Fara í innihald

Hatturinn

Úr Wikiheimild
Hatturinn
Höfundur: Jón Thoroddsen yngri
Ljóðið „Hatturinn“ kom út í ljóðabók Jóns Thoroddsen, Flugur, árið 1922.
Ég fylgdi stúlkunni heim, og hún bjó bakdyramegin. Annað meira eða merkilegra var það nú ekki.
Verið þér sælir, og þakka yður kærlega fyrir fylgdina, sagði hún.
Sælar, sagði ég.
Hatturinn yðar!
Hann hefur gott af því, sagði ég, og hélt áfram að kveðja stúlkuna.