Wikiheimild:Texti dagsins/6. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Sæfarinn eftir Jules Verne:
Titilsíða frönsku útgáfunnar

Það var á öndverðu ári 1867, að ég var á heimleið til Parísar úr vísinda-leiðangri í Nebraska, og var staddur í Nýju-Jórvík. Tíðindamenn stórblaðanna þefuðu mig uppi þegar í stað, og leituðu álits míns um mál þetta, sem þá var efst á baugi og mest um talað. Þótti þeim mikið undir því komið, hvað ég segði um það, því ég var prófessor við náttúrugripasafnið í París og höfundur bókarinnar: „Um leyndardóma undirdjúpanna“. Ég gat ekki skorast undan því með öllu, en reyndi þó að forðast allar staðhæfingar. Bar ég það fyrir, að enn væri ókunnugt um eðli dýrsins og náttúru. Þó þótti mér mest líkindi til, að þetta væri risavaxið náhveli, eftir öllum líkum að dæma.

Að dýrið væri hvalakyns, og einmitt af þessu tægi, réði ég af atviki, sem kom fyrir, meðan ég stóð við í Nýju-Jórvík. (meira...)

Síðustu dagar: Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni - Kristinna laga þáttur - Yfir kaldan eyðisand