Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ljósið í Teigsklifi

Úr Wikiheimild

Snið:Header Einu sinni var séra Þorlákur sál. á Ósi á ferð niður á bökkunum fyrir neðan Teigsklif í Eyjafirði og var maður með honum. Hann spyr þá manninn hvert hann sjái nokkuð er honum þyki undarlegt, en hann kvað nei við. Séra Þorlákur kvaðst þá sjá konu standa með ljós í hendinni við klöppina eina þar í klifinu, enda hefir stundum sézt þar ljós í Teigsklöppum í seinni tíð (og nú ekki alls fyrir löngu).