Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/8

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

og örlát vid vini sína, öllum mönnum gódgjörn. Hún er Gudi þekk, ástsæl og vinsæl med mönnum, hún finnur hjartans yndi í manndygdum, því þær eru eptirmynd Guds eiginleika, og gjöra menn Gudi líka. Sú sem þessa kosti hefir er gód kona, skynsöm, og hún byggir húsid. Prov. 14, 1.

§. 5.

Gód kona hefir sín trúarbrögd jafnan fyrir augum. Því er hún trúrækin. Þessi trúrækni gjörir góda háttaskipun í húsi hennar, setur skordur vid gjálífi únglínga, vid lausúngar, sjálfrædi hjúanna og vid ofmikilli búksorg. Þar fyrir vandar hún helgidaga hald, húslestra og bænagjördir, þá allt heimilis fólk er nálægt tilsamans. Lögtekna sidi kirkjunnar rækir hún því hvad, sem þarútaf bregdur, gjörir hneixli og óþarft umtal, sem engu gódu stýrir; hún fordast í því sem öllu ödru allt ílt skyn, 1. Tess. 5, 22, hún sýnir sig rádsvinna.


§. 6.

Med því það er brestur margra trúkvenna ad þær gjöra sér helst til margar trúargreinir hvaraf kémur margföld villa, þá er þad varúdar verdt, at fordast þvílíkt, enn ransaka Guds bod, Devt. 4. 2. Þér skulud engu bæta vid þau ord sem eg býd ydur, og ekkért taka þarfrá, svo at þér vardveitid bodord Drottins ydar Guds. Þad hæfir ogsvo, at ransaka sína skynsemi, þvíat fávísar konur hafa þad tídum af óskynsamlegu