Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Útilegumannasögur/Jón í Ósgröf

Úr Wikiheimild

Jón bóndi í Ósgröf († fyrir 4-6 árum) og Bergur (?) bróðir hans fóru einn vetur á jólaföstu þegar vel féll, til Fiskivatna. Þar komu þeir seint á degi, drógu nokkra drætti og breiddu svo netið á fit eina og fóru heim í kofa veiðimanna og lögðust niður. Annan dreymdi illa, nl. að maður stóð yfir honum með öxi reidda, og lét illa í svefni. Hinn vakti hann og sagði hann drauminn. Hinn bað þá fara og vitja netsins; það gjöra þeir og var það burtu. En nokkrum árum síðar fann Jón auðkennda flá af því inn við Litlasjó.