Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Á því læra hundarnir að éta skinnið

Úr Wikiheimild

Snið:Header Kvensnift nokkur flakkaði með dreng sinn stálpaðan. Á bæ einum í skemmu sér hún að þráðarendi lafði út undan kistuloki; hún tekur í endann og finnur að laust er fyrir. Fær hún þá drengnum endann og skipar honum að vinda hann, en sat sjálf á meðan í skemmudyrunum. Drengurinn gjörði sem hún bauð honum og vatt svo lengi sem hnoðað entist sem í kistunni valt. Hér vann hún tvennt í einu, náði hnoðanu og kenndi barni sínu að stela.