Wikiheimild:Texti dagsins/7. júlí 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Úr Prologus Heimskringlu:
Síða úr Frísbók

Á bók þessi lét eg rita fornar frásagnir um höfðingja þá er ríki hafa haft á Norðurlöndum og á danska tungu, svo sem eg hefi heyrt fróða menn segja, svo og nokkurar kynslóðir þeirra eftir því sem mér hefir kennt verið, sumt það er finnst í langfeðgatali þar er konungar eða aðrir stórættaðir menn hafa rakið kyn sitt, en sumt er ritað eftir fornum frásögnum eða kvæðum eða söguljóðum er menn hafa haft til skemmtanar sér. Þótt vér vitum eigi sannindi á því þá vitum vér dæmi til að gamlir fræðimenn hafi slíkt fyrir satt haft. (meira...)

Síðustu dagar: Formáli yfir S. Páls pistil til Kolossia - 15. kafli Landnámabókar - Gísls þáttur Illugasonar (úr A-gerð Jóns sögu helga)