Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/24

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

9

Þessa urt má i humals stad bruka, til ölgerdar; og hefir hún þá ena sömu verkan vid augna-veiki. Þat öl segia menn smacki vel, styrki höfud og minni, hreinsi heilann, lækni sundl og svíma.

Þat er líka rád, at þurka þessa urt vel, mala hana sídan sem kaffee, blanda þeirri mylsnu, vid gott hvítt sykr, og má þa hvert er vill, taka til sín milsnuna, eda dreifa henni i augun.

Extract af þessari urt, ellegar vín eda brennivín, sem á henni hefir stadid, hallda menn hollt, og at þát lækni vel gulu-sótt og eydi vessum.

Augna-fró er gott at reykja, sem tóbak, bædi eina um sinn, og líka saman vid annad tóbak.

Zinche kallar þessa urt, þá allra bestu augna lækning, sem til se á medal allra jurta; þegar hún se þurkud og malin i dupt, sídan i fenikel-vatni til sin tekin, á hvöriu qvölldi, þá bæti hún þeim siónina aptr, sem ádr hafa þó mist syn sína.U5