Wikiheimild:Um verkefnið

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Wikiheimild er verkefni á vegum Wikimedia-stofnunarinnar sem snýst um að búa til safn frjálsra frumtexta.

Kynning um Wikiheimild.

Hér verður reynt að gera grein fyrir því hvað Wikiheimild er og hvað hún er ekki og hvað greinir hana frá öðrum verkefnum Wikimedia. Nánari upplýsingar má finna með því að nýta tenglana á þessarri síðu þar sem finna má ítarlegri upplýsingar. Umræður um stefnumörkun og þess háttar ættu að fara fram á spjallsíðu þeirrar síðu sem fjallar um viðkomandi stefnumál.

Saga[breyta]

Verkefnið Wikiheimild, sem upphaflega var nefnt Project Sourceberg (orðaleikur með tilvísun í Project Gutenberg), hófst í nóvember árið 2003 sem safn frumtexta sem styðja við innihald alfræðiritsins Wikipediu. Hún óx hratt og 18. maí árið 2005 innihélt hún 20.000 texta á ýmsum tungumálum.

Í ágúst-september 2005 var ákveðið að hvert tungumál fengi sitt undirlén. Íslenska undirlénið var búið til í desember það ár og fyrstu textarnir voru settir inn í janúar 2006.

Hvaða textar eiga heima á Wikiheimild?[breyta]

Textar á Wikiheimild verða að vera frjálsir. Þeir ættu helst einnig að vera teknir upp eftir upprunalegu frumriti og áður útgefnir með einhverjum hætti. Undantekningar hafa verið gerðar með síðarnefndu skilyrðin.

Þetta eru textar sem eiga heima á Wikiheimild (athugið að listinn er ekki tæmandi):

Nokkur atriði sem koma í veg fyrir að texti megi birtast á Wikiheimild:

Þetta eru nokkur atriði sem eiga augljóslega ekki heima á Wikiheimild.

Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Wikiheimild:Hvað á heima á Wikiheimild?.

Tungumál og þýðingar[breyta]

Wikiheimild er verkefni á mörgum tungumálum og hægt er að setja inn frumtexta og þýðingar frumtexta svo lengi sem þess er gætt að setja þá inn á rétta útgáfu Wikiheimildar - þ.e. rétt undirlén.

Hér á íslensku útgáfunni eru einungis

  • Frumtextar á íslensku
  • Íslenskar þýðingar frumtexta úr öðrum tungumálum
  • Tvítyngdir textar með íslenskri þýðingu

Mikilvægt er að athuga hvort til eru útgáfur texta hér á íslensku Wikiheimild á öðrum tungumálum og tengja þá, annað hvort með tengli efst í textanum, eða með því að notast við tungumálatengla. Dæmi um notkun tungumálatengla má t.d. finna á Heimskringlu. Með þessu móti verður textinn hér aðgengilegri á hinum verkefnunum.

Frekari upplýsingar um þýðingar er að finna á síðunni Wikiheimild:Þýðingar.

Wikiheimild og önnur Wikimedia-verkefni[breyta]

Wikiheimild eða Wikibækur?[breyta]

Það ætti að vera auðvelt að gera greinarmun á þessum tveimur verkefnum:

  • Wikiheimild leggur áherslu á efni sem hefur þegar verið gefið út annars staðar. Wikiheimild er þannig eins konar textasafn með textum sem ekki eru háðir höfundarétti.
  • Wikibækur inniheldur námsefni og handbækur sem notendur skrifa sjálfir.

Skýringar við frumtexta eru hér á gráu svæði þar sem þessi tvö verkefni gætu skarast. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Wikiheimild:Textaskýringar.

Wikiheimild eða Wikipedia?[breyta]

Wikipedia er alfræðirit en Wikiheimild er textasafn. Í Wikipediu er að finna greinar um bækur en á Wikiheimild er hægt að finna bækurnar sjálfar. Bæði verkefnin innihalda upplýsingar um höfunda verkanna.

Verndun síðna[breyta]

Á flestum Wikimedia-verkefnum er hugsunin sú að greinar séu í stöðugri þróun. Dæmi um þetta eru greinar í Wikipediu eða handbækur á Wikibókum.

Á Wikiheimild er þessu öfugt farið. Wikiheimild er safn texta sem hafa komið út áður á öðrum vettvangi. Þessum textum er ekki ætlað að þróast áfram þar sem slíkt myndi skaða heilleika þeirra. Vegna þessa hefur Wikiheimild tekið upp ákveðna stefnu varðandi gæðamerkingar texta og verndun þeirra gagnvart frekari breytingum þegar þeir eru komnir í það horf að þeir þykja vera rétt uppsettir og villulausir. Þótt texti sé verndaður með þessum hætti er alltaf hægt að koma á framfæri athugasemdum á viðkomandi spjallsíðu, og ef þörf krefur getur stjórnandi afverndað textann aftur.

Frekari upplýsingar er að finna á Wikiheimild:Verndarstefna.

Hlutleysisreglan[breyta]

Hlutleysisreglan er ein af meginstoðum flestra Wikimedia-verkefna. Engin þörf er á því að frumtextarnir gæti hlutleysis ef þess er aðeins gætt að þeir séu slegnir hér inn af trúnaði við textann eins og hann hefur áður birst og uppruna hans er getið.

Inngangstexta og aðrar skýringar skyldi alltaf skrifa með hlutleysisregluna í huga.

Frekari upplýsingar um hlutleysisregluna er að finna á w:Wikipedia:Hlutleysisreglan.

Höfundaréttur[breyta]

Höfundaréttur á við um Wikiheimild eins og öll önnur Wikimedia-verkefni.

Nánari upplýsingar um höfundarétt og Wikiheimild er að finna á þessum síðum: