Wikiheimild:Texti dagsins/desember 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
TEXTI DAGSINS tilnefningar
2007 · 2008

janúar · febrúar · mars · apríl · júní · júlí · ágúst · september · október · nóvember · desember

1. desember
Pontus rímur eftir Magnús prúða:
3. Finnist nokkur neisti hér
nýtur í kvæðum mínum,
það guði einum þakki þér,
er þetta veitir sínum.
4. Eg hefi hér við lítið lag
lagt á þetta kvæði
að vanda svo um breyttan brag,
beint sem efnið stæði.

(meira...)

Síðustu dagar: Vísur Vatnsenda-Rósu - Krummavísa - Þorleifs þáttur jarlaskálds


skoða - spjall - saga


2. desember
Úr Landnámabók:

Maður hét Ketill hinn fíflski, son Jórunnar manvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs; hann fór af Suðureyjum til Íslands; (hann) var kristinn; hann nam land milli Geirlandsár og Fjarðarár fyrir ofan Nýkoma.

Ketill bjó í Kirkjubæ; þar höfðu áður setið papar, og eigi máttu þar heiðnir menn búa. (meira...)

Síðustu dagar: Pontus rímur - Vísur Vatnsenda-Rósu - Krummavísa


skoða - spjall - saga


3. desember
Eftir dansleik eftir Jón Thoroddsen yngri:
Elskar hann mig? spurði hún, og lagaði á sér hárið.
Elskar hann mig? spurði hún, og púðraði sig í flaustri.
Elskar hann mig? spurði hún.
Spegillinn brosti.
Já, sagði spegillinn og brosti.

(meira...)

Síðustu dagar: Landnámabók - Pontus rímur - Vísur Vatnsenda-Rósu


skoða - spjall - saga


4. desember
Úr Magnúss sögu Erlingssonar í Heimskringlu:

Flokkur þessi er Birkibeinar voru kallaðir höfðu saman safnast með fjölmenni miklu. Var það fólk hart og menn hinir vopndjörfustu og lið heldur óspakt, fóru mjög geystir og rasandi síðan þeir þóttust hafa styrk mikinn. Þeir höfðu í flokkinum fátt þeirra manna er ráðagerðarmenn væru eða vanir væru stjórn lands eða laga eða her að stýra en þótt sumir kynnu betur þá vildi þó flokkurinn allur hafa það er sjálfum sýndist. Þóttust þeir öruggir af liðsfjölda sínum og hreysti. (meira...)

Síðustu dagar: Eftir dansleik - Landnámabók - Pontus rímur


skoða - spjall - saga


5. desember
Úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen:

Á austanverðu Íslandi liggur hérað eitt mikið og fagurt, er .....hérað heitir; þar gjörðist saga sú, er hér skal rituð. Hérað þetta er allfjölbyggt, en var þó betur bæjum skipað á dögum Síðu-Halls, og sést nú víða aðeins fyrir tóftum, þar sem sögurnar segja, að verið hafi vel hýst höfðingjasetur. Sjón er sögu ríkari, en eigi vitum vér, hvað veldur. Þeir, sem rita og ritað hafa um landsins gagn og nauðsynjar, verða ekki á eitt sáttir um það efni; ætla nokkrir, að hin fögru býli hafi lagst í eyði sakir ódugnaðar landsmanna, og hafa það til síns máls, að eins sé landið nú „fagurt og frítt“ sem á fyrri öldum, þegar Norðmenn tóku sér þar bólfestu, og enn sé þar víða byggilegt, sem ekki er byggt. (meira...)

Síðustu dagar: Magnúss saga Erlingssonar - Eftir dansleik - Landnámabók


skoða - spjall - saga


6. desember
Úr Brennu-Njáls sögu:

Nú ríða þeir tólf saman til Hlíðarenda. En er þeir komu í túnið þá var Gunnar úti og fann eigi fyrr en þeir komu allt að bænum. Hann gengur þá eigi inn. Otkell lætur þegar dynja stefnuna.

En er þeir höfðu fram flutt stefnuna þá mælti Skammkell: „Er rétt stefnt Gunnar bóndi?“

„Þér vitið slíkt,“ segir Gunnar, „en minna skal eg þig á ferð þessa Skammkell eitthvert sinn og tillögur þínar.“

„Það mun oss ekki saka,“ segir Skammkell, „ef atgeirinn er eigi á lofti.“ (meira...)

Síðustu dagar: Piltur og stúlka - Magnúss saga Erlingssonar - Eftir dansleik


skoða - spjall - saga


7. desember
Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum úr Þúsund og einni nótt:

„Þegar drottning hafði lamið hinn unga konung yfir svörtu eyjunum hundrað högg, færði hún hann aftur í hárklæðið og hina gullsaumuðu yfirhöfn. Síðan fór hún til Tárahallarinnar með mat á disk og bikar fullan af einhverjum drykk, er hún hafði byrlað; gekk hún þar inn grátandi og kveinandi og æpti hástöfum: „Ó, þú elskhugi minn, svaraðu mér, talaðu við mig;“ síðan gekk hún að hvílunni, því hún vissi ekki betur en að friðill hennar væri þar, mælti hún þá þessi orð skáldsins:

Nær mun linna harma hríð
og hryggðar slökkvast eldur?
Helzt til sárt er sálarstríð,
sem að ástin veldur.

(meira...)

Síðustu dagar: Brennu-Njáls saga - Piltur og stúlka - Magnúss saga Erlingssonar


skoða - spjall - saga


8. desember
Úr Landnámabók:

Sonur Helga var Sigurður hinn landverski og Skefill hinn haukdælski, faðir Helga dýrs, er barðist við Sigurð, son Ljóts löngubaks, í Öxarárhólma á alþingi. Um það orti Helgi þetta:

Band's á hægri hendi,
hlautk sár af Tý báru,
lýg ek eigi þat, leygjar,
linnvengis Bil, minni.

Hrafn var annar son Skefils, faðir Gríms, föður Ásgeirs, föður Helga. (meira...)

Síðustu dagar: Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum - Brennu-Njáls saga - Piltur og stúlka


skoða - spjall - saga


9. desember
Úr Pontus rímum:
1. Enn fer eg með annan slag
upp að byrja þennan dag,
styðja á fætur fallinn brag
og finna nýrra óðar lag.
2. Hér fer eg með kvæði kátt
að kynna yður á nýjan hátt,
so þér mættuð sjálfir brátt
sannar dygðir iðka þrátt.

(meira...)

Síðustu dagar: Landnámabók - Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum - Brennu-Njáls saga


skoða - spjall - saga


10. desember
Úr Kristinna laga þætti Grágásar:

Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skulum taka til annan dag viku að varna við kjöti, þann er drottins dagar verða 3 á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu, nema drottins daga og messudaga lögtekna. Föstudaga eigum vér að fasta í jólaföstu og næturnar og hinn næsta dag jólum fyrir dag föstu, og fyrir hinn 13. dag. (meira...)

Síðustu dagar: Pontus rímur - Landnámabók - Sagan af hinum unga konungi á svörtu eyjunum


skoða - spjall - saga


11. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/11. desember 2007
skoða - spjall - saga


12. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/12. desember 2007
skoða - spjall - saga


13. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/13. desember 2007
skoða - spjall - saga


14. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/14. desember 2007
skoða - spjall - saga


15. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/15. desember 2007
skoða - spjall - saga


16. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/16. desember 2007
skoða - spjall - saga


17. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/17. desember 2007
skoða - spjall - saga


18. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/18. desember 2007
skoða - spjall - saga


19. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/19. desember 2007
skoða - spjall - saga


20. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/20. desember 2007
skoða - spjall - saga


21. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/21. desember 2007
skoða - spjall - saga


22. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/22. desember 2007
skoða - spjall - saga


23. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/23. desember 2007
skoða - spjall - saga


24. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/24. desember 2007
skoða - spjall - saga


25. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/25. desember 2007
skoða - spjall - saga


26. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/26. desember 2007
skoða - spjall - saga


27. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/27. desember 2007
skoða - spjall - saga


28. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/28. desember 2007
skoða - spjall - saga


29. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/29. desember 2007
skoða - spjall - saga


30. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/30. desember 2007
skoða - spjall - saga


31. desember

Wikiheimild:Texti dagsins/31. desember 2007
skoða - spjall - saga