Wikiheimild:Texti dagsins/7. september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
47. kafli Ólafs sögu Tryggvasonar úr Heimskringlu:

En er jarl kom til tals við konung þá höfðu þeir fátt talað áður konungur segir að jarl skyldi skírast láta og allt landsfólk hans en að öðrum kosti skyldi hann þá deyja þegar í stað en konungur kveðst mundu fara með eld og usla yfir eyjarnar og eyða land það nema fólkið kristnaðist.

En svo sem jarl var þá við kominn þá kaus hann þann af að taka skírn. Var hann þá skírður og allt það fólk er þar var með honum. Síðan svarði jarl konungi eiða og gerðist hans maður, fékk honum son sinn til gíslingar, er hét Hvelpur eða Hundi, og hafði Ólafur hann til Noregs með sér. (meira...)

Síðustu dagar: Sæfarinn - Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni - Kristinna laga þáttur