Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Flateyjarklaustur

Úr Wikiheimild

Snið:Header Klaustur þetta var stofnað 1172, en flutt þaðan 12 árum síðar og að Helgafelli fyrir sunnan Breiðafjörð. Af þessu klaustri eru nálega þær einar menjar eftir á Flatey að þar eru kallaðir Klausturhólar skammt fyrir utan Innstabæ á eynni þar sem klaustrið stóð. Skammt frá hólum þessum er stór steinn og dæld ofan í dálítil; úr þessari dæld er sagt að munkarnir[1] úr klaustrinu hafi þvegið sér, en lítil líkindi eru til þess því dældin er svo lítil og ómerkileg.

  1. Í þjóðsögum dr. Maurers, 214. bls., segir að nunnurnar úr klaustrinu hafi átt að þvo sér þar og sýnir það að sagnirnar blanda saman munkaklaustri og nunnuklaustri, því að í Flatey var munkaklaustur eins og seinna á Helgafelli, en ekki nunnuklaustur.