Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Útilegumannasögur/Hljóðið við Landmannahelli
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hljóðið við Landmannahelli
Hljóðið við Landmannahelli
Einu sinni lágu fjallreiðarmenn af Landi um nótt við Landmannahellir í dimmviðri. Þeir heyrðu hljóð mikið suður til fjalla. Einn maður kallaði á móti. Þá var kallað aftur eða hljóðað. Þá kölluðu margir á móti. Þá heyrðist ekki kallið lengur.