Wikiheimild:Texti dagsins/7. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Veislan á Grund eftir Jón Trausta:

„Ætíð sérðu illar vættir í hverju horni,“ gegndi Smiður glaðlega. „Hvað ætti að búa hér undir? Ertu hræddur við munkana hinum megin við ána? Eða við hvað ertu hræddur? Það hélt ég ekki, lögmaður, að þér lægi heyvisk í hjartastað. Nú er ekki margt manna heima um Eyjafjörð. Ég hefi sannfrétt, að Einar bóndi er vestur á landi með alla menn sína. Og Þorsteinn Eyjólfsson býr nú skip sitt í snatri úti á Eyrum og hyggur á það eitt að vera lagður frá landi áður en vér komum. Það hefi ég líka sannfrétt. Eða heldurðu ekki, að honum sé það hollast? - Við hvað ertu þá hræddur?“

„Oft býr kalt undir kvennablíðu,“ mælti Jón og vildi ekki fyllilega gleðjast láta. „Mér þykja viðtökurnar hér helst til vel undir búnar.“ (meira...)

Síðustu dagar: Jómsvíkinga saga - Rask - Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga)