Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nykur í Kappastaðavatni

Úr Wikiheimild

Snið:Header Bjarni Jónsson drengur á Barði segir nú (1861) svo frá: Nú fyrir þrem árum var ég með Árna á Felli að smala nálægt Kappastaðavatni í Sléttuhlíð. Í vatninu er hólmi og sáum við að nálægt hólmanum kom tvívegis upp hvítgrár hestur upp fyrir bóga. Gátum við ekki skilið í að þetta gæti annað verið en nykur.