Þriðja auglýsing Jörundar hundadagakonungs

Úr Wikiheimild
Þriðja auglýsing Jörundar hundadagakonungs
höfundur Jörundur hundadagakonungur

Eftir mynd af eintaki prentuðu í Leirárgörðum og gefið út 11. júlí 1809 af vef Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. [1].

Placat[breyta]

Eptir Vorri Auglysingu, dagsettri þann 26ta Junii 1809, áttu Landsins Fulltruar i nærstliggjandi platsum ad koma saman, til þess ad afgjöra sjerhvad, er þjenanlegast væri Landinu til gagns; en Vjer formerkjum, ad Yfirvaldspersonurnar hafa öldungis enga rádstöfun gjört til þessarar þarflegu Samkomu. Vjer höfum ecki lengur getad motstadid Almennings osk, sem ecki einúngis hefir bedir mig ad takast Landsins Stjorn á hendur, heldur jafnvel hundrudum saman frambodid sig, án minnstu þvingunar, Landinu til forsvars. Það gjörist þessvegna hjermed heyrum kunnugt:

1.) Ad Vér Jörgen Jörgensen, höfum tekid ad Oss Landsins Stjórn, sem þess Forsvarsmadur, þartil ad regluleg Landstjórn er áqvördud, med Fullmakt ad færa stríd og semja frid vid útlendska Stjórnarherra.

2.) Ad Strídsfólkid hefir útnefnt Mig til þess Fyrirlida á Sjó og Landi, og til ad hafa tilsjon med öllu er Strídssökum vidkémur í Landinu.

3.) Ad þad íslendska Flagg skal vera blátt, med 3ur hvítum Þorskfiskum á, hvörs vyrdíngu Vér viljum takast á hendur ad forsvara med Voru Lífi og Blodi.

4.) Ad Stiftamtsins Signet er ecki lengur gyldandi, en öll árídandi opinber Skjöl skulu vera undirskrifud af mér sjálfum, og mitt Signet undir þeim (J.J.), þartil Fólksfulltrúarnir géta komid saman og gjört rádstöfun fyrir þénanlegu Signeti.

5.) Ad allra Embættismanna, er af Födurlandselsku hafa kynnt mér [...] óskudu ad vera vid embætti sín, og þéna Landinu í þessum hættu[...] bágu kríngumstædum þad nýlega var í, þeirra Laun skulu vidhald[...] aptur á mót þeir Embættismenn, sem verid hafa í nálægd, og ecki [...]ér tilkynníng, eru hérmed öldúngis settir frá þeirra Embættum, [...] þeir innan þess 20ta Julii komi med gyldar orsakir hvaraf þeir ecki hafi annadhvört frásagt sér Embættin edur tilkynnt sig ad vilja halda þeim sömu, þá eptir þenna dag skal géfast inn listi, í hvörjum sjedst gétur hvörjir Embættismenn verda vid, edur ecki, þeirra Embætti; líka sem upp frá þessum degi sérhvör Persóna í landinu, er hlýdir einni einustu Skipun frá þvílíkum Embættis mönnum, álítst sem Drottins-svikari; þó géfum Vér enn þá 4ra vikna frest til lengst fráliggjandi plátsa.

6.) Ad allir Embættismenn, sem óska þess og frásegja sig Embættinu skulu flytjast frítt til Kaupmannahafnar, nær hentugleikar þar til fást; á medan bjódum og skipum Vér þessháttar Embættismönnum ad halda sig ferdbúnum til Vestmannaeya, ad þeir ecki med undirferli spilli Almenníngs hagsæld og fridi, nema þeir géti fengid tilbærilega borgun fyrir þeirra godu framferdi.

7. Ad Vér med stærstu ánægju höfum sjed þá íslendsku Geistlegu sem góda Kristna, frama fraid og ordu á þessum hættusama tímapúnkti, hvörsvegna Vér lofum ad útbetala þeirra laun og þeirra Eckna Pensionir, samt eptir mögulegleikum bæta kjör þeirra.

8.) Ad Landid skal setjast í ordulegt Varnar-stand, án minnstu tillögu af Sköttum frá Innbyggjurunum.

9.) Ad ein Persóna skal hafa Fullmakt til ad stadfesta frid vid hans Hátign Kónginn af Stora Bretlandi.

10.) Ad allir enskir Undirsátar skulu njóta fullkomins fridar í Landinu, til ad höndla og setja bólfestu, þegar þeir ecki brjóta mót Landsins Lögum, og allir, sem óforþént gjöra á hluta nockurs ensks Undirsáta, skulu straffast.

11.) Engvir utan innfæddir Islendskir megu setjast til verdslegra eda geistlegra Embætta.

12.) Ad Vér skuldbindum Oss til ad leggja nidur Vort Embætti þad augnablik, samkoma Fulltrúanna hefir stad haft, hvör samankallast nærsta ár, þann 1ta Julii 1810, og eptir ad hin sama hefir áqvardad reglulega Landstjórn, og einn og sérhvörr, svo vel fáktækur, tekur jafnvæga hlutdeild í þeirra Stjórnun, sem hinn meiriháttar.

13.) Ad allar danskar eigur á Eynni, egu ad gjörast upptækar, Landinu til besta, og sá sem dylur nockra Féhyrdsiu eptirstöd (Kaffebeholdning) edur adrar danskar eigur, skal straffast.

14.) Ad Amtmennirnir, hvört heldur þeir verda vid Embætte sin eda ecki, egu ad bera umhyggju fyrir þessarar Auglýsingar leidbeiníngu, og loka í og innsigla öll dönsk Vöruhús í Ömtunum, samt taka á öllum Féhyrdslu eptirstödvum Dönskum tilheyrandi.

15.) Ad nockrir Embættismenn, af ótta fyrir danskri Ríkisstjórn, ecki hafa gjört sig uppskáa, en hafa auglýst mér, ad þeir fullkomlega bíféllu því núverandi Stjórnarformi, og sjálfir óskudu ad vera uppá vissan hátt knúdir til ad stjórna Landsins efnum; en þar Vér ecki höfum annad í áformi enn Landsins besta, leyfum Vér fullkomlega þvílíkum, sem ecki eru gæddir nógri Födurlands ást til ad elska þeirra Fósturjördu, ad ferdast til Kaupmannahafnar.

16.) Ad Vér erum neyddir til, Vors eginn Verdugleika vegna, ecki ad þola minnstu Vansemd, né heldur ad nockurr gjöri sig sekann á móti þeim minnsta Artikula í þessari Vorri Auglýsíngu, sem einúngis midar til Landsins góda, og þessvegna hátídlega kunngjörum: ad sá fyrsti sem reynir til ad hindra Landsins hagsæld edur spilla Almenníngs fridi, skal án tafar straffast á Lífinu, án þess hinn verdslegi Réttur géti ordid þeim til minnstu gagnsemi.

17.) I öllu ödru tilliti skulu Lög og Tilskipanir standa í líku gyldi og fyrri, þar til Landstjórnin er áqvörðuð, fyrir utan það, að einn og sérhvörr Islendskur, gétur án Passa frá Amtmönnunum eda ödrum Fyrirrádendum, farid fram og aptur um Landid hvar hann æskir, og höndlad þar honum best sýnist; þó megu allir Dómar undirskrifast af Mér, ádurenn straffinu er framfylgt.

Reykjaviik, þann 11ta Julii 1809.
Utgefid undir Vorri hendi og Signeti. Jörgen Jörgensen.

Alls Islands Verndari, og Hæstrádandi til Sjós og Lands.

[sig]J.J.[/sig]