Ásukvæði

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Wikipedia merkið
Wikipedia merkið
Á Wikipediu er umfjöllun um Ásukvæði.

Ásukvæði er íslenskur vikivaki eða sagnadans. Lög við kvæðið má finna í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar eða á vefslóð Ísmúss.


1. Ása gekk um stræti
far vel fley
heyrði hún fögur læti
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


2. Ása gekk í húsið inn
far vel fley
sá hún þrælinn bundinn
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


3. „Heil og sæl, Ása mín,
far vel fley
nú ertu komin að leysa mig."
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


4. Ég þori ekki að leysa þig,
far vel fley
ég veit ekki nema þú svíkir mig.
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


5. Veit það sá hinn ríki,
far vel fley,
að hvorugt annan svíki
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


6. Leysti hún bönd af hans hönd
far vel fley,
og fjötur hans af fótunum
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


7. Níu hefi ég farið lönd
far vel fley,
en tíu hefi ég svikið sprund
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


8. Nú ert þú hin ellefta
far vel fley,
þér skal ég aldrei sleppa
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


9. Bíddu mín í litla stund
far vel fley,
meðan ég geng í grænan lund
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


10. Hann beið hennar langa stund,
far vel fley,
en aldrei kom hún á hans fund
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


11. Sté hún á sinn hvíta hest
far vel fley,
og allra kvenna reið hún mest
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.


12. Ása gekk í helgan stein
far vel fley,
engum gerði hún manni mein
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.