Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/21

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

6

Arbi tekinn ádr enn hann kemr i blómstr, og tilbúinn rett eins og súpukál, er hin hollasta og miúkasta fæda, fyri sóttlera menn, helst þá sem ei eru frier fyri köldu-syki. Þat er þeim líka hollr matr, sem hafa veikann maga, ellegar og so rírnunar sótt. Hefir þessi jurt vidlíka smeck og verkan, sem spinat, þá hún er eins tilbúin. Þetta hefir eg reynt, enn hitt hefir eg heyrt, at arbi etinn, sem fyrir segir, stilli allslags Blódgang.

Vid ofmiklu blód-þyckni qvenna veit eg arbi hefir dugad heittr i potti, og sem bakstr vid lagdr. Hann er og so eins brúkadr, at leggia yfir alla harda bólgu, því hann mykir vel.

Arba fræ er gott hænsa-fódr á vetrum, og eykr þar frióvsemi þeirra, vegna þess næma salts, sem i því er, má því hæglega safna á sumrum, því arbinn hefir marga fræ-púnga ofan eptir leggnum, sem gefa fræ hvöreptir annann allt sumarid.