Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Skipkomuspá

Úr Wikiheimild

Snið:Header Seint á 18. öld bjó Símon, faðir Gísla kaupmanns Símonarsonar, í Málmey á Skagafirði. Hjá honum var karl einn sem Helgi hét. Helgi þessi var vanur að segja viku fyrirfram hvönær Hofsósskipið kæmi. Hafði hann það til marks að hulduskipið kæmi alténd undir Búðarbrekku í Þórðarhöfða viku áður en kaupskipið kæmi í Hofsós.