinga sögu:

En þeir Sveinn Hákonarson og Þorkell leira ganga þangað að honum; og er þeir koma þar, þá spurði Hávarður: „Hvernig er, sveinar,“ segir hann, „hvort kom héðan nokkur sending af skipinu í nótt þangað á land til yðvar eða engi?“

Þeir svara: „Kom að vísu,“ segja þeir; „eða hvort hefir þú því valdið?“

„Ekki er þess að dylja,“ segir hann, „að eg senda yður, eða hvort varð nokkurum manni mein að er örin nam staðar?“

Þeir svara: „Bana fékk sá af,“ segja þeir, „er fyrir varð.“

„Vel er þá,“ segir hann, „eða hver varð fyrir maðurinn?“ (meira...)

Síðustu dagar: Rask - Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga) - Magnússona saga