Wikiheimild:Texti dagsins/8. nóvember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Lítið ágrip um nýja eldsuppkomu í vestara parti Skaftafellssýslu og þess verkanir sem framkomnar eru eftir Jón Steingrímsson:

Nú er að tala um mállausar skepnur. Þegar öskufallið og brennisteinsregnið yfir dreif gat enginn kvikfénaður sér til nokkra nota gras bitið heldur hvað þar af varð bitið gjörði þá mestu ólyfjan í innyflunum. Hlupu því skepnurnar hingað og þangað í torfærur og ófæra vegu. Öllu ærfé var sleppt því það sinnti ei lömbum og það ei bráðdó og ei var afskorið hefur ei síðan sést nema fáeinar skepnur sem nú eru að hrynja niður og þeir bestu gömlu sauðir sem hér voru finnast nú hingað og þangað hordauðir svo það lítur út til þess að hér á Síðu verði ei eftir ein lifandi skepna af sauðfé. Naut og kúpeningur er hér og einnin einn dag eftir annan af grassins ólyfjan að drepast. (meira...)

Síðustu dagar: Veislan á Grund - Jómsvíkinga saga - Rask