Hjálp:Almenningur

Úr Wikiheimild
(Endurbeint frá Wikiheimild:Almenningur)
Fara í flakk Fara í leit

Almenningur (public domain) er í hugverkarétti safn þeirra verka, uppfinninga eða vörumerkja sem einkaréttur gildir ekki lengur um þar sem tímalengd réttarins er liðin eða þau uppfylla ekki lengur skilyrði fyrir vernd í skilningi laganna.

Á Íslandi er meginreglan sú að verk höfundar er verndað í 70 ár frá andláti hans. Frá og með 1. janúar árið eftir að þessi 70 ár eru liðin þá tilheyra verk höfundarins almenningi. Sá hluti höfundaréttar sem kallaður er sæmdarréttur fellur þó aldrei úr gildi. Sæmdarréttur kemur ekki í veg fyrir að verk sé sett inn á Wikiheimild en vegna hans skal ávalt geta höfundar.

Í ákveðnum tilfellum teljast tveir eða fleiri vera höfundar verks og þá gilda tímamörk frá andláti þess sem lengst lifði.

Þegar um er að ræða þýðingar er þýðandinn einnig talinn höfundur að verkinu.

Ef höfundur er ekki þekktur eru verk vernduð í 70 ár frá útgáfu- eða tilurðarári.

Verk sem eru fyrst gefin út utan skilgreinds verndartímabils falla undir vernd höfundalaga í 25 ár frá útgáfu.

Rétt er að taka fram að endurútgáfur njóta ekki sérstakrar verndar höfundalaga og geta því aldrei notað verndar lengur en upprunalega útgáfan.

Íslensk höfundalög undanskilja sérstaklega lög, reglugerðir, dóma og önnur fyrirmæli stjórnvalda frá vernd og teljast því vera í almenningi.

Ítarefni[breyta]

Höfundalög

Stafræn endurgerð texta: Höfundaréttur og lýðvistun