Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Silunga-Björn

Úr Wikiheimild

Snið:Header Þess konar maður var Silunga-Björn sem fyrri er getið að hafi gengið í hóla, og sagt er það að hann hafi framið margs konar galdur annan og þótzt mikill af.

Einu sinni var hann staddur í Haukadal þegar óttalegt veður rak á; þá sagði hann: „Nú hefur einhver farið leiðina sína.“ Þetta var orð og að sönnu; því einmitt á sama tíma hafði maður hengt sig í Laxárdal.