Wikiheimild:Texti dagsins/september 2007

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
TEXTI DAGSINS tilnefningar
2007 · 2008

janúar · febrúar · mars · apríl · júní · júlí · ágúst · september · október · nóvember · desember

1. september
25. kafli Magnússona sögu úr Heimskringlu:

Konungur mælti: „Eg þóttist hér á Jaðri vera úti staddur og sá eg út í haf og leit eg þar sorta mikinn og var för í og nálgaðist hingað. Þá sýndist mér sem það væri mikið tré eitt og óðu limarnar uppi en ræturnar í sjá. En er tréið kom að landi þá braut það og rak brot trésins víða um landið, bæði um meginland og úteyjar, sker og strandir, og þá gaf mér sýn svo að eg þóttist sjá um allan Noreg hið ytra með sjá og sá eg í hverja vík að rekin voru brot af þessu tré og voru flest smá en sum stærri.“

Þá segir ármaðurinn það líkast um þenna draum „að þér sjálfir munuð best skipa og vildum vér gjarna heyra að þér réðuð.“

Þá mælti konungur: „Það þykir mér líkast að vera muni fyrir tilkomu nokkurs manns í land þetta og mun hann hér staðfestast og hans afspringi mundi víða dreifast um land þetta og vera mjög misstórt.“ (meira...)

Síðustu dagar: Bikarinn - Þingskapa þáttur - Brúðardraugurinn


skoða - spjall - saga


2. september
Þórhalls þáttur knapps:

Maður er nefndur Þórhallur og kallaður knappur. Hann bjó á Knappstöðum í Fljótum. Þórhallur var göfugrar ættar. Höfðu hans foreldrar þar búið fyrir honum. Þórhallur var maður siðlátur og þó heiðinn sem þá var flest fólk í þeim sveitum. Hann var mjög tekinn og þyngdur af líkþrá. Þórhallur blótaði skurðgoð að sið frænda sinna. Var eitt hof ríkt eigi langt frá bæ Þórhalls er Fljótverjar héldu allir samt og höfðu þar blótveislur á hverju ári. (meira...)

Síðustu dagar: Magnússona saga - Bikarinn - Þingskapa þáttur


skoða - spjall - saga


3. september
Yfir kaldan eyðisand eftir Kristján fjallaskáld:
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið norðurland,
nú á ég hvergi heima.

(meira...)

Síðustu dagar: Þórhalls þáttur knapps - Magnússona saga - Bikarinn


skoða - spjall - saga


4. september
Úr Kristinna laga þætti Grágásar:

Ef maður verður svo staddur í úteyjum um langaföstu að hann hefur ekki annan mat en kjöt og skal hann heldur eta en fara öndu sinni fyrir matleysi. Hann skal eigi eta imbrudaga kjöt eða föstudaga. Svo skal hann eta að hann ali önd sína við en eigi skal hann hyldast á. Gengið skal hann hafa til skriftar við kennimann á 7 nóttum hinum næstum er hann kemur úr eyjunni. (meira...)

Síðustu dagar: Yfir kaldan eyðisand - Þórhalls þáttur knapps - Magnússona saga


skoða - spjall - saga


5. september
Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni úr Þúsund og einni nótt:

Þegar ég var kominn til höfuðborgarinnar, sem var aðsetur föður míns, sá ég að fjöldi varðmanna stóð við hallarhliðin, en því var ekki vant; slógu þeir hring um mig, er ég gekk inn.

Þegar ég spurði, hvernig þessu viki við, svaraði höfuðsmaðurinn: „Kóngsson! Herliðið hefur sett stórvezírinn í hásæti föður yðar, sem nú er dáinn, og í nafni hins nýja konungs tek ég yður fastan.“ (meira...)

Síðustu dagar: Kristinna laga þáttur - Yfir kaldan eyðisand - Þórhalls þáttur knapps


skoða - spjall - saga


6. september
Sæfarinn eftir Jules Verne:
Titilsíða frönsku útgáfunnar

Það var á öndverðu ári 1867, að ég var á heimleið til Parísar úr vísinda-leiðangri í Nebraska, og var staddur í Nýju-Jórvík. Tíðindamenn stórblaðanna þefuðu mig uppi þegar í stað, og leituðu álits míns um mál þetta, sem þá var efst á baugi og mest um talað. Þótti þeim mikið undir því komið, hvað ég segði um það, því ég var prófessor við náttúrugripasafnið í París og höfundur bókarinnar: „Um leyndardóma undirdjúpanna“. Ég gat ekki skorast undan því með öllu, en reyndi þó að forðast allar staðhæfingar. Bar ég það fyrir, að enn væri ókunnugt um eðli dýrsins og náttúru. Þó þótti mér mest líkindi til, að þetta væri risavaxið náhveli, eftir öllum líkum að dæma.

Að dýrið væri hvalakyns, og einmitt af þessu tægi, réði ég af atviki, sem kom fyrir, meðan ég stóð við í Nýju-Jórvík. (meira...)

Síðustu dagar: Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni - Kristinna laga þáttur - Yfir kaldan eyðisand


skoða - spjall - saga


7. september
47. kafli Ólafs sögu Tryggvasonar úr Heimskringlu:

En er jarl kom til tals við konung þá höfðu þeir fátt talað áður konungur segir að jarl skyldi skírast láta og allt landsfólk hans en að öðrum kosti skyldi hann þá deyja þegar í stað en konungur kveðst mundu fara með eld og usla yfir eyjarnar og eyða land það nema fólkið kristnaðist.

En svo sem jarl var þá við kominn þá kaus hann þann af að taka skírn. Var hann þá skírður og allt það fólk er þar var með honum. Síðan svarði jarl konungi eiða og gerðist hans maður, fékk honum son sinn til gíslingar, er hét Hvelpur eða Hundi, og hafði Ólafur hann til Noregs með sér. (meira...)

Síðustu dagar: Sæfarinn - Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni - Kristinna laga þáttur


skoða - spjall - saga


8. september
S. Páls pistill til Filippensis úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar:

Páll og Tímóteus, þjónustumenn Jesú Kristi. Öllum heilögum í Kristo Jesú til Filippenses samt biskupum og þénurum. Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo. Eg þakka Guði mínum svo oft sem eg hugsa yður, hvað eg gjöri alla tíma í mínum bænum fyrir öllum yður, og þá bæn gjöri eg með fögnuði (yfir yðru samlagi í evangelio) í frá hinum fyrsta degi allt til þessa. Og eg em þess hins sama í góðu trausti að sá sem í yður hefir upp byrjað hið góða verkið, hann muni það og einninn fullkomna allt á þann dag Jesú Kristi svo sem að mér er vel heyrilegt það eg haldi af yður öllum í þeim máta. Því að eg hefi yður í mínu hjarta í þessum mínum fjötrum, hvar inni eg forsvara og vernda þetta evangelium, hvar af að þér eruð allir náðarinnar hluttakarar meður mér. (meira...)

Síðustu dagar: Ólafs saga Tryggvasonar - Sæfarinn - Sagan af hinum fyrsta förumunki og kóngssyni


skoða - spjall - saga


9. september
Úr kvæðinu Í Hlíðarendakoti eftir Þorstein Erlingsson:
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.

(meira...)

Síðustu dagar: S. Páls pistill til Filippensis - Ólafs saga Tryggvasonar - Sæfarinn


skoða - spjall - saga


10. september
Sagan af Sjabeddín fróða úr Þúsund og einni nótt:

Það var einhvern dag, að soldán Egiptalands stefndi öllum fræðimönnum ríkisins í höll sína; hófst þá þræta á milli þeirra. Svo er mælt, að engillinn Gabríel hafi burtnumið Mahómet úr hvílu sinni, og sýnt honum allt, sem er í hinum sjö himnum, í paradís og í helvíti. En er spámaðurinn með þessum hætti hafði átt níutíu þúsund samtöl við drottinn, flutti engillinn hann aftur ofan í rúmið hans. En þetta hafði allt orðið með svo skjótri svipan, að Mahómet fann sængina volga og gat reist upp vatnskrukku, sem oltið hafði um, þegar hann var burtnuminn, og var ekki farið niður allt vatnið, sem í henni var. (meira...)

Síðustu dagar: Í Hlíðarendakoti - S. Páls pistill til Filippensis - Ólafs saga Tryggvasonar


skoða - spjall - saga


11. september
Úr Haraldar sögu hárfagra í Heimskringlu:

Göngu-Hrólfur fór síðan vestur um haf í Suðureyjar og þaðan fór hann vestur í Valland og herjaði þar og eignaðist jarlsríki mikið og byggði þar mjög Norðmönnum og er þar síðan kallað Norðmandí. Af Hrólfs ætt eru komnir jarlar í Norðmandí. Sonur Göngu-Hrólfs var Vilhjálmur, faðir Ríkarðar, föður annars Ríkarðar, föður Roðberts löngumspaða, föður Vilhjálms bastarðar Englakonungs. Frá honum eru síðan komnir Englakonungar allir. (meira...)

Síðustu dagar: Sagan af Sjabeddín fróða - Í Hlíðarendakoti - S. Páls pistill til Filippensis


skoða - spjall - saga


12. september
Úr Bersöglisvísum Sighvats Þórðarsonar:
Eitt es mál, þats mæla:
„Mínn dróttinn leggr sína
eign á óðǫl þegna.“
Ǫfgask bóendr gǫfgir.
Rán mun seggr, hinn es sína
selr út, í því telja,
flaums at fellidómi
fǫðurleifð konungs greifum.

(meira...)

Síðustu dagar: Haraldar saga hárfagra - Sagan af Sjabeddín fróða - Í Hlíðarendakoti


skoða - spjall - saga


13. september
Úr Brennu-Njáls sögu:

„Nú skalt þú ríða heiman við hinn þriðja mann. Skalt þú hafa voskufl ystan klæða og undir söluvoðarkyrtil mórendan. Þar skalt þú hafa undir hin góðu klæði þín og taparöxi í hendi. Tvo hesta skal hafa hver yðvar, aðra feita en aðra magra. Þú skalt hafa héðan smíði. Þér skuluð ríða þegar á morgun og er þér komið yfir Hvítá vestur þá skalt þú láta slota hatt þinn mjög. Þá mun eftir spurt hver sá sé hinn mikli maður. Förunautar þínir skulu segja að þar sé Kaupa-Héðinn hinn mikli, eyfirskur maður, og fari með smíði. Hann er maður skapillur og margmæltur, þykist einn vita allt. Hann rekur aftur kaup sín oftlega og flýgur á menn þegar er eigi er svo gert sem hann vill. Þú skalt ríða vestur til Borgarfjarðar og láta þá falt hvarvetna smíðið og reka aftur kaupin mjög. Þá mun sá orðrómur á leggjast að Kaupa-Héðinn sé manna verstur viðfangs og síst sé logið frá honum. (meira...)

Síðustu dagar: Bersöglisvísur - Haraldar saga hárfagra - Sagan af Sjabeddín fróða


skoða - spjall - saga


14. september
Úr Höllu eftir Jón Trausta:

Hann hugsaði til embættisbræðra sinna, bæði fyrr og síðar, sem hann hafði afspurn af, að líkt hefði staðið á fyrir, eða sem á einhvern hátt höfðu orðið að grípa til líkra óyndisúrræða til að skjóta sér undan hegnandi hendi þessarar miðaldalegu stofnunar.

Hann hugsaði til Jóns Þorlákssonar. Alltaf skildi hann hendingar hans betur og betur.

En þeir voru margir, og vissulega fleiri en nokkurn grunaði, sem eitthvað höfðu að dylja og samt neyddust til að halda áfram kennimennsku sinni og fordæma það í fari annarra, sem þeir sjálfir álitu ekki synd, en skjálfa sjálfir, hvenær sem þeir litu í augun á einhverjum þeim manni, sem yfirljómaði bresti sína með stórum kostum, í stað þess að klóra yfir þá með lygi. (meira...)

Síðustu dagar: Brennu-Njáls saga - Bersöglisvísur - Haraldar saga hárfagra


skoða - spjall - saga


15. september
Úr Grágás:

Lík skal eigi bera í kirkju bert eða blóðugt. Eigi skal þess manns lík í kirkju bera er eigi átti kirkjugengt meðan hann lifði. Ef maður ber þess manns lík í kirkju er frá er skildur og skal hann bæta löstinn kirkjunni 12 aurum. Ef vill eigi gjalda það fé, og verður hann útlægur um það 3 mörkum og á þó að inna kirkjunni sitt fé. (meira...)

Síðustu dagar: Halla - Brennu-Njáls saga - Bersöglisvísur - Haraldar saga hárfagra


skoða - spjall - saga


16. september
Úr Ólafs sögu helga:

Síðan fluttu bændur her sinn til Stiklastaða. Þar var Ólafur konungur fyrir með sitt lið. Fór í öndurðu liðinu Kálfur og Hárekur fram með merkinu. En er þeir mættust þá tókst eigi allskjótt árásin því að bændur frestuðu atgöngu fyrir þá sök að lið þeirra fór hvergi nær allt jafnfram og biðu þeir þess liðs er síðar fór. (meira...)

Síðustu dagar: Grágás - Halla - Brennu-Njáls saga - Bersöglisvísur


skoða - spjall - saga


17. september
Úr 9. rímu Pontus rímna:
Vekja tekur mig vísna spil;
verkin merk eg birta vil;
Hómerus, kom og hjálpa til,
hér so verði á rímu skil.
Menendur, þéna mér nú brátt,
so megi eg segja níunda hátt;
Euripides, heyr og fjölga fátt,
fljóði rjóðu gjörðú kátt.

(meira...)

Síðustu dagar: Ólafs saga helga - Grágás - Halla


skoða - spjall - saga


18. september
Úr kvæðinu Við fossinn eftir Þorstein Erlingsson:
Og þú lékst þér syngjandi að silfrinu því,
sem sindrandi í beltið er grafið,
en mólst ekki gull eins og þorparans þý,
því þeyttirðu dansandi í hafið.
Þó voruð þið auður, sem ýmsum varð stór
og Íslendings dýrasti hróður:
Hann heyrði ykkur syngja það, hvar sem hann fór,
að hann ætti drottning að móður.

(meira...)

Síðustu dagar: Pontus rímur - Ólafs saga helga - Grágás


skoða - spjall - saga


19. september
Úr Bandamanna sögu:

Frá því er sagt að þeir Styrmir og Þórarinn talast við.

Styrmir mælti: „Mikla sneypu og svívirðing höfum við af þessu máli fengið.“

Þórarinn segir það eftir líkindum „og munu hér vitrir menn hafa um vélt.“

„Já,“ segir Styrmir, „sérð þú nokkuð til leiðréttu?“

„Eigi veit eg að það megi brátt verða,“ segir Þórarinn.

„Hvað helst?“ segir Styrmir.

Þórarinn segir: „Væri sökin við þá er fé var borið í dóm og sú mun bíta.“

„Það er,“ segir Styrmir. (meira...)

Síðustu dagar: Við fossinn - Pontus rímur - Ólafs saga helga


skoða - spjall - saga


20. september
Annar pistill s. Petrus úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar:

En þar voru falsspámenn meðal fólksins. Svo munu og einninn meðal yðar verða lygisamir lærendur sem jafnframt innleiða munu háskasamlegar tvídrægnir og afneita Drottni, þeim sem þá hefir endurkeypt, og munu yfir sjálfa sig leiða snöggva glatan. Og margir munu eftirfylgja þeirra munaðlífi, fyrir hverja sannleiksvegurinn mun lastaður verða. Og fyrir ágirnd upploginna orða munu þeir á yður græða, hverra dómsáfelli þegar fyrir löngu mun eigi þrotna og þeirra fyrirdæming sæfir eigi. (meira...)

Síðustu dagar: Bandamanna saga - Við fossinn - Pontus rímur


skoða - spjall - saga


21. september
Jómsvíkinga saga:

„Óskaplegt sýnist mér,“ segir Eiríkur, „að vér berimst sjálfir Noregsmenn, þvíað nú mætti vera að fingist aðrir nær aukvisarnir. En ef þú vilt koma á fund föður míns með lið þitt og viltu veita honum slíkt sem þú ert til fær, þá munu þið sættast, og mun það þá eigi verða torsótt af föður míns hendi.“

En Þorkell svarar: „Þenna kost vil eg ef þú bizt í því, Eiríkur, að mér akist þetta eigi í tauma er þú segir, þá er eg hitti föður þinn.“

„Eg skal það annast,“ segir Eiríkur.

Og nú ræðst Þorkell miðlangur með sveit sína til liðs með Eiríki. (meira...)

Síðustu dagar: Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar - Bandamanna saga - Við fossinn


skoða - spjall - saga


22. september
Úr Brennu-Njáls sögu:

Síðan bjuggust þeir heiman allir. Flosi var í leistabrókum því að hann ætlaði að ganga. Vissi hann að þá mundi öðrum minna fyrir þykja að ganga. Þeir fóru heiman á Hnappavöll en annan aftan til Breiðár en frá Breiðá til Kálfafells, þaðan í Bjarnanes í Hornafjörð, þaðan til Stafafells í Lón en þá til Þvottár til Síðu-Halls. Flosi átti Steinvöru dóttur hans. Hallur tók við þeim allvel. (meira...)

Síðustu dagar: Jómsvíkinga saga - Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar - Bandamanna saga


skoða - spjall - saga


23. september
Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga):

Þenna tíma sat konungurinn í Þrándheimi. Voru þar þá margir íslenskir menn, Teitur son Ísleifs biskups og mart annað mektugra manna af Íslandi en þá hafði þar orðið ill tíðindi því að einn íslenskur maður er Gils hét hafði drepið einn hirðmann Magnúss konungs er Gjafvaldur hét. En Gísl fyrrnefndan hafði það til þessa verks rekið að hann átti hefna föður síns því að Gjafvaldur hafði vegið Illuga föður hans á Íslandi en Gísl var þann tíma barn að aldri. (meira...)

Síðustu dagar: Brennu-Njáls saga - Jómsvíkinga saga - Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar


skoða - spjall - saga


24. september
Úr Landnámabók:

Bræður tveir námu Akranes allt á milli Kalmansár og Aurriðaár; hét annar Þormóður; hann átti land fyrir sunnan Reyni og bjó að Hólmi. Hann var faðir Bersa og Þorlaugar, móður Tungu-Odds.

Ketill átti Akranes fyrir vestan og fyrir norðan Akrafell til Aurriðaár. Hans son var Jörundur hinn kristni, er bjó í Görðum; þar hét þá Jörundarholt. Jörundur var faðir Klepps, föður Einars, föður Narfa og Hávars, föður Þorgeirs. (meira...)

Síðustu dagar: Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga) - Brennu-Njáls saga - Jómsvíkinga saga


skoða - spjall - saga


25. september
Sagan af indverska spekingnum Padmanaba og hinum unga mjöðsölumanni úr Þúsund og einni nótt:

„Herra! Einu sinni var í borginni Damaskus maður, sem seldi rúsínumjöð. Hann átti son, sem Hassan hét, eitthvað fimmtán eða sextán ára gamlan, og undraðist hver maður er hann sá.

Hann hafði mánafagra ásjónu og var réttvaxinn eins og sýpresviður, glaðlyndur og gæddur fögrum gáfum. Hver maður, sem heyrði hann syngja, varð frá sér numinn af sætleika raddar hans, og svo lék hann á fiðlu, að dauðir máttu vakna til lífs. (meira...)

Síðustu dagar: Landnámabók - Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga) - Brennu-Njáls saga


skoða - spjall - saga


26. september
Spurning eftir Benedikt Gröndal:
Til hvers gerði þó guð minn glóandi ástanna loga,
    ef að ég mig ekki má mýkja og gleðja við hann?
Til hvers fyllti hann alheiminn svo með unað og yndi,
    ef ég sem Tantalus æ ódrukkinn ráfa þar hjá?
Til hvers er gleðin og gullfagurt vín í glampandi skálum?
    Minnstu, að maður þú ert, manninn samt gerðu ekki svín.

(meira...)

Síðustu dagar: Sagan af indverska spekingnum Padmanaba og hinum unga mjöðsölumanni - Landnámabók - Gísls þáttur Illugasonar (úr B-gerð Jóns sögu helga)


skoða - spjall - saga


27. september
Sprettur eftir Hannes Hafstein:
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.

(meira...)

Síðustu dagar: Spurning - Sagan af indverska spekingnum Padmanaba og hinum unga mjöðsölumanni - Landnámabók


skoða - spjall - saga


28. september
Úr Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu:
Lágu fallnir
í fen ofan
Valþjófs liðar,
vopnum höggnir,
svo að gunnhvatir
ganga máttu
Norðmenn yfir
að nám einum.

(meira...)

Síðustu dagar: Sprettur - Spurning - Sagan af indverska spekingnum Padmanaba og hinum unga mjöðsölumanni


skoða - spjall - saga


29. september
Vesturfararsaga 1873 eftir Guðmund Stefánsson:

Ekki er gott að flytja mat á járnbrautum, því þröngt er í vögnunum, og eru menn heldur svangir, en snemma á daginn kemur umsjónarmaður vagnlestarinnar og spyr hvurt menn vilji fá að borða, skrifar töluna á fólkinu og sendir með málþræðinum, sem alltaf liggur með járnbrautinni, til næstu póststöðva. Síðan ólmast hann áfram (vagninn) margar þingmannaleiðir, þangað til að manni er skipað útúr vögnunum og ínní hús þar sem maturinn er til og allt til reiðu, en dinner máltíðin. Ég mátti borga 1 dollar fyrir okkur 4 allstaðar þar sem við keyptum mat, og þótti gott þegar maður gekk ósvangur frá. (meira...)

Síðustu dagar: Haralds saga hárfagra - Sprettur - Spurning


skoða - spjall - saga


30. september
Úr Brennu-Njáls sögu:
Eg ríð hesti
hélugbarða,
úrigtoppa,
ills valdanda.
Eldr er í endum,
eitr er í miðju.
Svo er um Flosa ráð
sem fari kefli
og svo er um Flosa ráð
sem fari kefli.

(meira...)

Síðustu dagar: Vesturfararsaga 1873 - Haralds saga hárfagra - Sprettur


skoða - spjall - saga